Farmasía - 01.06.1946, Qupperneq 24
Akriflavín (euflavín) er nefnt akriflavín
basi, neutralt akriflavín, „Gonacrine" og
„Neutroflavíne". í upplausn er það þó hvorki
basískt né neutralt, heldur súrt og er pH
upplausnanna frá 3 til 5.
Akriflavín hydroklóríð (eða súrt akrifJav-
ín, súrt trypaflavín) er löggilt í N.F. VII og
er greint sem blanda af hydroklóríðum of-
angreindra efna. í ensku lyfjaskránni (Br.
Add. I) er akriflavín hydroklóríð greint
undir nafninu akriflavín. Getur sú nafngift
valdið ringulreið.
Súlfatið, og stundum hydroklóríðið, af
„kjarna" þessara efna, 2,8-díamíno-akridíni,
er nefnt próflavín og er súlfatið löggilt í
ensku lyfjaskránni (B.P. Add. IV). Upp-
lausnin af próflavíni 1—1000 hafa pH nálægt
2,5.
Þessi akridín derívöt hafa ekki sérlega
mikla bakteríudrepandi verkun, en bakteria-
heftandi verkun þeirra er mjög mikil (upp-
lausn 1—1000000 heftir vöxt streptococca).
Þó ber þess að gæta, að blóðið dregur úr
þessum eiginleikum.
Upplausnir af akriflavíni (euflavíni), akri-
flavín hydroklóríði og próflavíni eru bæði
toxískar og ertandi. Stafar ertingin einkum
af sýruverkuninni og er því betra að neu-
tralisera upplausnirnar með natríum bíkarb-
onati eða að setja stuðpúða í þær og einnig
að hafa þær ísotonískar.
Til sáraaðgerða er notuð 1—1000 ísotonísk
upplausn (sbr. DD’38). Til augna aðgerða er
notuð 1—1000 upplausn til 1—4000 með 1,4%
af NaCl. Við urethritis er notuð innspýting
með 1-—1000, eða útskolun byrjandi með 1-—
8000 upp í 1—4000. Við hálskvillum er úðað
eða penslað með 1—2000 upplausn.
Til þess að draga úr toxískum yerkunum
og ertingu hefur verið framleitt í Englandi
próflavín monohydroklóríð og próflavín
hemísúlfat (M&B) og í Bandaríkjunum
„Proflavine" (2,8-díamínoakridín monohy-
drogen súlfat) (N.A.D., All. Chem. Corp.).
Eru efni þessi neutral gagnvart lakmus og
eru notuð án ísotóíseringar og stuðpúðunar.
Munu þau fyrrnefndu vera fáanleg í íslenzk-
um apótekum.
★
Vélaverkfæri,
Handverkfæri,
Málmar,
Skrúfboltar,
Vclareimar.
G. J. Fossberg
vélaverzlun h.f.
Vesturgötu 3, Reykjavík
Símar 3027 & 2127
Símnefni „Foss“
flytur blaða fyrst og ítarlegastar fréttir
af innlendum og erlendum viðburðum,
og er ásamt Lesbók, lang fjölbreyttasta,
fróðlegasta og skemmtilegasta blað
landsins.
Morgunblaðið er helmingi útbreiddara
en nokkurt annað íslenzkt blað.
Þess vegna bezta auglýsingablaðið.
16
F ARMASÍA