Farmasía - 01.06.1946, Page 9

Farmasía - 01.06.1946, Page 9
I. ARG., 1. HEFTI JÚNÍ 1946 FRÁ BORÐI ritótfóranó Tímaritið. EÐ þessu hefti hefur nýtt rit göngu sína, sem engan fyrirrennara á hér á landi. Því er ætlað mikilvægt hlutverk, er vanrækt hefur verið til þessa vegna þeirra margvís- legu örðugleika, sem samfara eru útgáfu slíks rits á landi voru. Hlutverk ritsins er í fyrsta lagi að vera vísindalegt lyffræðitímarit. í öðru lagi á það að flytja upplýsingar um fræðilegar og tekn- ískar nýjungar, sem að gagni mega koma fyr- ir íslenzka lyffræði eða hafa almennt fróð- leiksgildi fyrir stéttina. í þriðja lagi er ritinu ætlað að vekja athygli stéttarinnar á réttar- farslegum umbótum og öðrum framförum lyf- fræðinnar hér á landi. í fjórða lagi er ritinu ætlað hlutverk að vinna fyrir læknastéttina með því að kynna henni ofangreind mál, er hana snerta. Ritinu er með öðrum orðum ætlað það hlutverk eitt, sem nafn þess bendir til. FARMASÍA er gefin út af Apótekarafélagi íslands í samvinnu við Lyffræðingafélag ís- lands. Sú er von útgefendanna, að ritinu verði vel tekið, svo að það megi inna af hendi köllun sína, þrátt fyrir alla örðugleika. Megi gæfa fylgja ritinu úr hlaði og verða förunautur þess um alla framtíð. Streptomycín. EÐ tilskipun, sem gekk í gildi 1. marz síðastliðinn, hefur notkun og framleiðsla streptomycins í Bandaríkjunum verið sett undir sams konar bráðabirgða eftirlit eins og áður gilti um penicillín. Tvær opinberar nefndir (National Research Council og Civilian Production Administration í Washington) hafa eftirlitið með höndum. Framleiðendur streptomycíns eru 11 í Bandaríkjunum og hafa þeir lagt fram fé til að greiða niður framleiðsluverðið, svo hægt sé að nota lyfið til tilrauna og lækninga. Síð- astliðinn september var framleiðslumagnið 3 kg en i marz um 27 kg. Nægir það í 27000 glös með 1 millj. eininga hvert. Um tveir þriðju fara til hersins og takmarkaðra nota fyrir almenning. Hitt er notað til tilrauna. Girnist íslenzkir læknar að fá eitthvað af streptomycíni, ber þeim að snúa sér til Dr. Chester S. Keefer, Evans Memorial Hospital, Boston, Mass. U. S. A., en hann stjórnar nú Úthlutun og notkun streptomycíns í Banda- ríkjunum. Gefa verður upp hlutaðeigandi sjúkdóm og sögu hans og að bæði penicilín og súlfónamíð hafi reynzt árangurslaus við hann. Dr. Keefer stjórnaði áður úthlutun penicill- íns með ágætum árangri. Búizt er við því, að framleiðsla strepto- mycíns verði komin svo vel á veg í haust, að þá vérði hægt að gefa það frjálst. Mun því verða fagnað um víða veröld, því að fundur streptomycíns myndi vafalaust hafa verið tal- inn mesta uppgötvun lyfjavísindanna, ef penicillín hefði eigi verið fundið áður. Apótek — lyfjabúð. ÓTT „ylhýra málið“ eigi fegurð og kyngi í sögu og ljóði, vefjast því margir fjötrar um fót, þegar því er beitt við tæknileg og fræðileg efni. Stafar þetta af því, hversu stuttan tíma þjóðin hefur haft til að tileinka sér seinni tíma raunvísindi og laga málið eftir þeim. FARMASÍA 1

x

Farmasía

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Farmasía
https://timarit.is/publication/1978

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.