Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Side 14

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Side 14
14 Hjálparstarf kirkjunnar þakkar stuðninginn Híbýlamálun,málningarþjónusta ehf Vélvirki ehf, verkstæði HÚSAVÍK Trésmiðjan Rein ehf LAUGAR Gistiheimilið Stóru-Laugar Kvenfélag Reykdæla Sparisjóður Suður-Þingeyinga MÝVATN Mývatn Tours Mývatnssveit Vogar ferðaþjónusta KÓPASKER Vökvaþjónusta Kópaskers ehf ÞÓRSHÖFN Geir ehf BAKKAFJÖRÐUR K Valberg slf EGILSSTAÐIR Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf Gunnarsstofnun Klausturkaffi ehf Miðás ehf Myndsmiðjan ehf Rafey ehf SEYÐISFJÖRÐUR Seyðisfjarðarkaupstaður REYÐARFJÖRÐUR Fjarðabyggð Tærgesen, veitinga- og gistihús ESKIFJÖRÐUR Egersund Ísland ehf Eskja hf Fjarðaþrif ehf H.S. Lækning ehf R.H.gröfur ehf NESKAUPSTAÐUR Síldarvinnslan hf Verkmenntaskóli Austurlands DJÚPAVOGUR Berunes farfuglaheimili ehf Fornustekkar ehf HÖFN Í HORNAFIRÐI AJTEL ICELAND ehf Bessadýr ehf Höfn Inn Guesthouse Rósaberg ehf Sveitafélagið Hornafjörður Ögmund ehf SELFOSS Búhnykkur sf Búnaðarsamband Suðurlands Eðalbyggingar ehf Fossvélar ehf Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi Biskup Íslands, verndari Hjálparstarfs kirkjunnar, og tuttugu og fjórir fulltrúar prestakalla, prófastsdæma og kirkjuráðs mættu á aðalfund Hjálparstarfs kirkjunnar sem haldinn var í safnaðar- heimili Grensáskirkju laugardaginn 21. september síðastliðinn. Fundurinn hófst með helgistund í umsjón sér Maríu Guðrúnar- dóttur Ágústsdóttur sem fjallaði um gildi kærleiksþjónustu í lífi sérhverrar manneskju. Gunnar Sigurðsson, formaður framkvæmdastjórnar, setti fund- inn að helgistund lokinni og sagði frá störfum stjórnar. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar kynnti þar næst starfsskýrslu stofnunarinnar fyrir starfsárið júlí 2018 – júní 2019, félagsráðgjafar sögðu frá verkþáttum í innanlandsstarfi og fræðslufulltrúi frá áskorunum og árangri á sviði fræðslu og fjáröflunar. „Valdefling er það sem hefur raunveruleg áhrif til góðs“, sagði Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innan- landsstarfs um samvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins í Reykjavík en á hverjum mánudegi hittast 45 – 55 konur af erlendu bergi brotnar og endurnýta efni með því að sauma úr því fjölnota innkaupapoka, grænmetispoka, dúka og margt fleira. Í lok saumavinnunnar borða konurnar saman hádegismat og kynnast betur en þátttakendur í verkefninu koma frá yfir tíu þjóðríkjum. Konurnar segja að það sé gott að koma, mynda tengsl og læra nýja hluti en auk þess að sauma fá konurnar fræðslu um málefni sem þær vilja vita meira um. Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar hafa í síauknum mæli lagt áherslu á verkefni sem eru undirbúin í samráði við fólkið sem tekur þátt í þeim. Með því að sníða verkefnin að þörfum og ósk- um þátttakendanna er mun líklegra að þau leiði til árangurs og breytinga í lífi fólks; að þau séu raunveruleg hjálp til sjálfshjálpar. Eftir hádegishlé kynnti framkvæmdastjóri starfsáætlun fyrir starfsárið 2019 – 2020, fjallað var um stefnumótunarvinnu sem nú er í gangi og um heimasíðu sem er í smíðum. Hjálparstarfið fagnar 50 ára starfsafmæli þann 9. janúar 2020 og rætt var um viðburði til að fagna þeim tímamótum. Næsti fundur fulltrúaráðs Hjálparstarfs kirkjunnar verður haldinn fimmtudaginn 5. mars 2020. Í framkvæmdastjórn Hjálparstarfs kirkjunnar starfsárið 2019 – 2020 eru: Gunnar Sigurðsson, formaður (2. til vinstri), Salóme Huld Garðarsdóttir (lengst til vinstri) og Hörður Jóhannesson (ekki á mynd). Varamenn í stjórn eru Vigdís Val- gerður Pálsdóttir (lengst til hægri) og Benedikt Vilhjálmsson, (fyrir miðju) sem kjörinn var í stjórn í stað Páls Kr. Pálssonar, sem hætti eftir níu ára stjórnarsetu. Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar er 2. til hægri á myndinni. hefur raunveruleg áhrif til góðs“ „Valdefling

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.