Farmasía - 01.06.1946, Side 18

Farmasía - 01.06.1946, Side 18
Sagt hefur verið frá mörgum öðrum dæm- um um bórsýrueitrun barna og fullorðinna og vegna þessara slysa hefur verið bannað að nota bórsýru á fæðingadeildum sjúkra- húsa í fylkinu Illinois og vitað er um sjúkra- hús í öðrum fylkjum (Michigan University Hospital), sem gert hafa slíkt hið sama vegna slysa af völdum bórsýru. Einn læknir hefur talið sig geta rakið bór- sýrueitrun í hvitvoðungum til bórvatns á brjóstvörtum mæðranna. Fyrir þremur árum brann veitingahús í Boston (Cocoanut Grove) og með því mikill fjöldi gesta. Til að græða sár þeirra, sem af komust, var 10% bórsýrusmyrsli mikið notað og einnig bórvatns þrýstibakstrar. Að því er brunasárin snerti var árangurinn svo góður, að skýrsla um lækninguna var send læknum flotans til eftirbreytni. En hjá mörgum sjúk- linganna kom smám saman í ljós eitrun, er rakin var til bórsýrunnar. Athugun leiddi í ljós, að þvag 20 sjúklinga, sem höfðu brunasár, er þöktu 4% eða meir af yfirborði líkamans og fengið höfðu smyrslið, innihélt 2 gm af bórsýru á sólarhring. Þvag þeirra, sem fengið höfðu bórsýrubakstrana, innihélt mun meira. Var það athyglisvert, að þvagið innihélt þeim mun meiri bórsýru, sem smyrslið eða bakstrarnir höfðu verið notaðir lengur. Sýndi það, að sýran safhaðist fyrir í líkamanum. Þessi reynsla varð til þess, að yfirvöldin beittu sér gegn notkun bórsýru við græðslu ■brunasára. Talið er, að toxískt magn fyrir fullorðna sé 15—20 gm og 5—6 gm fyrir ungbörn. Eitr- unareinkenni brjótast venjulega út á 4—5 dögum og getur sjúklingurinn andazt allt að 5 sólarhringum eða meira, eftir að tekið hef- ur verið fyrir orsök eitrunarinnar. I tímariti Ameríska læknafélagsins frá 26. maí 1945 er skýrt frá rannsóknum á bórsýru- eitrun og eru niðurstöðurnar m. a. þessar: 1) Líkaminn absorberar bórsýru í toxísk- um skömmtum úr bórsýrusmyrsli, sem borið er á brunasár eða önnur þau sár, þar sem hörundið hefur farið af á stór- um svæðum. 2) Ur 5% bórsýruupplausn, sem notuð hef- ur verið til skolunar, absorbera vefirnir alla sýruna. 3) Einn skammtur af bórsýru veldur ekki ætíð eitrun, þótt stór sé, en endurtekn- ir skaimmtar safnast fyrir í líkamanum, aðallega í heilanum, lifrinni og líkams- fitunni. 4) Þau líffæri, sem einkum spillast af bór- sýru, eru: Lifrin, nýrun, húðin, en þó mest heilinn og mænan. 5) Sem móteitur eru aðallega notaðir stór- ir skammtar af isotoniskri upplausn af NaCl, KCl og CaCl2 (Ringers upplausn) með blóðplasma. Enda þótt varúðar þurfi einkum að gæta við særða húð, hefur þó verið sannað, að heilt hörund absorberar einnig nokkura bór- sýru, a. m. k. úr upplausn. 2,5% bórsýruupplausn heftir vöxt flestra bakteríutegunda og hefur sýran því antisept- ískt gildi, en disinfektant gildi hennar er ekkert, því að jafnvel 4% upplausn getur ekki drepið á heilum sólarhring viðkvæmar bakteríur eins og anthrax bacillus. Með því að mörg efni eru til, sem hafa sama eða meira gildi en bórsýra sem sóttvarn- arefni, en eru laus við þær hættur hennar, sem hér hefur verið stuttlega lýst, hafa margir lagt það til, að bórsýrunotkun verði lögð niður og bórsýra og bórax tekin úr lyfjaskrám. UNNRA hefur notað amínosýrublöndur og protein hydrolysöt til þess að bjarga lífi hungraðra manna. Fundizt hefur annað nota- gildi þessara efna, sem að atenennu gagni mun koma, þegar UNNRA hefur mett fólkið. Ýmsar tegundir sára gróa fyrr, ef sjúkl- ingnum er gefin þessi efni sem innspýting eða inntaka og koma þau einkum að gagni við uppskurði og magasárum. ★ Næstum tvisvar sinnum fleiri Bandaríkja- þegnar dóu af völdum krabbameins á stríðs- árunum, heldur en Bandaríkin misstu í stríð- inu. 10 FARMASÍA

x

Farmasía

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Farmasía
https://timarit.is/publication/1978

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.