Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Blaðsíða 2
2
Útgefandi: Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Bjarni Gíslason.
Skrifstofan er opin virka daga kl. 8:00 - 16:00.
Síminn er 528 4400 og bréfsími 528 4401.
Ritstjóri: Kristín Ólafsdóttir, kristin@help.is
Forsíðumyndin var tekin í Kebri Beyah í Sómalífylki Eþíópíu, í febrúar 2019 en þar er stærsta
verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu. Takk fyrir að vera með okkur í því!
Myndir: Hjálparstarf kirkjunnar nema bls. 8 @throunarsamvinna.ber.avoxt og bls. 9 @dca.dk.
Prentvinnsla: Litróf - Umhverfisvottuð prentsmiðja
Vilt þú styrkja starfið?
Framlögum til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar má koma til skila í bönkum
og sparisjóðum, til skrifstofunnar, í gegnum www.help.is og www.framlag.is.
Gjafabréf fást á www.gjofsemgefur.is.
Reikningar sem leggja má inn á:
0334-26-27 fyrir verkefni innanlands, kt. 450670-0499.
0334-26-050886 fyrir verkefni erlendis, kt. 450670-0499.
margt smátt …
gerir eitt stórt
3. tbl. 31. árg. október 2019
Fréttablaðið margt smátt... sem
kemur út 2- 4 sinnum á ári er sent
endurgjaldslaust til styrktarmanna,
presta, sóknarnefnda, skóla, fjölmiðla,
bókasafna og annarra velunnara
Hjálparstarfs kirkjunnar
Láttu okkur vita
viljir þú fría áskrift.
Það er þetta með stóra samhengið. Hvernig allt sem við gerum
hefur áhrif á allt og alla í kringum okkur. Til dæmis ofneysla og
sóun sem hafa neikvæð áhrif á meðan endurnýting og umhverfis-
vernd stuðla að jafnvægi og farsæld.
Í þessu blaði segjum við frá verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar
hér heima jafnt sem í þróunarsamvinnu í útlöndum. Fólkið sem
við vinnum með og fyrir á það sammerkt að það býr við aðstæð-
ur sem það hefur ekki valið sér sjálft. Það má jafnvel leiða líkum
að því að það líði fyrir ofneyslu og sóun sem leiða af sér loftslags-
breytingar og ójöfnuð.
Fólkið sem við vinnum með í Eþíópíu býr á miklum þurrka-
svæðum. Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa gert það að
verkum að veðurkerfi eru óútreiknanleg og nú rignir þar óreglu-
lega og öðruvísi en áður. Bændurnir geta ekki lengur stólað á
uppskeru og fátæktin verður enn meiri.
Í Úganda búa börn og unglingar við örbirgð vegna veikinda for-
eldra og vangetu stjórnvalda til að hlúa að borgurum sínum. Af
hverju geta þau það ekki? Úganda er númer 162 á lífskjaralista
Sameinuðu þjóðanna á meðan Ísland er þar númer sex.
Án tækifæra viðheldur fátæktin sjálfri sér.
Íslensk stjórnvöld hvetja fyrirtæki í landinu til að taka þátt í þró-
unarsamvinnu. Fyrirtækin er hvött til að taka ákveðna áhættu.
En áhættan er mikils virði því hún getur stuðlað að uppbyggingu
fyrirtækja í lágtekjuríkjum á borð við bæði Eþíópíu og Úganda
og að þar verði til öflug millistétt sem getur drifið samfélagið
áfram.
Hjálparstarf kirkjunnar í Danmörku hefur nýlega opnað versl-
anir með afgangsmat. Með því hefur að minnsta kosti þrennt
áunnist: Nýtanlegum matvælum er síður fargað, fólk getur keypt
mat fyrir lítinn pening og ágóðinn af rekstri verslananna er varið
til verkefna í þágu fólks sem býr í einna fátækustu samfélögum
heims - verkefna sem snúast um að tryggja fæðuöryggi fólks sem
býr við sára fátækt.
Það er þetta með stóra samhengið og það hvernig allt sem við
gerum hefur áhrif á allt og alla í kringum okkur. Í vor fékk fólk í
Kjalarnesprófastsdæmi sér vöfflu með rjóma sem það keypti af
börnum í æskulýðsfélögum þjóðkirkjunnar. Afraksturinn rann til
verkefna Hjálparstarfsins í þága barna í Úganda sem misst hafa
foreldri úr alnæmi. Ein vaffla skiptir ekki máli í stóra samhenginu
hugsar þú kannski. Við segjum jú, þegar fólk kaupir vöfflur fyrir
355.654 krónur skiptir það eina fjölskyldu sem fær þak yfir höf-
uðið í sveitinni í Úganda öllu máli. Þegar þú velur að styðja við
hjálparstarf ert þú að hafa áhrif á stóra samhengið. Margt smátt
gerir eitt stórt!
Takk fyrir stuðninginn!
Kristín Ólafsdóttir,
fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar
Vaffla
...með rjóma