Mosfellingur - 09.05.2024, Blaðsíða 30
- Fréttir úr bæjarlífinu30
Það ætti ekki að hafa farið fram
hjá neinum að sólin hefur
hækkað á lofti og hljóðin úti
breyst, við heyrum í börnum
leika sem er hinn sanni vorboði
og um leið er erfiðara að halda
þeim að heimanámi. Eftir lang-
an vetur þráum við frí.
Einn þáttur ætti alls ekki
að fara í frí en það er lestur. Lestur er
undirstaða náms og með lestri er verið
að auka orðaforða og lesskilning. Við
lestur bóka dýpkar orðaforði sem er
undirstaða góðs lesskilnings.
Nú gengur sumarið í garð og losnar
um rútínuna sem einkennir vetrarstarf-
ið. Mikilvægt er að muna eftir lestrinum
því annars er hætt við að árangur vetr-
arins glatist. Á sumrin bjóðast tækifæri
til þess að brjóta upp lestrarstundirnar.
Stöldrum við og sýnum lestrarefni barn-
anna áhuga til dæmis að ræða við þau
um það sem er verið að lesa.
Börn á öllum aldri vilja að lesið sé
fyrir þau og með þeim. Eflum skilning
þeirra á því sem þau eru að
lesa til dæmis með samtali um
bækur eða lesa það sem fyrir
augu ber eins og auglýsingar,
mataruppskriftir, matseðil eða
draga fram uppáhaldsbókina
og lesa hana aftur. Við sýnum
þannig að lestur er alls staðar.
Megin markmiðið er að
taka ekki frí og gera lestrarstundir að
jákvæðri samverustund sem allir njóta
og sýnum gott fordæmi með því að lesa
sjálf. Að setjast niður með bók í hönd er
töfrastund sem gefur okkur tækifæri til
þess að fræðast og gleðjast.
Lestur er kjarninn í öllu námi og nýt-
um tímann fram undan til þess að njóta
þess að lesa, lærum að nota tækifærin
sem bjóðast. Með lestri erum við að
gefa börnunum okkar bestu gjöf sem
við getum gefið þeim.
Kæru íbúar Mosfellsbæjar
Gleðilegt lestrarsumar
Kristín Edda Guðmundsdóttir,
ráðgjafi í skólaþjónustu Mosfellsbæjar
Sumarið er tíminn
- til þess að lesa
fræðsluskrifstofa mosfellsbæjar
skóla
hornið
Íslandsmótið í sveitakeppni í bridge fór
fram í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
dagana 25.-28. apríl. Sveit InfoCapital
gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Íslands-
meistaratitilinn. Sveit Tick Cad ehf
hafnaði í 2. sæti og sveit Kjörís í 3. sæti.
Íslandsmótið
í bridge í Fmos
Sunnudaginn 14. apríl fór fram Íslandsmót
skólasveita í skák í Rimaskóla. Lágafellsskóli
sendi lið í keppnina fyrir 8.-10. bekk. Tefld-
ar voru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu
og höfðu leikmenn 10+2 mín umhugsunar-
tíma. Fjórir skipa hvert lið og eftirfarandi
nemendur skipuðu lið Lágafellsskóla:
Vignir Óli Gunnlaugsson, Jóel Tobiasson
Helmer, Arnar Bjartur Valdimarsson og
Hrafn Elí Arndal Maríuson úr 8. bekk.
Alls kepptu 22 sveitir á mótinu og Skák-
sveit Lágafellsskóla endaði í 6. sæti. Flottur
árangur hjá strákunum og er skólinn virki-
lega stoltur af þeim og árangri þeirra.
Kepptu á Íslandsmóti í skák
skólasveit lágafellsskóla
Þann 23. apríl fór 4. árgangur í Varmárskóla
í langþráð skólaferðalag til Vestmanna-
eyja.
„Aðdragandi ferðalagsins var langur en
skemmtilegur en við höfum verið að læra
um eldgos í vetur. Við vildum fræðast meira
og úr varð að ákveðið var að fara til Vest-
mannaeyja og læra um eldgosið í Heimaey
og hvaða áhrif það hafði á samfélagið þar.
Farið var í að safna fyrir ferðinni, haldin
var myndlistarsýning með vöfflusölu og
söfnuðum við líka dósum. Þetta tókst hratt
og vel og ferðin sett á dagsskrá. Farið var
með rútu til Landeyja og Herjólfi þaðan til
Eyja. Veðrið lék við okkur allan tímann.
Í Eyjum heimsóttum við Eldheimasafnið
þar sem hægt var að skoða hús sem hafði
verið grafið upp úr hrauninu. Þaðan var
farið í Herjólfsdal þar sem við gátum leikið
okkur og svo skoðuðum við Herjólfsskála.
Þar lærðum við um landnámsmanninn
Herjólf og hans fólk. Við fengum tækifæri
til að heimsækja mjaldrana í Sealife. Þeir
léku á als oddi og sýndu listir sínar. Við
keyrðum um eyjuna og sáum öll helstu
kennileiti eyjanna.
Stakkó og Vigtartorg voru skemmtilegir
staðir fyrir samveru og nutum við þess
að leika okkur saman. Heimleiðin gekk
líka eins og í sögu enda sjórinn sléttur og
útsýnið stórbrotið. Allir fóru sáttir og sælir
að sofa um kvöldið enda mikil ævintýraferð
að baki.
Bestu kveðjur frá umsjónarkennurum
4. bekkjar í Varmárskóla.
Nemendur í skólaferðalag
til Vestmannaeyja
heimferð í herjólfi