Farmasía - 01.06.1946, Page 22
MIXTURA
concentrata
Thiouracil er nýlegt antithyroid lyf, sem
nú er mjög mikið notað, en er fremur toxískt.
Reynt hefur verið að nota thiobarbital í stað
þess (5,5-diethyl-2-thiobarbitur sýra), en það
hefur reynzt engu síður toxískt. Thiouracll
hefur einnig hjálpað mörgum, sem þjást af
angina pectoris. í stað thiouracil er nú farið
að nota methyl-thiouracil (4 — methyl — 2
— thiouracil) þar eð það er ekki ein toxískt.
★
Amethón er nýtt antispasmotískt lyf, sem
gefizt hefur mjög vel til að fróa þjáningar af
völdum gallsteina og stuðla að því, að þeir
gangi sjálfkrafa niður. Það er 3—(beta-
diethylaminoethyl) — 3 phenyl — 2 —
benzofuranon hydroklóríð og dregur úr
spennu sléttu vöðvanna.
★
Við tannlæknaskóla einn í Ameríku tuggðu
55 stúdentar tyggigúmmí stráð með k-vita-
míni, í 10 mínútur eftir máltíð dag hvern í
18 mánuði. 45 stúdentar aðrir gerðu slíkt hið
sama, en fengu ekkert k-vítaimín.
Þeir sem höfðu k-vítamínið, fengu 60—90%
færri tan'nholur en hinir, á ’þessu tímabili.
★
Ef skurðlæknar almennt notuðu kalíum
bítartrat á skurðhanzkana sína í stað talkúms,
væri hugsanleg orsök blóðtappatilfella, sem
frá talkúmi stafar, útilokuð, því að kalíum
bítartrat, sem kemst inn í blóðið, leysist upp,
en talkúm gerir það ekki.
★
Dilantin eða diphenylhydantoin hefur verið
notað undanfarin ár við flogaveiki. Nú ér
nýtt lyf, tridión, komið á markaðinn, og hefur
reynzt mjög vel við þeim tegundum floga,
peti mal, myoclonic og akinetíc, sem dilantín
eða önnur flogastillandi lyf hafa lítil eða
engin áhrif á.
Við grand mal flogum er tridión hins veg-
ar gagnslaust. Undarlegustu áhrif tridións eru
þau, að sjúklingnum sýnast allir hlutir þaktir
snjóföl.
★
BAL er brezkt lyf, sem vernda átti þegna
Bretakonungs gegn þýzku eiturgasi. Fleiri
þegnar hans héldu þó lífi fyrir það, að Hitler
notaði aldrei eiturgas og nú er BAL notað
með góðum árangri, til þess að bjarga lífi
sjálfsmorðingja og annarra, sem gleypt hafa
arsenik. BAL er 2,3,-dithiopropylalkohól.
★
Krabba-vírus.
Þrátt fyrir kynni manna af krabbameini
kynslóð eftir kynslóð, hefur þekkingin á því
lítið aukizt.
Það litla, sem vitað er með vissu, er það,
að krabbamein er óeðlilegur frumuvöxtur, að
oft má lækna það með uppskurði, röntgen-
geislum eða geislavirkum efnum, ef það er
tekið nógu fljótt.
Umfram þetta hafa leyndardómar þess ver-
ið huldir svörtu tjaldi vanþekkingar.
Ofurlítil rifa kom í þetta tjald fyrir
skemmstu, er dr. John Bittner (sérfr. í bakt-
eríufr. og ónæmisfr.) og dr. Robert Green
(erfðafr. og krabba-biologist) 'við Minnesota
Háskóla birtu skýrslu um 10 ára krabba-
meins' rannsóknir sínar.
Árangur rannsókna þeirra er sá, að þeir
hafa fundið filtranlegan vírus, sem veldur
krabba í músum, og hafa framleitt serum, er
drepur vírusana in vitro.
Bittner hóf þessar rannsóknir fyrir 10 ár-
um og fann svo nefndan mjólkur-þátt (fact-
or), sem borizt gat með mjólkinni frá
krabbameinssjúkum mæðrum til unganna.
Þennan „mjólkur-þátt“ álítur Bittner vera
vírus, enda fellur hann undir skilgreiningu
á vírus:
1. Vex aðeins í lifandi frumum.
2. Er of lítill til að sjást í smásjá.
14
FARMASÍA