Mosfellingur - 24.10.2024, Qupperneq 12
- Fréttir úr bæjarlífinu12
Mosfellsbær tók þátt í Íþróttaviku Evrópu
með fjölda viðburða sem voru vel sóttir.
Sérstök áhersla var á náttúruíþróttir og
endurspeglaðist það í viðburðum og kynn-
ingum vikunnar, má þar nefna þrautahlaup,
utanvegahlaup, fjallahjólaferð, standbretti
og frisbígolf.
Einnig voru haldin námskeið í að detta
rétt og styrktaræfingar með teygjur fyrir
eldri borgara.
Fyrir yngri kynslóðina og forráðamenn
þeirra var boðið upp á kraftmikla fyrir-
lestra um næringu án öfga og hugarþjálf-
un. Sömuleiðis voru ný borðspil kynnt og
á næstu dögum munu eldri borgarar mæta
framhaldsskólanemum í skákeinvígi.
Dagskrá Mosfellsbæjar var unnin í sam-
starfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ,
Aftureldingu, Félag eldri borgara í Mosfells-
bæ, Frisbígolfsamband Íslands og GG sport.
Fyrirlesarar og leiðbeinendur voru Anna
Soffía Víkingsdóttir, Halldór Víglundsson,
Runólfur Helgi Jónasson, Geir Gunnar
Markússon og Grímur Gunnarsson.
HLÉGARÐI MOSFELLSBÆ
laugardaginn 2. nóvember kl. 16
ÁLAFOSSKÓRINN
Stjórnandi Örlygur Atli Guðmundsson
KARLAKÓRINN STEFNIR
Stjórnandi Keith Reed
Fjöldi viðburða • Sérstök áhersla á náttúruíþróttir
Vel heppnuð evrópsk
íþróttavika í Mosó
þrautahlaup á afmælisdegi einars þórs
námskeið í að detta
Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk og
textana hans var yfirskrift dagskrár sem
hljómsveitin Djúpilækur ætlaði að flytja á
„Menning í mars“.
Vegna fráfalls gítarleikarans ástsæla,
Björgvins Gíslasonar, nokkrum dögum fyrir
auglýstan dag, var viðburðurinn felldur
niður. Hljómsveitin Djúpilækur hefur verið
virkjuð á ný og mun stíga á stokk í Hlégarði
sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.
Á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síð-
ustu aldar nutu dægurlög við texta Kristj-
áns frá Djúpalæk mikilla vinsælda og má
þar nefna Sjómannavalsinn, Þórð sjóara og
Vor í Vaglaskógi.
Það þótti nokkrum tíðindum sæta að
svo mikið skáld skyldi leggja lag sitt við
dægurmenninguna með þessum hætti,
en Kristjáni þótti þetta sjálfsagt mál. Hall-
dór Gunnarsson sem kynntist Kristjáni í
bernsku mun á milli laga fjalla um hvers
vegna Kristján lagði áherslu á þetta list-
form, skoða tengsl hans við lagahöfunda,
kanna hans pólitísku sýn, tengsl við átthag-
ana og fleira.
Hljómsveitina Djúpalæk skipa auk Hall-
dórs, sem spilar á harmonikku og píanó,
þau Haraldur Þorsteinsson bassaleikari,
Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Sigurð-
ur Reynisson trommuleikari og söngkonan
Íris Jónsdóttir.
Dagskrá í Hlégarði 3. nóvember • Hljómsveitin virkjuð á ný
Endurfundir við Kristján
frá Djúpalæk í Hlégarði