Farmasía - 01.06.1946, Page 12

Farmasía - 01.06.1946, Page 12
magn sé notað til að hita vatnið. Sé gaslogi notaður, ber að forðast, að vatnið nái að absorbera úrgangsgufur gaslogans. Vatnið er síðan soðið varlega og destiilatinu sainað í Nesslersglas. Þegar 50 cc eru koimnir í glasið, er 2 cc af Nesslers reagent bætt í það, og þá fyrst er vatnið hirt, þegar það sýnir ekki lengur gula svörun. Því er safnað í sterílar kolbur. Um það bil 1/10 hluti vatnsins í eim- unarflöskunni er skilinn eftir. Vatnið er síð- an tilbúið til sterílisasjónar. Kalíum permanganat er sett út í til að eyðileggja og fella lífræn efnasambönd, eins og t. d. pyrogen. Natríum hydroxíð rekur allt ammóníak yfir með fyrsta hluta destill- atsins, auk þess sem það stuðlar að eyðilegg- ingu pyrogenanna. Ampúllur og önnur glerílát adsorbera pyrogen auðveldlega og standast pyrogen sterílisasjónsaðferð dönsku lyfjaskrárinnar á glerílátum (160°C í 2 klst). En talið er, að pyrogen verði óvirk við 250 °C í 40 mínútur. Mikið öryggi fæst og með því að skola ílátin með pyrogenhreinu vatni, áður en þau eru steríliseruð. Ef 10 cc af þynntri brennisteinssýru eru látnir út í 100 cc af pyrogenhreinu vatni ásamt 0,1 cc af n/20 kalíum permanganati, má liturinn ekki hverfa til fullnustu við 10 mínútna suðu. Er þetta margfalt strangari krafa um organísk óhreinindi í innspýtinga- vatni, heldur en danska lyfjaskráin gerir. Notar hún sama magn af n/10 kalíum per- manganati og suðu í 3 mínútur. 100 cc af pyrogenhreinu vatni mega ekki skilja eftir stærri leif við uppgufun en 0,5 mg, en sam- svarandi krafa dönsku lyfjaskrárinnar er 1 mg. Auk þess skal það að sjálfsögðu vera laust við klóríð, sulföt, ammóníak, kalcíum, magníum og koldíoxið, og eru það sömu kröf- ur eins og gerðar eru í Ph. D. og pH pyrogen- hreins vatns má ekki vera lægra en 5,8 og og ekki hærra en 7. Ph. D. segir „neutral". Bíologisk prófun fyrir pyrogenum er of umstangsmikil fyrir flest apótek. Er henni lýst í U. S. P. XII og er fólgin í því að prófa vatnið á kanínum, en þær eru mjög næmar fyrir pyrogenverkunum. JJá ntjja antilíóttÁa ítjf — STREPTOMYCIN KENNINGIN um heftandi áhrif einnar bakteríutegundar á aðra hefur verið kunn síðan 1877, er Pasteur og Joubert lýstu slíkum áhrifum ákveðinna sýkla á vöxt Bacillus anthracis, en fyrirbrigði þetta hefur ekki orðið viðfangsefni víðtækra rannsókna, fyrr en síðari árin, einkum eftir 1940. Hin heftandi eða banvænu áhrif stafa frá sérstöku efni, sem smáveran myndar við hæfileg skilyrði, og' síðan 1942 hafa þessi efni verið nefnd antibíotisk efni (antibiotics). Um hálf önnur tylft antibíotiskra efna hef- ur komið fram á árunum eftir 1939, en fæst þeirra eru enn komin út fyrir takmörk rann- sóknastofanna. Ennþá hafa ekki önnur reynzt hafa almenna klíniska nytsemi en penicillin, gramicidín-S (Sovét), sem náskyld er tyrothri- cíni, tyrothricín, sem skiftist í tvö sjálfstæð efni: gramicidín og tyrocidín. Verka öll þessi efni aðallega á Gram-positífar bakteríur. Auk þeirra er streptothricín og streptomycín, sem verka aðallega á Gram-negatífar bakteriur. Af þessum efnum hefur penicillin þegar gert garðinn frægan, veitt hundruðum fram- leiðenda og seljenda fullar hendur fjár, þús- undum manna atvinnu og milljónum bót meina sinna. En þrátt fyrir undramátt pen- icillins, er það máttvana gegn flestum Gram- negatífum bakteríum, (öðrum en Neissería gonorrhaea og N. intracellularis), sem marg- ar hverjar valda algengum og skæðum sjúk- dómum. UPPHAF STREPTOMYSÍNS Árið 1939 hóf Rutgers háskólinn í New Brunsvick. N. J. leit að antibíotísku efni, sem aktift væri gegn Gram-negatífum bakteríum, 4 FARMASÍA

x

Farmasía

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Farmasía
https://timarit.is/publication/1978

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.