Mosfellingur - 24.10.2024, Qupperneq 32

Mosfellingur - 24.10.2024, Qupperneq 32
 - Aðsendar greinar32 Þjónusta við mosfellinga www.bmarkan.is Smiðjuvegi 60 (rauð gata) Kópavogi - Sími 557 2540 Hj‡lmar Guðmundsson Lšggildur hœsasm’ðameistari s:6959922 fhsverk@gmail.com Þverholti 3 - Sími: 566-6612 FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR Leirvogstunga 27, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600 Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Á fundi bæjarstjórnar Mos- fellsbæjar þann 25. september sl. var samþykkt uppfærsla á Samgöngusáttmála fyrir höf- uðborgarsvæðið sem fyrst var samþykktur árið 2019. Það er margt jákvætt í upp- færðum samgöngusáttmála sem er nauðsynlegur til að komast úr þeirri kyrrstöðu sem ríkt hefur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig jákvætt að ríkið komi með aukið fjármagn í verk- efnið og taki þátt í stofnun og rekstri félags um almennings- samgöngur á höfuðborgar- svæðinu. Kostir og gallar í uppfærðum samningi Bæjarfulltrúar D-lista gerðu athugasemdir og fyrirvara varðandi uppfærðan samgöngu- sáttmála, einkum hvað varðar forgangsröðun verkefna, skipulagsmál og kostnaðaráætlun. Frestun verkefna samgöngusáttmálans síð- ustu árin, ásamt skipulagsbreytingum meiri- hlutans í Reykjavík varðandi skerðingu á umferð einkabíla eru forsendubrestur við markmið sátt- málans. Þessar breytingar kalla á annars konar framkvæmdaröðun en þá sem kveðið er á um í uppfærðum samgöngusáttmála. Má til dæmis nefna mislæg gatnamót við Bústaðarveg, legu, skipulag og hönnun Sunda- brautar. Í kostnaðaráætlun virðist vanta áætl- aðan kostnað m.a fyrir vagnakaup og uppkaup lands vegna fyrirhugaðrar legu Borgarlínu. Samgöngusáttmálinn er langtímaverkefni og líklegt að þetta mikilvæga verkefni eigi eftir að fara í gegnum fleiri uppfærslur á komandi árum og taka breytingum í tíma, skipulagi og kostnaði. Það er margt sem þarf að ganga upp svo að tímalína sáttmálans standist. Það sem snýr að okkur Mosfellingum er m.a. uppbygging í Keldnalandi, uppbygging í Blikastaðalandi og bygging Sundabrautar en sú framkvæmd er ekki hluti af sáttmálanum sem eru viss vonbrigði út af fyrir sig. Fjármögnun sáttmálans frá hendi ríkisins hefur ekki verið samþykkt og það verð- ur áskorun að fá bæði verktaka og fjármagn til að vinna að þessari miklu uppbyggingu innan þeirra tímamarka sem áætluð eru í uppfærðum sáttmála. Bráðabirgðaframkvæmdir strax Það er ljóst að með áfram- haldandi fjölgun íbúa á höf- uðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að umferðarþungi aukist mikið á næstu árum. Það er nauðsynlegt að bregðast við strax með viðbótaraðgerðum til að auka flæði strætó og al- mennrar bílaumferðar þar til stærri verkefni sáttmálans s.s. Borgarlínan, stokkar og göng verða tilbúin og munum við bera fram tillögur í þeim efn- um á næstu misserum. Í sáttmálanum kemur fram að flýti- og umferðargjöld verði tekin upp árið 2030 og gert er ráð fyrir að þessi gjaldtaka hafi áhrif á ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ef markmiðið er að auka notkun almennings- samgangna meðal íbúa er nauðsynlegt að hefja sem fyrst vinnu við að bæta gæði þjónustunnar og ímynd almenningssamgangna í samfélaginu, sem og að hafa áhrif á ferðavenjur fólks. Hlutverk okkar bæjarfulltrúa er að standa vörð um hagsmuni íbúa Mosfellsbæjar í öllum málum og athugasemdir okkar við uppfærslu samgöngusáttmálans eru í samræmi við það. Áhyggjur okkar beinast að óljósum heildar- kostnaði sáttmálans, tímalínu framkvæmda og forgangsröðun verkefna auk tímasetningar á uppbyggingu Sundabrautar. Í ljósi reynslunnar má teljast ólíklegt að sú tímalína sem sett er upp í uppfærðum sáttmála muni standast og því leiða til aukins umferðavanda á höfuðborgarsvæðinu þ.m.t. til og frá Mosfellsbæ. Áfram skal haldið Þrátt fyrir ákveðna ágalla í uppfærðum sam- göngusáttmála teljum við nauðsynlegt að halda áfram með þetta stóra samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við munum áfram styðja við framgang sátt- málans en um leið horfa gagnrýnum augum á þær tillögur til breytinga sem eiga eftir að koma fram á áætluðum framkvæmdatíma með hags- muni Mosfellinga að leiðarljósi. Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi D-lista Jana Katrín Knútsdóttir bæjarfulltrúi D-lista Rúnar Bragi Guðlaugsson bæjarfulltrúi D-lista Helga Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi D-lista Samgöngusáttmáli

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.