Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 19
Saga af heiðarlegum fjárhættuspilara í Missisippi,
og öðrum til, sem er hrjúfur karl og samvizkulaus,
því að hann er ættaður frá Wales. Auk þess er sagan
líka um gamlan lögfræðing, sem er ættaður einhvers-
staðar að sunnan og er því ekki allur þar sem
hann er séður.
FÖLSK ÁVÍSUN
Smásaga eftir Hodding Carter.
Hinir ótrúlegustu menn gera sér það til dundurs að skrifa smásögur. Höf-
undur þessarar skemmtilegu sögu er t. d. þekktur amerískur stjórnmálamaður,
og ritstjóri dagblaðsins „Delta Democrat-Times“. En fáir sem þekkja hann
mundu trúa því, að hann föndraði við það í tómstundum að semja smásögur.
En við það er hann auðsjáanlega enginn viðvaningur.
Slim Granger sneri á brott frá
rúðunni framan við gjaldkera-
stúkuna, samanbrotinn og sjúk-
ur á sál og líkama, haldinn rétt-
látri reiði hins heiðarlega fjár-
hættuspilara, sem kemst að því
ag teningarnir hafa verið falsk-
ir, spilin merkt eða hjólið svikið.
Hann var einmitt einn þeirra,
aðeins heiðarlegur fjárhættu-
spilari, og ekkert annað. Hann
hafði hafnað í þessari smáborg
á fljótsbakkanum fyrir fimm
árum síðan með þokkalega
bankainnstæðu og óviðráðan-
lega ást á öllu sem snerti fjár-
hættu,- og veðmálastarfsemi. í
Greenfield hafði hann eignast
vini og kunningja, jafnvel á
meðal þeirra, sem ekki höfðu
staðið honum á sporði í sífelld-
um, endalausum fjárhættuspil-
um eða veðmálum, sem fram
fóru í Krókódílaklúbbnum, þar
sem. allir stórlaxar borgarinnar
söfnuðust saman.
Og nú hafði hann orðið ást-
fanginn af stúlku, sem hnykl-
aði brýnnar ef minnst var á
kanpleikjaveðmál þótt ekki
væri. annað, og þar sem þau
höfðu gert samninga um ýmsar
ráðagerðir, var hann nú reiðari
við karlinn frá Wales en hann
hafði nokkurn tíma verið fyrr.
Gjaldkerinn hafði látið í Ijósi
17