Mosfellingur - 24.10.2024, Page 30
- Skólahornið30
Laus störf
í Mosfellsbæ
Öll laus störf hjá Mosfellsbæ
og stofnunum má sjá og sækja
um á ráðningarvef bæjarins:
www.mos.is/storf
Þann 17. september síðastliðinn var
haldinn fjölmennur fundur með
foreldrum ungmenna í Mosfellsbæ,
starfsfólki Fræðslu- og frístundasviðs
og Velferðarsviðs ásamt lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, Kára Sigurðssyni
og öðrum góðum gestum.
Fjallað um hvað við öll gætum gert
til að börnum okkar líði vel og hvernig
hægt væri að vinna að vellíðan þeirra
og öryggi. Eitt af því sem kom
til umræðu og hvatt var
til, var að efla þátt-
töku í foreldrarölti
á föstudagskvöld-
um í samvinnu
við Bólið félags-
miðstöð. Röltið
í vetur skiptist
á milli bekkja í
unglingadeild.
Skemmst er
frá því að segja að
þátttaka foreldra í
foreldraröltinu hefur
verið frábær og fyrir
það ber að þakka.
Markmið með foreldrarölt-
inu er m.a. að mynda tengsl og stuðla
að samtali milli foreldra í bænum. For-
eldrar kynnast hvert öðru og hefur röltið
jákvæð áhrif á hverfisbraginn.
Nærvera foreldra hefur róandi og
fyrirbyggjandi áhrif, gefur unglingun-
um okkar tækifæri á að leita aðstoðar
fullorðinna ef þörf er á og veitir ákveðið
öryggi. Öryggi hverfisins er líka sam-
félagsleg ábyrgð og því meiri sýnileiki í
hverfinu, því betri forvörn gegn óæski-
legri hópamyndun, vímuefnaneyslu eða
ofbeldi.
Foreldraröltið er gott dæmi um að
„það þarf heilt þorp til að ala upp
barn“.
Miðað er við að röltið taki rúmlega
klukkutíma en það er auð-
vitað mismunandi eftir
föstudögum. Foreldrar
fá mynd af gönguleið
og er hún jafnframt
aðgengileg á
Facebook-síðu
foreldraröltsins.
Leiðin er aðeins
til viðmiðunar
og til að styðjast
við.
Foreldrar hafa
ekki inngripsvald og
ekki er gert ráð fyrir
að þeir aðhafist að öðru
leyti en að spjalla.
Takk kærlega fyrir frábæra
þátttöku á fundi er varða börnin okkar
og takk fyrir að leggja ykkar af mörkum
með því að taka þátt í röltinu!
Hvetjum ykkur til að kíkja á Facebook
síðuna okkar Foreldrarölt í Mosfells-
bæ.
Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Ból
Það þarf heilt þorp
til að ala upp barn
Fræðslu- og Frístundasvið MosFellsbæjar
skóla
hornið
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Næsta blað kemur út:
28. Nóvember
Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir
kl. 12, mánudaginn
25. nóvember.