Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 10

Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 Markaðurinn í Mosskógum í Mosfellsdal sem opin hefur verið á laugardögum í júlí, ágúst og fram í september síð- astliðin 30 ár verður ekki opin í sumar. Markaðurinn er stór hluti af sumarhefðum margra og því ljóst að missirinn er mikill. Jón Jóhannsson eða Nonni í Dalsgarði hefur verið potturinn og pannan í markaðshald- inu öll 30 árin. „Þetta er búin að vera ágætis törn og erfið ákvörðun að taka því þetta hefur gefið mér mikið og stór félagslegur þáttur í lífi margra sem komu hér til að fá sér kaffibolla og kíkja á mannlífið, ekki síður en kaupa grænmeti og annan varning“ segir Nonni. Mikil bílaumferð um dalinn „Þróunin hefur verið mikil á þessum árum og það hefur tekið tíma að byggja þetta upp en allt rennur sitt skeið. Traffíkin hefur oft og tíðum verið það mikil að bílum er lagt hingað og þangað og hafa truflað þannig eðlilega umferð um dalinn. Ég hef stundum verið kominn út á þjóðveginn að reyna að stjórna umferðinni. Við þurfum að taka tillit til nágranna okkar sem þurfa að hafa aðgang að sínum heimilum.“ Blómleg ferðaþjónusta „Í raun var þetta bara orðið of mikið, þetta var ekki bara að standa og selja á laugardögum heldur mikill undirbún- ingur og svo frágangur að lokum. Það var kominn tími á að endurbyggja markaðssvæðið og fleira. Við rekum hér líka blómlega ferðaþjónustu sem vex og dafnar með hverju ári. Hingað fáum við fjölda ferðamanna bæði innlenda og erlenda og mikil ánægja meðal gesta okkar. Við leggjum okkur fram um að gera umhverfið sem huggulegast og stílum mikið upp á fjölskyldufólk,“ segir Nonni og tekur fram að það séu fjölmargir fastagestir, sér- staklega landsbyggðarfólk, sem kemur aftur og aftur. Þakklæti efst í huga Nonni segir að þakklæti sé honum efst í huga til allra þeirra sem hafa lagt markaðnum lið og komið að þessu með okkur á síðustu 30 árum. „Við fengum mikil viðbrögð þegar við tilkynntum að markaðurinn yrði ekki áfram. Það komu fjölmörg skilaboð með þökkum og öðrum skemmtilegum skilaboðum. Nú höfum við sumarið til að hugsa okkar gang, kannski gerum við bara eitthvað annað hérna á svæð- inu. Íhugum hvort að við séum nógu ung til að byrja á einhverju nýju,“ segir Nonni að lokum en tekur fram að sumarblómasalan í Dalsgarði muni fara fram með sama sniði og undanfarin ár. „Erfið ákvörðun“ segir Nonni grænmetisbóndi í Mosskógum • Blómleg ferðaþjónustan sem vex og dafnar Markaðurinn hættir eftir farsæl 30 ár nonni og vala á góðum degi í dalnum Mosöld 2024 er Öldungamót Blaksam- bands Íslands og líklega stærsta mót fyrir fullorðna ár hvert á Íslandi. Mosöld fer fram í Mosfellsbæ og hefst í dag 9. maí og stendur til 11. maí. Blakdeild Aftureldingar hefur veg og vanda af mótinu og eru yfir 150 lið skráð en til að vera gjaldgengur þá þarf að vera 30 ára á árinu eða eldri. Spilaðir verða 453 leikir í 15 kvennadeildum og 7 í karladeild- um frá fimmtudegi til laugardags. Um 1.200 keppendur verða á Varmár- svæðinu og í Mosfellsbæ keppnisdagana. Blakhátíðinni lýkur svo með glæsilegu lokahófi að Varmá á laugardagskvöldið. Mikil stemning á Varmársvæðinu Auk keppni í Íslandsmóti Öldunga fara fram tveir landsleikir sem eru styrktarleikir fyrir A-landslið Íslands í blaki sem eru að fara í dýrt verkefni í maí og júní þegar bæði liðin taka þátt í Silver league keppninni. Á fimmtudaginn kl. 20 mun karlalands- lið Íslands keppa við All-star lið erlendra leikmanna sem eru leikmenn sem spila með íslenskum liðum og á föstudaginn kl. 20 mun íslenska kvennalandsliðið spila við landslið Færeyja. Barna- og unglingaráð stendur fyrir glæsilegri veitingasölu í fimleikasalnum að Varmá og knatthúsið verður gert að blak- höll með sex völlum ásamt markaði þar sem fyrirtæki munu kynna og selja vörur. Mosfellingar eru hvattir til að kíkja á Varmársvæðið og upplifa þessa víðfrægu stemmingu sem fylgir Öldungamótunum. Blakdeildin er mjög þakklát stuðnings- aðilum sínum á þessu risamóti og hafa vell- irnir 15, sem spilað er á, hlotið nöfn þeirra fyrirtækja sem styrkja mótið. Mosöld 2024 • Öldungamót Blaksambandsins hefst í Mosfellsbæ í dag • 1.200 keppendur • Þriggja daga dagskrá Bærinn fyllist af BlökuruM undirlag sett í blakhöllina í fellinu en þar verður leikið á sex völlum

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.