Mosfellingur - 09.05.2024, Page 6

Mosfellingur - 09.05.2024, Page 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur tekið ákvörðun um að loka Mosfellskirkju tíma- bundið. Ástæðan er sú að rakaskemmdir og mygla fannst þegar verkfræðistofan Efla var fengin til að kanna ástand kirkjunnar. „Nefndin bað um úttekt á ástandi kirkj- unnar, kirkjan er komin til ára sinna og ljóst er að hún þarfnast mikils viðhalds,“ segir Ólína Kristín Margeirsdóttir formaður sóknarnefndar Lágafellssóknar. „Niðurstöður Eflu voru meðal annars að það eru víðtækar rakasemmdir og að það þurfi að fara í gagngerar endurbætur á byggingunni. Við tókum þá ákvörðun að loka Mosfellskirkju tímabundið á meðan verið er að taka ákvörðun um hvað skuli gera. Það er ljóst að þessar framkvæmdir eru kostnaðarsamar og það þarf að vera til peningur fyrir því sem þarf að gera. Báðar kirkjurnar okkar eru komnar til ára sinna og því mikill viðhaldskostnaður til staðar. Nýverið var skipt um þak á Lágafells- kirkju og ljóst er að fljótlega þarf að skipta þar um glugga og fleira,“ segir Ólína að lokum og nefnir að jafnvel þurfi að stofna til söfnunar meðal almennings fyrir fram- kvæmdum Mosfellskirkju. Rakaskemmdir og mygla • Þarfnast mikils viðhalds Mosfellskirkju lokað vegna raka M yn d/ Ra gg iÓ la mosfellskirkja í mosfellsdal Samningur um innri frágang og innrétting- ar við íþróttahús sem tilheyrir Helgafells- skóla hefur verið undirritaður við fyrirtækið Land og verk ehf. Um er að ræða síðasta áfanga í uppbygg- ingu íþróttahúss skólans sem er nýbygging og alls um 1.000 m2 sem skiptast þannig að íþróttasalur er 600 m2, rými í aðliggjandi íþróttasal eru í heildina 150 m2 og bún- ingsklefasvæði 250 m2. Tilboðsfrestur vegna útboðs í verkið rann út þann 14. mars síðastliðinn og voru þrír aðilar sem sendu inn tilboð, Land og Verk ehf., E. Sigurðsson ehf. og Stéttafélagið ehf. Kostnaðaráætlun var 292.800.509 kr. en lægsta tilboð var uppá 312.861.865 kr. og kom frá fyrirtækinu Land og Verk ehf. Myndin er frá undirritun samninga. Efri röð: Illugi Þór Gunnarsson verkefnastjóri hjá Eignasjóði, Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs, Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla, Marvin Ingi Einarsson verkefnastjóri Land og Verk og Hafþór Sigtryggsson deildarstjóri fram- kvæmdasviðs Land og Verk. Neðri röð: Berglind Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Lands og Verks og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Síðasti áfangi í byggingu íþróttahúss við Helgafellsskóla Samið um innréttingar í nýju íþróttahúsi skrifað undir í íþróttahúsinu SumarblómaSala DalSgarðS hefSt 24. maí í Dalsgarði í Mosfellsdal Mikið úrval af fallegum sumarblómum Opið alla daga frá 11-18 Glæsileg túlípanasýning Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar og gróðrastöðin Dalsgarður í Mosfellsdal stóðu fyrir túlípanasýningu í Kjarna í lok apríl. Á sýningunni voru 90 tegundir af túlípönum sem ræktaðir eru í Dalsgarði. Sýningin vakti mikla athygli og lífgaði upp á tilveruna. blómleg sýning í kjarna

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.