Mosfellingur - 24.10.2024, Page 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin brúarlandi • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos í Brúarlandi
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
Stjórn FaMoS
Félag aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Í byrjun september flutti félagsstarfið
sig um set og opnaði í Brúarlandi
- húsinu okkar. Það hefur verið
virkilega gaman að sjá fullt af nýjum
andlitum bætast við starfið og verða
okkar daglegu gestir.
Brúarland er félagsmiðstöð fullorðna
fólksins og mörg spennandi og
skemmtileg námskeið hjá okkur sem
ættu að henta flestum. Opnunartími
er mánud. - fimmtud. 11-16 og föst.
13-16. Verið velkomin, alltaf kaffi á
könnunni.
opið hús/menningarkvöld
18. nóvember 2024
Mosfellskórinn í Harðarbóli.
Opið hús mánudaginn 18. nóvember
í Harðarbóli kl. 20.
Mosfellskórinn var stofnaður 1988 af
Páli heitnum Helgasyni, sem einnig
var stjórnandi kórsins til 2009, þegar
Vilberg Viggósson tók við. Stefna
kórsins er að flytja innlend sem
erlend dægurlög og popplög. Kaffi-
nefndin verður svo með sitt rómaða
kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir
er kr. 2.000 (posi verður á staðnum).
Með kveðju, Menningar- og
skemmtinefnd FaMos.
BaSar 2024 í Hlégarði
Sunnudaginn 24. nóvember
kl. 14-17.
Hinn árlegi basar á vegum
félagsstarfsins í Mosfellsbæ verður
haldinn sunnudagin 24. nóv. kl.
14-17 í Hlégarði, Háholti 2. Fallegar
handunnar vörur á afar góðu verði
og úrvalið fjölbreytt. Allur ágóði af
seldum vörum fer til þeirra sem þurfa
aðstoð í bænum okkar. Posi á
staðnum. Kór eldri borgara
Vorboðar mun syngja fyrir
gesti. Kaffisala á vegum
kirkjukórsins verður á
staðnum. Hlökkum
til að sjá sem flesta á
basarnum. STYRKJUM
GOTT MÁLEFNI.
jólaskreytingar/leiðis-
skreytingar með Brynju
Miðvikudaginn 27. nóv. og fimmtu-
dag 28. nóv. frá 12-15 ætlar Brynja
Halldórsdóttir að vera með tilsögn í
skreytingagerð og hjálpa þeim sem
vilja búa til nýjar jólaskreytingar eða
dusta rykið af þeim gömlu, einnig
tilvalið að gera leiðisskreytingar.
Endilega komið með það efni sem
þið eigið sjálf og þið viljið nota.
Allskonar skreytingarefni verður til
líka á staðnum. Kennt í Brúarlandi,
Háholti 3. Kostaður mismunandi
eftir umfangi. Nauðsynlegt er að
skrá þátttöku í síma 586-8014 eða á
elvab@mos.is
Hittumst í Hlégarði
Hittumst í Hlégarði fer í frí 5.,12.
og 19. nóv vegna framkvæmda
í Hlégarði og hittumst því næst
þriðjudaginn 26. nóv kl. 13.
SPIl SPIl SPIl ...
Minnum á að það er spilað Kanasta
á þriðjudögum í
Hlégarði, Kínaskák
á fimmtud. í
Brúarlandi
og félagsvist
á föstud. á
Eirhömrum
Hlaðhömrum
2. Vertu með.
jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Þorsteinn Birgisson gjaldkeri
thorsteinn.birgis@gmail.com
guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
ólafur guðmundsson meðstjórnandi
s. 868 2566 polarafi@gmail.com
Ingibjörg g. guðmundsdóttir varamaður
s. 894 5677 igg@simnet.is
Hrund Hjaltadóttir varamaður
s. 663 5675 hrundhj@simnet.is
Mosfellsbær semur
um snjómokstur
Mosfellsbær hefur samið við tvo
verktaka um snjómokstur fyrir bæj-
arfélagið. Annars vegar vegna stofn-
og tengibrauta og hins vegar vegna
húsagatna og bílaplana stofnana
bæjarins. Íslenska gámafélagið mun
sjá um vetrarþjónustu stofn- og
tengibrauta og gildir samningurinn
fyrir árin 2024-2027 með möguleika
á framlengingu um tvö ár, eitt ár í
senn. Samningurinn er með bætt
þjónustustig en frá fyrra útboði er
búið að bæta við fleiri götum við
stofn- og tengibrautir.
Einnig voru undirritaðir snjómokst-
urssamningar við Malbikstöðina
vegna vetrarþjónustu húsagatna og
bílaplana stofnana. Í þessum samn-
ingum er einnig um þjónustuaukn-
ingu að ræða. Í útboði ársins 2024
voru húsagötur og bílaplön boðin
út saman. Mikilvægt var að bjóða
út hálkuvörn og mokstur helstu
húsagatna þar sem ábendingar á
liðnum vetri voru á þá leið að bæta
þyrfti þessa þjónustu við íbúa.
Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um
mokstur og hálkueyðingu á öllum
stígum bæjarins og helstu gang-
stéttum í hverfum þar sem hægt er
að koma því við. Upplýsingar um
vetrarþjónustu í Kortasjá Mosfells-
bæjar verða uppfærðar á næstunni í
samræmi við þessar breytingar.
Ólafsvaka, söngskemmtun, verður haldin
þann 31. október í tilefni 60 ára afmælis
Ólafs M. Magnússonar. Efnt verður til tón-
leika í Langholtskirkju með tónlistar- og
söngvinum afmælisbarnsins.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til
styrktar ungmennum í vímuefnavanda hjá
SÁÁ. „Þannig viljum við heiðra minningu
Magnúsar Andra Sæmundssonar bróður-
sonar míns sem lést langt fyrir aldur fram
aðeins 19 ára gamall úr fíknisjúkdóm.
Fráfall Magnúsar Andra var okkur fjöl-
skyldu hans mikið áfall en það er sorglegt
að við vorum síður en svo eina fjölskyldan
sem stóð í þessum sporum en alls dóu um
40 ungmenni á sama hátt á 12 mánaða
tímabili. Við viljum vekja athygli á þeirri
þungu og erfiðu aðstöðu sem ungmennin
okkar þurfa að fást við í dag.“
láta gott af sér leiða
„Öflugir aðilar halda sterkt að þeim fíkni-
efnum og nota skólana og öll tækifæri til
þess að nálgast nýja notendur og beita
öllum brögðum til þess. Börn glíma
jafnframt við mikið álag frá samfé-
lagsmiðlum sem gera miklar kröf-
ur til þeirra og rannsóknir hafa
sýnt meiri einsemd og vanlíðan
ungmenna. Ásamt því að ofbeldi
og mikil harka í samskiptum
gagnvart þeim virðist vera
að aukast.
Við viljum því vekja
alla til umhugsunar
um þá erfiðu stöðu
sem börn og ung-
menni búa við í dag
og leggja okkar lóð
á vogarskálarnar til að rétta þeim þá hjálp-
arhönd sem við getum.
Um leið og við höldum frábæra söng-
skemmtun með léttu ívafi, viljum við láta
gott af okkur leiða og væri mikil ánægja að
sjá ykkur sem flest,“ segir Ólafur en miða-
sala er hafin á Tix.is.
Karlakórar og flott tónlistarfólk
Kynnir kvöldsins verður Gísli
Einarsson og gestir eru Kristján Jó-
hannsson, Gissur Páll Gissurarson,
Björg Þórhallsdóttir, Viðar Gunn-
arsson, Jón Magnús Jónsson, Jórunn
Lára Ólafsdóttir, Ásdís Rún Ólafsdótt-
ir og Ólafur M. Magnússon.
Karlakórar Kópavogs og Kjalnes-
inga koma fram auk tónlistarmanna
á borð við Matthías Stefánsson,
Hilmar Örn Agnarsson, Helgu
Bryndísi Magnúsdóttur, Erik
Quick, Tómas Guðna Egg-
ertsson, Jón Rafnsson og
Gunnar Hilmarsson.
Lions býður upp á
blóðsykursmælingu
Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ bjóða
upp á fríar blóðsykursmælingar í
Bónus Mosfellsbæ fimmtudaginn
14. nóvember, á Alþjóðlegum degi
sykursýki, milli kl. 17:00 og 19:00.
Sykursýki er oft falin en mikilvægt
er að greina hana á byrjunarstigi
svo koma megi í veg fyrir alvarlegar
aukaverkanir. Sykursýki er efna-
skiptasjúkdómur sem dregur nafn
sitt af auknu sykurmagni í blóði.
Orsök sykursýki er ekki þekkt og
sjúkdómurinn er ólæknandi en
með réttri meðhöndlun er hægt
að halda sjúkdómnum í skefjum.
Sykursýki 1 getur greinst hvenær
sem er á lífsleiðinni. Um er að
ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem
þýðir að líkaminn hefur brugðist við
utanaðkomandi áreiti með myndun
mótefna sem síðan taka þátt í að
eyðileggja vissar frumur líkamans.
Sykursýki af tegundinni 2 er vaxandi
vandamál í heiminum öllum. Það
er þó farið að hægja á greiningu
nýrra tilfella á vissum svæðum
eins og í hinum vestræna heimi en
heildarfjöldinn sem er með þennan
langvinna sjúkdóm er þó enn að
aukast. Lionshreyfingin leggur hér
lið. Þótt við þekkjum öll dæmi um
að beinar blóðsykurmælingar hafi
svipt hulunni af ógreindri sykursýki
einstaklinga er ekki síður mikilvægt
að fræða og vekja athygli almenn-
ings með fjölbreyttum hætti.
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Ólafsvaka haldin 31. október • Ólafur Magnússon 60 ára
söngskemmtun í til-
efni 60 ára afmælis
ólafur magnússon
magnús andri lést
aðeins 19 ára gamall