Bergmál - 01.08.1955, Síða 13
B E R G M Á L
1 9 5 5 -------------------------
þar sem hún var að leika á píanó
og syngja, en hann sat í stól,
reykti vindil og hlustaði. Sak-
næmari samfundi er auðvelt að
gera sér í hugarlund.
Soffíu hlýtur að hafa brugðið
nokkuð, er hún sá eiginmann
sinn skyndilega birtast þarna,
en hún lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Hún virtist
himinlifandi yfir því að sjá
hann, bauð hann velkominn og
kynnti hann fyrir lávarðinum.
Peter frændi hneigði sig kurteis-
lega fyrir Grinton og sagði við
Soffíu: „Ég held að það væri
bezt að þú kæmir heim, Soffía.“
Soffía horfði á hann stórum
augum og virtist undrandi er
hún sagði:
„Nú, hvers vegna Peter?“ Og
hún sagði það mjög sakleysis-
lega.
Peter frændi svaraði: „Yið
munum ekki ræða það nánar nú,
en ég held að það sé bezt að þú
komir heim. Hvar er kápan
þín?“
Soffía fór þá að malda í móinn
og slá úr einu í annað eins og
hennar var vandi, lézt vera
hálfgröm en reyndi jafnframt
að stríða honum svolítið.
Hún sagðist ekki geta trúað
því, að hann væri svo harð-
brjósta, að fara að slíta hana
MARIE DIEKE og SIMON BREHM
Þessi skemmtilega mynd er af hol-
lenzkri dægurlagasöngkonu, Marie
Dieke, sem nú dvelst í Stokkhólmi og
nýtur þar feikna vinsælda. — Og með
henni á myndinni er sænskur hljóm-
sveitarstjóri, sem heitir Simon Brehm.
Þeir, sem koma til Stokkhólms á
næstunni ættu að líta inn í Bal Palais
eina kvöldstund og sjá og heyra þau
þessi tvö.
svona á brott frá skemmtunum
höfuðborgarinnar og spurði
hvernig stæði eiginlega á því að
hann þyrfti alltaf að vera sami
uxinn, því hann settist ekki
niður hjá þeim og reyndi að
vera svolítið skemmtilegur
o. s. frv., o. s. frv.
Peter frændi var jafnan ráða-
laus, þegar þessi gállinn var á
henni og stóð bara eins og líkn-
eski á miðju gólfi án þess að
segja eitt einasta orð og vafa-
laust hefir hann verið kátbros-
legur í útliti. j
Það er jafnvel ekki óhugsandi
11