Bergmál - 01.08.1955, Page 37
B E R G M Á L -----------—
HANN HÆTTI
V I Ð BÓNORÐIÐ
Framh. af bls. 31.
gift. David vildi ekki bíða leng-
ur og var himinlifandi yfir því
að geta sagt skilið við pipar-
sveinalífið, sem kvaldi hann
verulega. En hún gat aldrei
skilið til fulls allt hið dásam-
lega sem gerzt hafði.
Hún var dugleg og eftirsótt
sýningastúlka. Stuttu eftir gift-
inguna þurfti David að fara í
siglingu til annarra landa, og
þá hélt hún áfram sínu fyrra
lífi, að sýna tízkufatnað að deg-
inum og sækja boð að kvöldinu.
Hin dásamlega Sara, sem
kunni að bera uppi á réttan hátt
hvaða kjól sem var. Hin aðdáan-
lega og yndislega Sara, sem var
skipta sem fyrst um nafn, því að
Kepelhof væri ófært söngkonunafn.
Doris söng fyrst lagið „Day After
Day“ fyrir þennan hljómsveitarstjóra,
og er hún hafði lokið söngnum sagði
hann: „Hér eftir skuluð þér kalla yður
Doris Day“. — Undir því nafni er hún
svo orðin þekkt um allan heim, sem
ein af vinsælustu dægurlagasöngkon-
um Ameríku.
Doris hefir verið sjúk undanfarin
ár, en virðist nú hafa náð sér á strik,
því að hún er að leika í kvikmyndinni
„Ung hjörtu", á móti Frank Sinatra.
--------------------- ÁGÚST
ómissandi í öllum kvöldboðum.
Þegar hún komst að því að
hún ætti von á barni, varð hún
í fyrstu mjög glöð. Nú gæti hún
dregið sig út úr þessu lífi utan
heimilisins og helgað sig barn-
inu og heimili sínu. En svo
greip kvíðinn hana heljartök-
um. Hún minntist þess, sem
David hafði skrifað henni, eftir
að hann fór til útlanda:
„Elskan mín, ef þú aðeins
vissir hversu heitt ég þrái þig.
Þú. ert alltaf svo óaðfinnanlega
fögur og glæsileg. Ég er stund-
um að velta því fyrir mér
hvernig þú munir verða klædd
þegar þú tekur á móti mér ...
Og í endi bréfsins stóð: .... „Þú
mátt aldrei verða öðruvísi en
þú ert.“
En nú þegar hafði hún breytzt.
Hún sá hversu vaxtarlag henn-
ar breyttist dag frá degi og það
vakti kvíða og andúð með henni.
Hún var á hraðri leið með að
verða hin gamla, ófríða Sara.
Hvernig myndi David verða við
er hann sæji hana á ný?
David hafði verið að heiman
átta mánuði. Hún fór út á flug-
völlinn til að taka á móti hon-
um með nagandi kvíða í brjósti
sér. Hún reyndi að telja .sjálfri
sér trú um að hann yrði glaður
er hann frétti um barnið, sem
35