Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 11

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 11
B E R G M Á L 1 9 5 5 —-------------------- það ekkert til, þótt hún dveldi í London og svo oft hamraði hann á þessu, að að lokum má telja afsakanlegt, þótt Soffía væri farin að halda að hann skipti það engu mál, hvort hún væri heima e'ða ekki. Auðvitað sagði hann þetta ekki satt, því að hann var mjög einmana og leið illa, þegar að hún var að heiman. Og þegar þetta hafði gengið svo til í hálft ár, þá fór honum svo sem mörg- um veiklyndum mönnum, að hann fór að drekka meira en hann hafði gott af, og þegar hér var komið sögu, þá var búskap- urinn ekki þannig, að hægt væri að hæla honum mikið. Það er það eina, sem ég hefi aldrei getað fyrirgefið Soffíu frænku, að hún annaðhvort sá ekki eða kærði sig kollótta um, þótt hann væri samanbrotinn maður og óhamingjusamur vegna fjarveru hennar. Og svo langt gekk þetta, að faðir minn var í raun og veru orðinn hræddur um að Peter frændi myndi grípa til örþrifaráða. Auk þess að hann var mjög óhamingjusamur og einmana þá var hann ennþá þjáður af fjár- hagsáhyggjum, því að þótt Soffía hefði nú hætt að eyða úr hófi fram, heima á búgarðinum, þá eyddi hún því meiru í ferð- um sínum til London. Reikning- arnir voru engu lægri en áður, þótt þeir kæmu frá öðrum stöð- um. Ekki ve'it ég hversu lengi þetta hefði getað gengið -svo til, en til allrar hamingju komst Soffía brátt á þriðja stig gönuskeiðs- ins, eða hástig kvenlegs gönu- skeiðs, og það skapaði óhjá- kvæmilega þáttaskil. Hún stofn- aði -sem sagt til vináttu við Grinton lávarð, ef til vill alvar- legs eðlis og ef til vill ekki. Hann var á svipuðum aldri og hún, fremur laglegur í andliti þótt heimskulegur væri, stórauð- ugur og hafði það eitt sér til ágætis að vera talinn heldur góður reiðmaður. Þó er sagt að hann hafi átt annan eiginleika til í fari sínu og það var að vera fremur skapgóður. Ég sagði að þessi vinátta hefði « ef til vill verið alvarlegs eðlis og ef til vill ekki, vegna þess að ég held að enginn hafi nokkru sinni vitað hve langt þetta gekk í raun og veru. En Soffía sást vissulega svo oft í fylgd með Grinton að það var næg ástæða til hneykslis og Peter frændi, sem sat heima á búgarðinum 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.