Mosfellingur - 24.10.2024, Page 24
Sigrún Másdóttir hefur frá unga
aldri haft gaman af íþróttum og þá
sérstaklega hópíþróttum. Hún æfði
flestar þær íþróttagreinar sem í boði
voru en handboltinn hafði á endanum
vinninginn.
Sigrún var 16 ára þegar hún spilaði sinn
fyrsta handboltaleik með meistaraflokki
og 51 árs þegar hún spilaði þann síðasta.
Hún hefur einnig starfað sem handbolta-
þjálfari hjá Aftureldingu í yfir 20 ár með
dyggri aðstoð yngri leikmanna.
Sigrún er fædd í Reykjavík 15. maí 1972.
Foreldrar hennar eru Sigríður Halldóra
Gunnarsdóttir bankastarfsmaður l. 2019
og Vöggur Clausen Magnússon. Stjúpfaðir
Sigrúnar til fjórtán ára aldurs er Már Gunn-
arsson.
Sigrún á átta hálfsystkini, Gunnar Skúla,
Ólafíu Björgu og Maríu sammæðra og
Kristínu, Guðrúnu Maríu, Ólöfu Huld,
Zanný og Martein samfeðra.
Maður lék sér í nærumhverfinu
„Ég ólst upp mín fyrstu ár í Laugarnes-
hverfinu en þar bjuggu einnig amma mín og
afi. Það var mikið af krökkum í hverfinu og
þarna eignaðist ég mínu fyrstu vini. Þegar
ég var sjö ára þá fluttum við í Helgalandið
í Mosfellssveit og þar lék maður sér mikið í
nærumhverfinu, í klettunum í kring.
Við systkinin vorum mikið hjá afa og
ömmu fyrstu árin eftir að við fluttum í
sveitina, því þá gátum við hitt okkar gömlu
vini reglulega.“
Mamma hvatti okkur áfram
Sigrún var ung að árum þegar hún fór
að elta Gunnar bróður sinn í íþróttahúsið
að Varmá og það fór svo að hún fór að
vera þar öllum stundum. Hún fór að æfa
flestar þær íþróttagreinar sem í boði voru
á þessum tíma, badminton, frjálsar íþróttir,
handbolta og knattspyrnu. Sigrún spilaði
knattspyrnu á Tungubökkum á sumrin og
var einungis ellefu ára þegar hún spilaði
sinn fyrsta meistaraflokksleik
við mun eldri stelpur.
„Handboltinn tók yfir og
mamma fór í stjórn deildarinn-
ar, hún var því mikið í kringum
okkur systkinin í íþróttahúsinu og hvatti
okkur áfram. Davíð B. Sigurðsson þjálfaði
mig fyrstu árin og hann kenndi mér mikið.
Hann er líklega ástæðan fyrir því að ég fór
ung að hafa áhuga á þjálfun,“ segir Sigrún
og brosir.
Þau sýndu mér mikið traust
„Ég byrjaði skólagönguna í Hvassaleitis-
skóla en fór svo í 2. bekk í Varmárskóla. Ég
á góðar minningar þaðan, eignaðist góða
vini og kennararnir voru frábærir. Ég var
meira að segja í skólakórnum þótt ég hafi
aldrei getað sungið,“ segir Sigrún og hlær.
„Ég fór svo í Gaggó Mos en var ekki sú
duglegasta að læra, var með
unglingaveiki á tímabili og vildi
frekar vera að æfa eða að vinna.
Ég æfði dans með vinkonum
mínum og við kepptum í Tónabæ og sýnd-
um svo á öllum böllum í skólanum.
Á sumrin passaði ég systur mínar á meðan
mamma var í vinnunni en hún sá að mestu
leyti ein um uppeldið. Ég fór líka í skólagarð-
ana, bar út dagblöð og fór í unglingavinnuna.
Síðar fékk ég vinnu í sjoppunni í Háholti og á
Western Fried hjá Ragnari Björnssyni heitn-
um og Ástu. Þau hjónin sýndu mér mikið
traust þrátt fyrir ungan aldur.
Eftir útskrift úr grunnskóla fór ég í
Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðar í
snyrtifræði. Með náminu starfaði ég hjá
Hugrúnu á snyrtistofunni Líkami og sál og
einnig eftir útskrift.“
Ákveðnar að komast
upp í efstu deild
Sigrún var sextán ára
þegar hún byrjaði að spila
með meistaraflokki Aftur-
eldingar í handbolta. Ári
seinna voru stelpurnar
í liðinu ákveðnar í að
komast upp í efstu deild
en það gekk ekki eftir. Þá
ákváðu margar af eldri
stelpunum í liðinu að
flytja sig yfir í efstu deildir
annarra liða.
„Það var ekki grund-
völlur fyrir mig að halda
áfram í Aftureldingu, því
miður,“ segir Sigrún alvar-
leg á svip. „Ég fékk símtal
frá þjálfara Stjörnunnar
og ákvað í framhaldi að
ganga til liðs við liðið.“
Árið 1999 var Sigrún búin að
spila 200 leiki fyrir Stjörnuna og
Íslands- og bikarmeistaratitlar í
höfn, eiga tvö börn, lenda í erfið-
um meiðslum og var orðin þreytt á akstr-
inum á æfingar. „Ég sleit krossband og þau
meiðsli hafa sett strik í minn feril og þetta
háir mér enn í dag. Ég hætti að spila með
Stjörnunni árið 2000 eftir að hafa spilað
með öllum yngri landsliðum og nokkra A-
landsleiki og tók mér síðan frí.
Ég spilaði samt ófáa leiki í utandeildinni
með Stjörnunni en ákvað svo 37 ára að
taka slaginn með ungu liði Aftureldingar,
þar spilaði ég í nokkur ár með Söru dóttur
minni og stelpum sem ég hafði þjálfað. Á
afmælisdaginn minn 2023 spilaði ég minn
síðasta leik, ákvað að þetta væri orðið gott
þar sem hnéð þyrfti að halda fyrir starf mitt
og áhugamál.“
Aftureldingarhjartað langstærst
„Aftureldingarhjartað mitt er alltaf
langstærst og mér fannst leitt að þurfa að
yfirgefa félagið. Ég byrjaði ung í handbolta,
hef þjálfað hér í 20 ár með aðstoð annarra
leikmanna og eins stjórnaði ég handbolta-
skólanum í tíu ár.
Margir sigrar hafa unnist og ég hef fylgst
vel með þeim sem hafa skilað sér upp í
meistaraflokk. Að vita að þær hafi notið
sín í handboltanum og að ég hafi lagt inn
góð gildi fyrir þær er það sem stendur upp
úr á ferlinum.“
Dugleg að fara í göngutúra
Eiginmaður Sigrúnar er Stefán Þór Jóns-
son verslunarstjóri hjá Arctic Trucks. Þau
eiga þrjú börn, Gunnar Ágúst f. 1994, Söru
Lind f. 1998 og Sindra Þór f. 2014. Barna-
börnin eru tvö.
„Við fjölskyldan reynum að eyða eins
miklum tíma saman og við getum bæði hér
heima og erlendis. Við kíkjum í sveitina,
veiðum og erum dugleg að fara í göngutúra.
Við förum líka mikið á hand- og fótbolta-
leiki og á skíði. Það er líka mikið að gera í
kórastarfi hjá Stefáni.“
Þessi hópur er orðin partur af lífi mínu
Sigrún starfaði áður sem sem aðstoðar-
maður tannlæknis og fór svo í íþróttafræði í
HR. Þaðan fór hún til Útlitslækningar og sam-
hliða því þjálfaði hún handbolta. Í dag kennir
hún íþróttir í Fossvogsskóla og aðstoðar við
handboltaþjálfun drengja hjá UMFA.
„Ég hef líka kennt konum vatnsleikfimi í
Lágafellslaug í 12 ár þar sem þær næra bæði
líkama og sál. Þessi hópur er orðinn partur
af lífi mínu og margar þessara kvenna eru
búnar að vera hjá mér frá upphafi. Einnig
kenndi ég vatnsleikfimi hjá eldri borgurum í
vetur, sem er búið að vera virkilega gaman.
Að kenna eða þjálfa börn og fullorðna
þarf að vera gert af hugsjón. Flestir eiga
að geta fundið sér hreyfingu eða íþrótt við
hæfi, við sem þjálfarar verðum að mæta ið-
kendum á þeirra forsendum,“ segir Sigrún
að lokum er við kveðjumst.
- Mosfellingurinn Sigrún Másdóttir24
Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni.
Fjölskyldan: Viktor, Emilía Móa, Sara Lind, Stefán Þór, Sindri Þór, Sigrún,
Gunnar Ágúst, Ágúst Kristian og Diljá Splidt.
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
Sigrún Másdóttir íþróttakennari og snyrtifræðingur hefur þjálfað börn og fullorðna í áratugi
Að vita að þær hafi notið sín
í handboltanum og ég hafi
lagt inn góð gildi fyrir þær er það
sem stendur upp úr á ferlinum.
Að þjálfa er mín hugsjón
Hvað heillar þig í fari fólks?
Bros, kærleikur og jákvæðni.
Uppáhalds ilmvatn? Scent frá Boss.
Hvaða litur lýsir þér best?
Gulur, elska sólina og bjartsýni.
Hvernig slakar þú best á?
Við sjónvarpsáhorf, horfi á allar
íþróttir og spennuseríur.
Besta gjöf sem þú hefur fengið?
Börnin mín þrjú.
Hvað hefur haft mest áhrif á líf þitt?
Þegar ég var sjö ára, nýflutt í Mosfellsbæ
og mætti í fyrsta skiptið að Varmá, byrjaði
að æfa flestar þær íþróttir sem í boði voru.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Þá ætla ég
að vera í toppformi, búin að minnka við
mig vinnu og passa barnabörnin mín.
Eftirminnilegasta ferðalagið? Þegar ég
fór með börnin í jólafrí til Tenerife á meðan
Stefán var við störf á Suðurskautslandinu
og ferðin til Króatíu í sumar.
HIN HLIÐIN
Með Móður sinni og systkinuM
tveggja ára á Western fried 1990