Bergmál - 01.08.1955, Page 40

Bergmál - 01.08.1955, Page 40
B E R G M Á L Á G Ú S T Þessi skemmtilega mynd er af þrem þekktum leikurum frá Hollywood, eða þeim VAN JOHNSON, ELIZABETH TAYLOR og WALTER PIDGEON og er frá Metro-félaginu, sem er að gera kvikmyndina „Síðast er ég sá París“, og verður hún fullgerð í haust. Sagt er að Van Johnson sé hér í þessari mynd gerður að skapgerðarleikara í fyrsta sinn og hafi það tekizt sæmi- lega, enda þótt hingað til hafi honum verið haldið á sviði hinna Iéttari og kröfuminni hlutverka. Og jafnvel stássmeyjan Elizabeth Taylor hefir hér fcngið til meðferðar hlutverk sem krefst Ieikkonu-hæfileika. og ragur, að í örvæntingu daðr- aði hann eitthvað við Önnu. En eitt sinn var hann víst alveg að því kominn að biðja þín.“ Söru fannst skyndilega eins og losnað hefði um einhver höft innra með henni. Hræðslan og heimskulegir fordómarnir, allt fór það að losna úr viðjum og smá-hverfa. Hún hló og horfðist í augu við David. Glöð og ham- ingjusöm. „Sagði hann nokkuð um það hvenær hann hefði verið að því kominn að biðja mín?“ „Já, hann var víst kominn á fremsta hlunn með að stama fram bónorðinu síðasta daginn, sem þið voruð saman niður við ströndina. En endirinn orðið sá, að hann hafði hætt við bónorðið, niðurlútur og kafrjóður af kjarkleysi og blygðun. „Vesalings Brian,“ muldraði hún og leit ástúðlega yfir til vöggunnar, sem litla dóttir hennar svaf í. Aldrei skyldi hún verða alin þannig upp, að hún þyrfti að dylja sitt rétta eðli. Aldrei skyldi hún þurfa að blygðast sín fyrir klunnalegt vaxtarlag, þótt hún ef til vill yrði „digrastutt". David beygði sig yfir dóttur sína. „Hverjum er hún eiginlega lík, elskan mín? Hvorugu okk- ar. En það er ómögulegt að segja hverjum hún ef til vill líkist þegar hún kemst á ung- lingsárin." „Nei,“ muldraði Sara. „Það er ómögulegt að segja ....“ Endir. 38

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.