Farmasía

Ataaseq assigiiaat ilaat

Farmasía - 01.06.1946, Qupperneq 19

Farmasía - 01.06.1946, Qupperneq 19
ATHYGLISVERÐ IAPÓTEKUNUM hafa verið framleidd og prófuð eftirfarandi lyf: Suspensio aluminii hydroxydi er sama lyfið og „Gelatum alumnini hydr- oxydi“ U.S.P. XII. Það er 3,6—4,4% suspen- sjón af Al.,0,, (aðallega sem oxíð bundið vatni) í vatni, bragðbætt með piparmyntuol- íu og varin með. natríum benzoati. Formúlan er eftirfarandi: I. Alum. kal. sulf. gm 1000 Aqva comm. bull. — 10.000 Filtrerist. II. Natr. carb. sicc. —• 450 Aqva comm. bull. —■ 5000 Filtrerist. III. Aetherol. Menth. pip. — 0,3 Glycerin — 120 IV. Natr. benzoas — 12 Aqva comm. —• 240 II er sett út í I (báðar vel heitar) og hrært vel saman. Botnfallið er þvegið vel með heitu vatni, þar til það er sulfatlaust. Er þá II og IV bætt saman við og að lokum vegið með vatni upp í 2,4 kg. Suspensjónin skal upp- fylla kröfur U.S.P. XII og geta þeir, sem vilja, fengið forskrift að þeim frá FARMA- SÍU. Suspensio aluminii phosphatis er 3,8—4,2% suspensjón af AIPO^ í vatni, bragðbætt með kanelolíu og varin með natr- íum benzoati. Formúlan er eftirfarandi: I. Alum. kal. sulf. gm 1000 Aqva comm. bull. — 10.000 Filtrerist. II. Natr. phosph. secund. — 580 Natr. carb. sicc. —• 135 Aqva comm. bull. — 5000 Filtrerist. III. Aetherol. Cinnamomi Ceylanici gm 0,3 Glycerin gm 300 IV. Natr. benzoas — 30 Aqva comm. — 170 II er sett út í I (báðar vel heitar) og hrært vel saman um leið. Botnfallið er þvegið' vel með heitu vatni, þar til það er sulfatlaust. Er þá III og IV bætt saman við og að lokum vegið með vatni upp í 6 kg. Suspensjónin skal uppfylla kröfur N.N.R. og geta þeir, sem vilja, fengið forskrift að þeim frá FARMASÍU. Um ofangreindar suspensjónir segir Lyf- fræði- og læknaráð Ameriska læknafélagsins meðal annars: Aluminíum hydroxíð suspensjón hefur reynzt góður maga-antacid og eyðir saltsýru magans með kemiskri reaksjón. Suspensjónin lækkar ekki sýrumagn magans svo mikið, að það hafi áhrif á meltingarstarf pepsíns eða að það valdi gagnverkandi sýruaukningu. Ekki veldur hún heldur systemískri alkaliza- sjón eins og algengt er um venjuleg sýrueyð- andi efni og er helzti ókostur þeirra. Amfót- erískt eðli aluminíumhydroxíðs hefur ekki klíniskt gildi, vegna þess, að hydroxíðið verk- ar ekki sem sýra í öðrum vökvum én þeim, sem hafa pH yfir 9, en slíkt pH kemur ekki fyrir í meltingarfærunum. Hins vegar kemur hin svo nefnda stuðpúðaverkun aðeins fyrir við pH nálægt 4. Gert er ráð fyrir því, að súra aluminíum klóríðið, sem suspensjónin myndar með magasýrunni, klofni í þörmunum og klóríðið absorberist. Álitið er, að samherpandi og mýkjandi eiginleikar suspensjónarinnar hafi nokkurt staðbundið gildi fyrir peptxnskt magasár. Svo sem er um aluminíumsambönd al- mennt absorberast alum. hydroxið ekki úr meltingarfærunum svo teljandi sé, og hefur því engin toxisk áhrif, en samherpandi eig- inleiki þess kann að valda hægðateppu. FARMASÍA 11

x

Farmasía

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Farmasía
https://timarit.is/publication/1978

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.