Farmasía - 01.06.1946, Side 14
bíotiskum áhrifum streptomysins en svo er
ekki um hinn virka móðurgróður. Fyrirbrigði
þetta er þó óalgent, sé réttra vinnubragða
gætt.
Streptomycin er organiskur basi, leysanleg-
ur í vatni en óleysanlegur í eter, klóróformi
og acetóni. Úr gróðurfæðunni er það skilið á
þann veg, að það er adsorberað með koldufti,
síðan þvegið úr kolunum með veikri blöndu
af sýru og alkoholi, sem að því búnu er
neutraliseruð, filteruð og blönduð með eter.
Við það aðskilst vatnið, sem streptomycinið
er uppleyst í. Þessi vatnsupplausn er gul-,
brún, eða rauðlituð og hefur verið mikið not-
uð til tilrauna.
Úr vatnsupplausninni má vinna streptomy-
cinið hreint með tveim aðferðum. Önnur er
sú að útfella það með metyl orange (sem er
natríum salt af helianthini) sem streptomy-
cin-helianthat, er síðan má breyta í leysan-
leg sölt af streptomycini. Til þess að fá hy-
droklóríðið er helianthatið sett út í blöndu af
saltsýru og metylalkoholi. Helianthinið fellur
þá út og er skilið frá, en hydroklóríðið er
fellt út með eter. Það er hvítt duft.
Hin aðferðin er nokkru flóknari. Myndað
er streptomycin reineckat, sem síðan er
breytt í hydroklóríð eða súlfat.
STANDARDISJÓN OG EINING
Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að
ákvarða styrkleika streptomycins. Við ná-
kvæma kvantitativa ákvörðun hefur verið
notuð agar-diffusjóns aðferð með Bacillus
subtilis eða Staphylococcus aureus. Akveðst
þá styrkleiki óþekktra preparata á því,
hversu þau takmarka gróður þessara bakt-
ería, samanborið við standard.
Eining streptomycins var upphaflega skýr-
greind sem það magn, er nákvæmlega nægði
til að hindra vöxt ákveðinnar tegundar af
Escherichia coli í 1 cc. af nærandi gróður-
fæðu. E.r þessi eining nefnd S-eining. Önnur
eining, sem nefnd er L-eining, er það magn
er nægir til að hindra vöxt sömu tegundar
af E. coli í einum líter. Þriðja einingin er
nefnd G og er talin svara til 1 gm af hrein-
um basanum. Á hún einnig að svara til 1000
L eða 1 millj. S eininga. En síðan farið var
að framleiða hreint kristallað streptomycin
hefur 1 imicrog. verið talið eining, sé annað
ekki tekið fram.
Streptomycin hydroklórið er venjulega ná-
lægt 800 ein. per mg og sulfatið um 600, ef
miðað er við E. coli prófun.
Ef gerður er samanburður á streptomycini
og penicillini, ber að minnast hinna ólíku
eininga þessara efna.
Ein penicillin Oxford eining byggist á
verkun þess á Staphylococcus aureus í 50 cc
af gróðurfæðu, en eining streptomycins bygg-
ist á verkun þess á E. coli í 1 cc. Einnig ber
þess að gæta, að hinn Gram-positífi S. aureus
er miklum mun viðkvæmari heldur en hin
Gram-negatifa E. coli.
Sé um hrein kristölluð efni að ræða, svarar
1 Oxford eining til 0,6 microg. af penicillini,
en ein streptomycin eining til 1 microg. af
streptomycini.
Til þess að ákvarða magn streptomycins í
líkamsvökvum má nota sömu aðferð og höfð
er við penicillín (ræktun gróðursýnishorna
á objektglerjum og borið saman við
standard) að öðru leyti en því, að notaður er
Bacillus megatheríum í stað Streptococcus
pyogenes.
VARANLEIKI
Streptomycín hefur þann kost umfram
penicillin að þola vel áhrif umhverfisins.
Sterkar upplausnir hafa verið geymdar £
kæliskáp í meir en 6 mánuði, án þess að þær
glötuðu nokkru af styrkleika sínum.
Veikar sterílar upplausnir hafa verið
geymdar við 37° C I 17 daga og hafa reynzt
jafn góðar eftir, og þótt streptomycin upp-
lausnir séu hitaðar við 100° C í 10 mínútur,
glata þær ekki meir en 50% styrkleikans.
Sams konar viðnámsþrótt sýnir streptomy-
cin gagnvart smáverum og virðast þær engan
veginn draga úr áhrifum þess. Veikar upp-
lausnir af streptomycini, sem bakteríur og
sveppar hafa verið ræktaðar í, hafa sýnt
engu minni streptomycinverkun, heldur en
jafn sterkar sterílar upplausnir, sem geymd-
ar hafa verið á sama hátt.
6
FARMASIA