Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 31
B E R G M Á L
10 5 5 -------------------------
„Ef til vill er það rétt, að vissu
leyti
„Og stúlkur," hélt Sara áfram,
þótt tárin vættu báðar kinnar
hennar. „Stúlkur eiga alltaf svo
bágt.“
„Nú eruð þér að gera að gamni
yðar, frú Carven. Þér ættuð
ekki að vera að gera yður
áhyggjur þess vegna.“
Já, hún var víst skrítin. Hún
hafði alltaf verið skrítin kona.
Smávaxna, ófríða, lítilfj örlega
stúlkan, hún Sara. Seinni dóttir
dásamlegrar móður og systir
hinnar yndislegu Önnu — hinn-
ar eftirsóttu og dásömuðu Önnu.
—• Sara er digur .... Sara er
stutt og ferköntuð .... Sara er
digrastutt .... Snotrar telpur,
snyrtilega greiddar í fínum föt-
um stóðu í hóp og sungu þessar
illkvittnislegu og grimmdar-
legu setningar.
Safa stóð spölkorn frá þeim
og lét sem hún heyrði ekki til
þeirra og stæði alveg á sama
um þær.
Móðir Söru var grönn og
spengileg, ljóshærð. Gekk stutt-
klædd og í þröngum skóm eins
og tízkan bauð á þeim tímum.
„Ekki geta allir verið fallegir,
elsku barn,“ var hún vön að
segja. „Aðalatriðið er, að maður
sé alúðleg og góð.“
Þegar fólk sá hana í fyrsta
skipti, þá sagði það ekki: — En
hvað hún hún er góð —• auðvitað
ekki. Það sagði: — En hvað hún
er dásamleg, — og svo bætti
fólkið oft við:
— Anna virðist ætla að verða
lifandi eftirmynd móður sinnar.
Síðan leit það venjulegast á
Söru og sagði: — En hverjum
ætlar þú eiginlega að líkjast,
litli umskiptingur? — Hún óx
úr grasi á millistríðsárunum,
þegar fólkið var að reyna að
gleyma því að verið hafði stríð
og gat ekki einu sinni hugsað
til þess að nýtt stríð kæmi.
Samkvæmislíf, fatnaður og
skemmtanir var meira virði en
allt annað.
Væri maður alvarlegur, þá
var hann leiðinlegur. Væri mað-
ur skarpskyggn, þá var hann
skrítinn. En væri maðurinn eða
öllu heldur konan, létt í spori,
grannvaxin og lagleg, ein af
þeim sem karlmennirnir vildu
fá að danSa við, thja, þá var
maður líka einhvers virði. Og
það, að geta líkzt Önnu systir
var í hennar augum mesta hnoss
þessa heims.
En Sara var gagnólík systur
sinni, og vegna þess hve mjög
29