Mosfellingur - 09.05.2024, Side 18
- Bæjarblað í 20 ár18
Sérsniðin þjónusta til
byggingaraðila
A L L T . I S - A L L T @ A L L T . I S - 5 6 0 5 5 0 5
Mosfellsbær hefur gert samkomulag við
Golfklúbb Mosfellsbæjar um að vísa ósk
félagsins um stækkun golfvallarins og gerð
deiliskipulags til skipulagsnefndar.
Þá var samþykkt að hefja strax vinnu
við fjórðu braut með það að markmiði að
tryggja öryggi í nærliggjandi byggð.
Í fyrsta áfanga sem unninn verður í ár
felst hönnun vegna stækkunar og snúnings
vallarins og flutningur og stytting fjórðu
brautar til að afstýra hættu sem stafar að
aðliggjandi byggð auk hönnunarvinnu og
samstarf Golfklúbbsins við Mosfellsbæ um
gerð deiliskipulags vallarins.
Þá vísaði bæjarráð skipulagsgerð Hlíða-
vallar og stækkunar vallarins um 6,4 hekt-
ara, í samræmi við tillögu Golfklúbbs Mos-
fellsbæjar, til úrvinnslu skipulagsnefndar.
Heildarframlag Mosfellsbæjar við
tilfærslu brauta og stækkun vallarins er
áætlað 55 m.kr. á árunum 2024-2026, sem
skiptist þannig að framlag ársins 2024 er
samkvæmt fjárfestingaráætlun 18,3 m.kr. og
samsvarandi fjárhæðir árin 2025 og 2026.
Fyrir lok júlí 2024 munu Mosfellsbær og
Golfklúbbur Mosfellsbæjar vinna að sam-
komulagi um síðari áfanga verksins.
Unnið að deiliskipulagi
við stækkun Hlíðavallar
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Tryggja öryggi nágranna • Stækka völlinn um 6,4 hektara
Brotist var inn í fuglaskoðunarhúsið við Leiruvoginn á dögunum. Eldur hefur verið
kveiktu, gluggar skildir eftir opnir og gestabók skemmd ásamtöðrum sóðaskap.
Skemmdarverk í fuglaskoðunarhúsinu
ófögur aðkoma