Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 63

Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 63
B E R G M Á L 1955 „Þér hafið einnig skyldur gagnvart Johnny sem sjúklingi yðar.“ „Ég hefi ekki gleymt því,“ sagði hann þunglega. „En ef til vill hafið þér gleymt því, að ef ég hefði ekki komið hingað, þá hefðuð þér vafalaust aldrei komizt að því, hver hann er í raun og veru. Ég treysti yður og sagði yður sannleikann og þér lofuðuð því að gera aðeins það, sem þér álituð Johnny fyrir beztu.“ Rödd hennar var lítið eitt ásakandi og David roðnaði. „Það er alveg rétt,“ sagði hann. „En ég er að reyna að gera það sem réttast er og ég álít, að það muni ekki verða Johnny til ills.“ „Hvernig getið þér sagt það. Sem Johnny Smith á hann alls enga fortíð, honum líður vel hér og er vel farið með hann. En hann getur ekki. borið hönd fyrir höfuð sér. Þess vegna er ég að reyna að verja hann og líka vegna þess, að mér finnst þetta allt vera mín sök. Ef ég hefði ekki rekizt hingað, þá hefði hann getað haldið áfram að lifa þessu lífi sem hann lifir nú, ef til vill það sem hann á eftir ólifað. Ég get ómögulega fallizt á að þér breytið svona gagnvart honum, og ef ég neita að staðfesta framburð minn, þá getið þér ekki. sannað að hann sé Tony Mordaunt.“ David leið hálf illa. „Ég geri ráð fyrir að þér séuð ekki ástfangnar af honum ennþá,“ sagði hann dálítið þurrlega og létti lítið þótt hún neitaði þessu. Hann gekk á ný að stólnum sem hún sat á og lagði hendurnar á axlir hennar og neyddi hana til að horfast í augu við sig. Ég álít að réttast sé, að við látum doktor Kennan skera úr þessu,“ sagði hann blátt áfram. „Mér ber skylda til að segja honum frá þessu og hann er rétti aðilinn til að taka á sig ábyrgðina. Þér hljótið að sjá það sjálfar, Christine.“ Hún leit undan. „Já, ég geri ráð fyrir því, en viljið þér gera það fyrir mig David að láta líða nokkra daga áður en þér segið honum frá því. Við skulum hugsa nánar um þetta og ræða aftur um þetta okkar á milli síðar. Fáeinir dagar í viðbót skipta engu máli fyrir okkur, en mér finnst það skipta svo miklu máli fyrir vesalings Tony. Lofið mér því að þér munið bíða svolítið, að minnsta kosti þangað til í kvöld.“ David lofaði þessu með tregðu og gramdist þó að sjá það að henni létti. Hann hafði laðast að henni frá því fyrst að hann sá hana og 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.