Mosfellingur - 09.05.2024, Page 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Stjórn FaMoS
Félag aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Vor sýning
Hlaðhömrum 2, 23. maí - 30. maí.
Sýning verður á listaverkum sem
gerð hafa verið í vetur á námskeiðum
hjá okkur í félagsstarfinu. Leirmunir,
glerverk, postulín, perlur og myndlist
verða til sýnis. Sérstök opnun
sýningarinnar verður 23. maí kl. 14.30
og mun sýningin standa í viku eða
dagana 23.-30. maí í handverksstofu
félagsstarfsins milli 11-16 virka daga
Hlaðhömrum 2. Vakin er athygli að
opið verður laugardaginn 25. maí 13-
15. Nú er tækifæri til að sjá hvað er í
kennt á þessum vinsælu námskeið-
um. Allir hjartanlega velkomnir. Sjón
er sögu ríkari.
Hittumst í Hlégarði
Minnum á að opnun í Hlégarði á
þriðjudögum verður út maímánuð.
Verið velkomin í Hlégarð Þriðjudaga
frá kl 13-15. Höldum svo áfram okkar
þriðjudagsopnun í Hlégarði aftur í
haust.
Postulín og tiffanys
Postulíns hópurinn og Tiffanys
hópurinn fara í sumarfrí 3. og 4. júní.
Byrjum svo aftur í haust.
gönguhópur
Minnum á gönguhópinn okkar sem
er alla miðvikudaga kl. 10.30 frá
Hlégarði allir velkomnir með.
Fjölbreytt vordag-
skrá á Gljúfrasteini
Nú hækkar sól í Mosfellsdal og af
því tilefni er blásið til fjölbreyttrar
vordagskrár á Gljúfrasteini.
Viðburðir er haldnir á safninu alla
laugardaga frá 20. apríl til 25. maí.
Hver viðburður stendur í um það bil
klukkustund og er frítt inn.
Næstu viðburðir:
11. maí, kl. 14 - Listaverkaleiðsögn.
Ólafur Ingi Jónsson forvörður á
Listasafni Íslands.
18. maí, kl. 14 - En þeim á ég flest
að þakka. Sunneva Kristín Sigurð-
ardóttir og Guðný Dóra Gestsdóttir
fjalla um Erlend í Unuhúsi og Auði
Laxness.
25. maí, kl. 14 - Hönnun og
arkítektúr. Birta Fróðadóttir heldur
lifandi leiðsögn um hönnun og
arkitektúr á Gljúfrasteini.
jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Þorsteinn Birgisson gjaldkeri
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
ólafur guðmundsson meðstjórnandi
s. 868 2566 polarafi@gmail.com
Ingibjörg g. guðmundsdóttir varamaður
s. 894 5677 igg@simnet.is
Hrund Hjaltadóttir varamaður
s. 663 5675 hrundhj@simnet.is
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2023
var lagður fram á fundi bæjarráðs 15. apr-
íl. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 341
milljón.
„Reksturinn er í góðu samræmi við fjár-
hagsáætlun en árið einkenndist af miklum
framkvæmdum, meðal annars byggingu
nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla,
byggingu íþróttahúss og gatnagerð,“ segir í
tilkynningu frá Mosfellsbæ.
Þá tók Mosfellsbær yfir rekstur Skálatúns,
heimilis fyrir fatlaða íbúa þann 1. júlí 2023
en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn
eru 110 í 70 stöðugildum.
rekstrarniðurstaða ársins jákvæð
Tekjur ársins námu alls 20.305 millj-
ónum, launakostnaður 9.466 milljónum,
hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 millj-
ónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721
milljónir og nemur framlegð því 2.684
milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og
nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði
2.095 milljónum.
Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og
tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var
rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um
341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935
milljónir eða 9,5% af tekjum.
Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og
eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið
er 94,5% og er því vel innan þess 150% há-
marks sem kveðið er á um í lögum.
Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285
milljónum eða 330 milljónum meira en
gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam
kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuld-
bindinga 433 milljónum.
Fræðslu- og uppeldismál umfangsmikil
Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann
1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr
sjöunda fjölmennasta sveitarfélag lands-
ins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782
stöðugildum í árslok 2023.
Fræðslu- og uppeldismál eru umfangs-
mesti málaflokkurinn og til hans var varið
8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til
félagsþjónustu var veitt 3.434 milljónum
eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin
framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Loks
eru íþrótta- og tómstundarmál þriðja um-
fangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra
var ráðstafað um 1.722 milljónum eða
10,9% skatttekna.
Sterk staða sveitarfélagsins
„Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu
sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að
lækka úr 104,4% í 94,5% á milli ára, segir
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
„Á sama tíma erum við vissulega að kljást
við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun
fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum
áherslu á að veita góða þjónustu og við
erum með einna lægstu gjöldin þegar kem-
ur að þjónustu við barnafjölskyldur.“
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 lagður fram • Í góðu samræmi við áætlun
341 milljón króna afgangur
af rekstri mosfellsbæjar
bærinn í plús
MOSFELLINGUR
kEmur næst
út 6. júní.
mosfellingur@mosfellingur.is