Farmasía - 01.06.1946, Page 20

Farmasía - 01.06.1946, Page 20
Tilraunir hafa bent til þess, að aluminíum sambönd kunni að hefta absorpsjón ákveð- inna steinefna og geti valdið fosfórskorti, með því að bindast fosfötum fæðunnar í melting- arfærunum. Þessa gætir þó eigi, nema fæðan sé sérlega snauð af fosfötum eða sjúkling- urinn haldi ekki fæðunni vegna niðurgangs. Hefur þetta því ekki áhrif á notagildi suspen- sjónarinnar við einfalt (uncomplicated) pep- tínskt magasár eða við of mikilli magasýru, því að sú fæða, sem notuð er undir slíkum kringumstæðum, er venjulega rík af fosfötum. Aluminíum hydroxíð suspensjón er notuð í meðferð peptínsks magasárs (í maga og duodenum) til þess að græða, draga úr sárs- auka og hefta blæðingar. Einnig er hún not- uð til þess að eyða of mikilli magasýru, sem stafar af systemiskum völdum. Notkun henn- ar við öðrum kvillum í meltingarfærum er talin hafa vafasamt gildi. Aluminíum hydroxíð suspensjón er gefin í 4—8 cc skömmtum í hálfu glasi af vatni eða mjólk á tveggja til fjögurra stunda fresti eða hálfri til einni stund eftir máltíðir. Einnig er það blandað með 2 til 3 hlutum vatns og gefið í dropatali gegn um magaslöngu, 15—20 dropa á mínútu eða alls 1500 cc af blöndunni á sólarhring. Aluminíum fosfat suspensjón verkar eins og aluminíum hydroxíð suspensjón en hefur eng- in áhrif á fosfat absorpsjónina. Hins vegar er sýrubindandi hæfileiki hennar meir en helm- ingi minni en alum. hydroxíð suspensjónar- innar. Er álitið að fosfat suspensjónin sé betri en hin við magasári, þegar skortur er á pancreas safa eða sjúklingurinn þjáist af nið- urgangi og hefur mataræði, sem gefur ófull- nægjandi fosfatmagn. Er og álitið, að ekki komi að sök við meðferð magasárs, þótt sýru- bindandi hæfileiki fosfat suspensjónarinnar sé minni en hinnar. Aluminíum fosfat suspensjón er gefin í 15 —20 cc skömmtum (1—2 matsk.) .óblönduð eða með mjólk eða vatni á tveggja stunda fresti, meðan magasárið er á aktífu stigi. Síð- ar eru gefnar 3 matskeiðar fjórum sinnum á dag (með eða eftir máltíðir og við háttatíma) eða 2 matskeiðar 6 sinnum á dag (með eða milli máltíða og við háttatíma). HYDROFIL SMYRSLI Venjulegir smyrslagrunnar eru feitir og hydrofob. Það er ekki hægt að þvo þá hæg- lega af með vatni. Eftirfarandi hydrofil smyrslisgrunnur hefur verið mikið notaður í amerískum sjúkrahús- um og mun verða tekinn upp í næstu lyfja- skrá Bandaríkjanna (U. S. P. XIII): Stearyl alkohól gm 25 Hvítt vaselín — 25 Glycerín — 12 Natríum lauryl-sulfat — 1 Methyl-p-oxybenzoas — 0,025 Propyl-p-oxybenzoas — 0,015 Eimað vatn, upp í — 100 Stearyl alkóhólið og hvíta veselínið er brætt saman í vatnsbaði við 75 "C. Lauryl-sulfatið og benzoötin eru leyst upp í glyceríninu og vatninu við sama hitastig og blöndurnar eru síðan hrærðar saman, þar til smyrslið er orð- ið kalt. Smyrslisgrunur þessi er talinn hafa reynzt því úr fötum og af hörundi með vatni. Smyrslagrunnur þessi er talinn hafa reynzt vel og er sagt, að virk efni absorberist mun betur úr honum en feitum grunnum, einkum í sárum. OCULOGUTTAE PENICILLINI Natrii penieillinum 10,000 ein. Methyli-p-oxybenzoas gm 0,03 Natrii chloridum — 0,18 Aqva dest. steril. 20 cc Benzoatið og natríum klóríðið er leyst í steríla eimaða vatninu, upplausnin filtreruð og steríliseruð í autoklava. Þegar upplausnin er orðin köld, er penicill- íninu bætt aseptískt saman við. Augndropaglasið verður að vera úr alkalí- hreinu gleri. Augndroparnir eru virkir í mesta lagi viku- tíma, enda þótt þeir séu geymdir við hita undir 10 stigum. OCULENTUM PENICILLINI Natrii penicillium 100,000 O.E. Paraffinum liqv. tenúe gm 10 Adeps lanae — 25 Vaselinum album ad — 100 12 FARMASÍA

x

Farmasía

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Farmasía
https://timarit.is/publication/1978

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.