Mosfellingur - 09.05.2024, Síða 34

Mosfellingur - 09.05.2024, Síða 34
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar34 ...fylgstu med okkur www.facebook.com/mosfellingur Íþróttir og áfengi Ég hitti góðan félaga á körfubolta- leik um síðustu helgi. Sömu helgi og það voru hópslagsmál í stúkunni eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í úrslitakeppni karla. Félaginn hefur áhyggjur af því hvað það er orðið vinsælt og sjálfsagt að selja bjór á leikjum á Íslandi. Í öllum hópíþróttunum, körfubolta, handbolta og fótbolta. Ég deili þessum áhyggjum með honum. Við Íslendingar erum ekki beinlínis heimsfræg fyrir að kunna að fara vel með áfengi, það er ennþá inngróið í taugakerfi þjóðarinnar að drekka mikið og hratt þegar tækifæri gefst eftir áratugi af bjórbanni. Við erum að sjá í auknum mæli félög selja bjór fyrir og á meðan leik stendur, opinberi tilgangurinn er að vera í takt við tímann – það er jú hægt að kaupa bjór á leikjum erlendis, af hverju ekki hér? En raun- verulegi tilgangurinn er tekjuöflun, félög skapa sér tekjur með því að selja þyrstum bjór í kringum leiki. Bjórsölumenn elska þennan markað, íþróttaheimurinn er í endalausri endurnýjun. Leikmenn í yngri flokkum mæta margir á völlinn til að styðja sín lið, þeir eru móttækilegir og opnir fyrir hegðun þeirra eldri. Bjórtjöldin eru ekki beinlínis falin, þau eru fyrir allra augum. Og þeir sem kaupa bjór taka hann með sér á áhorfendapallana. Eru þar með fyrirmyndir þeirra yngri, ómeðvitað eða meðvitað. Ég hitti einn sótblekaðan á mínum aldri á handboltaleik í Mosfellsbænum í þar síðustu viku. Seinni hálfleikur var að byrja og ég þurfti að hjálpa honum að finna leiðina út, hann gat ekki haldið sér á löppunum lengur. Er þetta sniðugt? Er góð hugmynd að selja áfengi á íþróttaleikjum? Passar þetta vel saman? Bjórfyr- irtækin eru líka að taka yfir hlað- varpsheiminn. Eru styrktaraðilar flestra ef ekki allra stærstu fótboltahlaðvarpana þar sem hressir hlaðvarpsstjórar dásama bjórtegund stuðningsaðilans og taka þar með þátt í að búa til sterka tengingu milli áfengis og íþrótta. Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þegar líður að sumri eru flestir tilbúnir í hækkandi sól, hita og gott veður. Þolið fyrir umræðum um pólitísk mál minnkar. Og það á ekki bara við um íbúa, við pólítískt kjörnir fulltrúar viljum líka horfa inn í sumarið og á það fallega og bjarta. Í göngutúr um hverfið mitt í síðustu viku velti ég fyrir mér um hvað ég ætti að skrifa og ákvað að horfa á það sem við höfum fram að færa. Þegar sú ákvörðun var tekin urðu á vegi mínum einstaklingar sem leggja sig fram um að rækta sitt nær- umhverfi án þess að láta mikið á því bera. Góðgerðarvika Helgafellsskóla Í síðustu viku kom frétt á Facebook síðu Helgafellsskóla þar sem sagt var frá góðverkaviku Helgafellsskóla sem verður haldin síðustu vikuna í maí. Eitt af því sem nemendur skólans hafa gert í vor er að sá alls kyns fræjum af sumarblómum, krydd- plöntum og kirsuberjatómötum. Þessi afrakstur er til sölu á góðu verði og rennur ágóðinn til góðra málefna. Hægt er að koma við í gróðurhúsinu virka daga frá klukkan 12-14. Verslum í heimabyggð Sumarblómin fylgja óneitanlega sumrinu og við erum svo heppin að geta keypt þau hér í okkar bæ. Áður var minnst á sumarblómin, kryddjurtirnar og tómatana í Helgafellsskóla. Dalsgarður er með mikla sumarblómarækt ásamt rósum og jarðarberjaplöntum. Og ekki má gleyma snillingunum á Skálatúni sem hafa opna vinnustofu frá klukkan 8.30-15.30 á virkum dögum. Þessa dagana standa þau fyrir myndlistarsýningu í Lágafellslaug sem er gaman að sjá. Hlúum að nærumhverfinu Í göngutúr í liðinni viku gekk ég fram á eldri hjón sem höfðu upp á sitt einsdæmi tekið að sér part af beði fyrir neðan Einiteig. Þar eru þau búin að reita og snyrta beð, setja niður tré og trjákurl yfir. Trjábeðið er með eindæmum snyrtilegt og vel um geng- ið. Fyrir þetta framtak má svo sannarlega hrósa. Svo er það plokkarinn í Reykjahverfi sem dundar sér við það að taka göngutúr og snyrta nærumhverfið allt árið um kring, ekki bara á stóra plokkdaginn. Um daginn fór hann Hafravatnsveg frá Reykjahverfi upp að Hafravatni. Næst þegar við eigum leið þar um má hugsa til þessa göngugarps og þakka honum fyrir að hugsa um sitt nærumhverfi. Samfélag myndast af þeim sem búa á svæðinu, lifa saman og nýta auðlindirnar sem eru í umhverfinu. Þess vegna skiptir máli að við sem búum í okkar góða bæ lít- um til þess sem er í boði og stöndum með því sem boðið er upp á. Gleðilegt sumar! Dagný Kristinsdóttir oddviti Vina Mosfellsbæjar Blómlegt samfélag Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023 liggur nú fyrir en um er að ræða ársreikning fyrsta heila árs meiri- hluta B, S og C lista. Það er verulega ánægjulegt að fyrsta heila ársreikningsári okkar sé skilað með rekstrarafgangi, það er ekki sjálfsagt í því rekstrarum- hverfi sem sveitarfélög búa við um þessar mundir. Niðurstaðan sýnir styrkt aðhald í rekstrinum og að áætlanir ganga vel eftir. Niðurstaða reikningsins er að árið skilar 341 milljón króna í rekstrarhagnað sem er viðsnún- ingur frá 900 milljóna rekstrar- tapi árið 2022. Verðbólgan hafði gríðarleg áhrif í rekstri bæjarins eins og hjá öðrum sveitarfélögum. Verðbólguspá ársins 2023 var 4,9% en niðurstaðan var 7,7%. Niðurstaða ársins hjá Mosfells- bæ var því fjármagnskostnaður, vextir og verðbætur, upp á ríflega 1,7 milljarð króna sem var um 400 milljónum hærri kostnaður en fjárhagsá- ætlun gerði ráð fyrir. Tekjur ársins voru um 20,3 milljarðar en þær skiptast í útsvar og fasteignaskatt upp á tæpa 12 milljarða, greiðslur frá Jöfnun- arsjóði upp á tæpa 3,5 milljarða og aðrar tekjur upp á ríflega 4,9 milljarða. Bygging- arréttargjöld námu rúmlega 700 milljónum króna. Byggingarréttargjöldin vega aðeins á móti háum fjármagnskostnaði en vegna íbúafjölgunar og uppbyggingar hefur sveit- arfélagið þurft að ráðast í kostnaðarsamar fjárfestingar með lánsfé sem ber háa vexti í dag. Allar helstu lykiltölur eru vel ásættanlegar. Sem dæmi er veltufé frá rekstri, sem sýnir hversu mikið stendur eftir til að standa undir afborgunum lána og fjárfestingum, um 1,9 milljarðar eða um 9,5% af tekjum. Skuldaviðmið fer einnig lækkandi en það er nú 94,5%, hef- ur lækkað úr 104% í ársreikningi 2022. Ekki er rými hér til að fara yfir ársreikninginn í smáatriðum en við bendum áhugasömum á að hann er aðgengilegur á mos.is. Við viljum þó draga sérstaklega fram eftirfarandi þrjú atriði. Mikilvægi lækkunar verðbólgu Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verðbólgan hefur verið erfið viðureignar. Lækkun verð- bólgu skiptir rekstur sveitarfélags- ins gríðarlegu máli. Þannig munu vaxtagreiðslur Mosfellsbæjar lækka um 170-180 milljónir króna við hvert prósentustig sem verðbólgan lækkar. Af því má sjá að það er til mikils að vinna að ná tökum á verðbólgunni. Starfsmannafjöldi - launakostnaður Laun og launatengdur kostnaður eykst milli ára, eða um 1,4 milljarða. Þessi aukni kostnaður er að stærstum hluta vegna samninga um yfirtöku Skálatúns frá miðju ári 2023, hækkunar launavísitölu og kjara- samninga. Fjöldi starfsmanna Mosfellsbæjar í árs- lok 2023 var 945 samanborið við 848 árið 2022. Stöðugildi voru 782 samanborið við 712 árið 2022. Stöðugildi Skálatúns voru 70 talsins og starfsmenn 110 þannig að ljóst er að fjölgun stöðugilda er að mestu tilkomin vegna Skálatúns. Framkvæmdir Samkvæmt ársreikningi er 84% tekna varið til fræðslumála, velferðarmála og íþrótta- og tómstundamála. Eftir standa þá 16% til annars reksturs og framkvæmda. Það er því ljóst að uppbygging í vaxandi sveitarfélagi kallar á lántöku. Ýmis stór og kostnaðarsöm verkefni hafa verið í gangi og má þar nefna sem dæmi miklar viðgerðir og endurbætur á Kvísl- arskóla, byggingu nýs leikskóla í Helga- fellshverfi, nýjan gervigrasvöll að Varmá, endurbætur leikskólalóða og gatnagerð. Uppbygging sveitarfélagsins þarf að vera í takti við íbúafjölgun en samtímis þarf að gæta ítrasta aðhalds og huga að sjálfbærni til framtíðar. Þarna þarf að finna gott jafn- vægi í þeirri verðbólgu sem blasir við. Áfram veginn Mosfellsbær býr að öflugu og reynslu- miklu starfsfólki sem er vakið og sofið yfir verkefnum sínum og skilar af sér rekstri í samræmi við áætlanir þær sem bæjarstjórn samþykkir. Fyrir það ber að þakka. Eins og fram hefur komið þá er rekstrar- umhverfi sveitarfélaga flókið þessi misserin og nauðsynlegt að gæta að hverju skrefi. Fjárfestingaráætlanir þarf að yfirfara og gæta að því að sveitarfélagið reisi sér ekki hurðarás um öxl. Það er hlutverk bæjarfull- trúa að horfa til framtíðar, taka skynsamleg- ar ákvarðanir í dag sem hafa heillavænleg áhrif á samfélag okkar til framtíðar. Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar Árinu skilað með rekstrarafgangi

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.