Bergmál - 01.08.1955, Síða 35

Bergmál - 01.08.1955, Síða 35
B E R G M Á L-------------------------- hefir skrifað. Svo er sagt að hann sé samt enginn sérvitringur, því að hann fer oft út að skemmta sér og býður þá með sér einhverri dömu. Hann er þó sagður vera hugsandi maður og heima- kær, enda þótt ef'til vill eigi fyndnin og glettnin hvað sterkastar rætur í skapgerð hans. Tilvonandi eiginkona hans þarf því að vera glaðlynd og geta skilið fyndni, en jafnframt þarf hún að vera kona, sem kann og vill búa honum gott heimili, þar sem hann getur flatmagað við að lesa í bók, og það er nauðsyn- legra að hún geti rætt við hann um bækur og menn heldur en hitt, að hún sé einhver fegurðargyðja. Það skiptir hann litlu máli. Rock Hudson er sem sagt náungi sem les bækur, jöfnum höndum heim- spekileg rit sem skáldsögur og reyf- ara. Hann hefir yndi af músík og hann hefir gaman af að syngja og dansa. En hann er dæmalaus slóði, sem ævinlega þarf að gera allt á síð- ustu stundu, og því verður tilvonandi eiginkona hans að vera skrambi þolinmóð. Hann á það til að sitja reykjandi og lesandi í bók heima hjá sér tíu mínútum áður en hann á að vera mættur til að leika í einhverri kvikmynd, og þegar hann loks rýkur upp og ætlar að sendast af stað, þá er jakkinn samanbögglaður úti í horni, annar skórinn inni í baðherbergi og hinn inni í stofu og allt eftir því. Svo er hann dæmalaus svefnpurka á morgnana, en óforbetranlegur kvöld- og næturhrafn. í þeirri grein, sem þetta er tekið úr er lítið minnst á leikarahæfileika hans, en þó getið um að hann hafi að minnsta kosti leikið í einni mynd, sem reynt hafi svolítið á leikarahæfileika A G Ú S T hans. En það er mynd, sem nýskeð var sýnd hér í Reykjavík og hét „Magnificent Obsession", eða „Læknir- inn hennar“, var hún víst nefnd á íslenzku. Hann leikur þar á móti all- góðri leikkonu, Jane Wyman og stend- ur sig rétt sæmilega, þótt ekki sé hægt að segja að hann sé mikill skap- gerðarleikari þar. Má vera að það stafi líka af því að kvikmyndaframleið- endur í Hollywood leggja oft meiri áherzlu á útlit leikara en hæfni. Litla myndin, sem fylgir hér með er af þeim Rock Hudson og Jane Wyman í þeirri kvikmynd. Forsíðumyndin. GINA og MARILYN Tvær drottningar liittast. ítalska kvikmyndaleikkonan GINA LOLLOBRIGIDA, sem oft hefir veriÖ nefnd hin ókrýnda 33

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.