Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Síða 12

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Síða 12
12 Hjálparstarf kirkjunnar þakkar stuðninginn Trésmiðjan Akur ehf Valfell fasteignasala Þorgeir og Ellert hf BORGARNES Borgarbyggð Gilsbakkakirkja PJ byggingar ehf Solo hársnyrtistofa sf Sprautu- og bifreiðaverkstæðið Borgarness STYKKISHÓLMUR Agustson ehf Ásklif ehf Þórsnes ehf GRUNDARFJÖRÐUR Dodds ehf Þjónustustofan ehf ÓLAFSVÍK Steinprent ehf HELLISSANDUR KG Fiskverkun ehf Sjávariðjan Rifi hf Skarðsvík ehf REYKHÓLAHREPPUR Þörungaverksmiðjan hf ÍSAFJÖRÐUR GG málningarþjónusta ehf Harðfiskverkun Finnboga Jón og Gunna ehf Orkubú Vestfjarða ohf Samgöngufélagið-www.samgongur.is SMÁ vélaleigan Vestfjarðaleið ehf BOLUNGARVÍK Bolungarvíkurkaupstaður Endurskoðun Vestfjarða ehf SÚÐAVÍK Súðavíkurhreppur FLATEYRI Sytra ehf PATREKSFJÖRÐUR Fiskmarkaður Patreksfjarðar ehf Vesturbyggð TÁLKNAFJÖRÐUR Allt í járnum ehf Bókhaldsstofan Tálknafirði Gistiheimilið Bjarmalandi BÍLDUDALUR Hafkalk ehf HÓLMAVÍK Sparisjóður Strandamanna DRANGSNES Rúna ehf Sigurbjörg Halldórsdóttir HVAMMSTANGI Geitafell - Seafood Restaurant Alls söfnuðust 6,3 milljónir króna með átaki Hjálp ar starfs kirkj- unnar Ekk ert barn útund an í ágúst og september síðastliðnum þegar val greiðslu kröfur voru sendar í heima banka lands manna. Andvirði söfnunarinnar fer til verkefna innanlands í þágu barna sem búa við fátækt. Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör hafa mörg undanfarin ár leitað stuðnings hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að útbúa börnin í skólann. Flest sveitarfélög í landinu útvega nú skólagögn án endurgjalds og hefur aðstoð Hjálparstarfsins breyst samkvæmt því. Stuðningurinn felst nú helst í því að aðstoða barnafjölskyldur sem hafa ekki efni á að kaupa skólatöskur, hlýjan vetrarfatnað, íþróttavörur og fleira sem til fellur í upphafi skólaárs og yfir veturinn. Hjálparstarf kirkjunnar styrkir börn og unglinga undir átján ára aldri og sem búa við fátækt til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstundastarfs. Samtals 42 börn og unglingar undir átján ára aldri fengu styrk á síðasta starfsári til íþróttaiðkunar, tónlistar- náms og tómstundastarfs, meðalupphæð styrkja var 27.776 krónur. Fyrir milligöngu Hjálparstarfsins geta börn og unglingar einnig sótt sumarbúðir og sjálfstyrkingarnámskeið. Framtíðarsjóður er sérstakur sjóður Hjálparstarfsins sem notaður er til að styrkja sjálfráða ungmenni til náms sem gefur þeim réttindi til starfs eða veitir þeim aðgang að lánshæfu námi. Sjóðurinn hefur verið til frá árinu 2006 en markmiðið með styrkveitingu úr honum er að rjúfa vítahring stuttrar skólagöngu, lágra launa og fátæktar. Á síðasta starfsári nutu 58 ungmenni styrks til greiðslu skólagjalda í framhaldsskólum og fyrir bóka- og efniskostnaði. Meðalupphæð hvers styrks var 33.463 krónur. Mjöll Þórarinsdóttir og fleiri sjálfboðaliðar aðstoðuðu félagsráðgjafa Hjálparstarfs kirkjunnar við að taka til skólatöskur, nestisbox, drykkjarbrúsa, liti, yddara, strokleður o.fl. sem þarf að nota heima við eftir skóla og sem barnafjölskyldur gátu nálgast hjá Hjálpar- starfinu í upphafi skólaárs. Ekkert barn útundan – Takk fyrir frábæran stuðning við starfið!

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.