Alþýðublaðið - 06.02.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.02.1926, Blaðsíða 5
ALÞ.ÝÐUBLAÐID Uibí dagpaiss ©gf veggiim. Næturlæknir er í nótt Clafur Þorsteinsson Skólabrú, sími 181, og aðra nótt M. Júl. Magnús, Hverfisgötu 30, sími J410. Tvö þing voru sett ,í dag, alþingi og fiski- þingið. Við alþingissetninguaa predikaði séra Árni Sigurðsson frikirkjupresiur. Sagði hann út af fríkirkjuprestur. Lagði hann út af orðum spámannsins: „Vökumaður! Hvað líður nóttunni?" „Morgunninn kemur, og þó er nótt." ísfiskssala. Belgaum seldi i fyrra dag' afla sinn fyrir 1276 sterlingspund, en Valpöle fyrir 774 sterlingsþund. Ágúst Flygenring, fyrrv. aiþingismaður, dvelur í Kaupmannahöfn tli að leita sér. heilsubótar. Er honurn talin góð batavon. \ Hjúskapur. 1 gærkveldi gaf sára Biami Jóns- - ison saman í hjónaband ungfrú Thesi Zeitner og Guðmund Eiuarsson lista- mann frá Miðdal. Þýzkur togari kom inn í morgun með mann, sem hafði mist þrjá fingur af annari hendi. Togararnir. Baldur kom frá Englandi í gær, en Skallagrírriur af yeiðiim í nótt með 1400 kassa. Linubátarnir hafa fiskað vel undanfarna daga. Skipaferðir. Goðafoss fór vestur í gærkveldi. Lagarfoss kom í nótt. Varðskipið „Fylla" kom hingað' í dag. Þingmálafundur auðvhaldssinna. Auðvaldsþingmenn Reykjavíkur boðuðu „kjósendur sína" á þing- málafund í Nýja Bíó í gær. Var fundurinn fásóttur, svo sem von- legt var, því að fæstír vilja kannast við það opinberlega, að þeir séu kjósendur þeirra. Til málamynda urðu þingmennirnir að halda sína ræðuna hver, en lítið varð um aðrar tölur, og var fundurinn daufur mjög. „Dagsbrúnar"-skemtunin. Síðustu forvöð að fá aðgöngumiða að henni eru á morgun kl. 2—7 í gamla Alþýðuhúsinu. Munið það! Næturvörður er næstu viku í Reykjavíkur-apó- teki. -suiusuikulaoi. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. I f ríkirkiunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur próf. Níelsson. í Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. í aðvent- kirkjunni kl, 6 x/a e. m. séra O. J. Olsen. Eggert Stefánsson syngur í fríkirkjunni á morgun kl. 8V2 síðdegis. Á söngskrá hans er meðal annars hið ágæta Jag Good bye eftir Tosti. Verður sjálfsagf mörgum vorvitni á að heyra það J meðferð hans. Miðunarstöð. í fréttum frá aðalfundi Fiskifé- lagsins er getið um miðunarstöð. Slíkar stöðvar eiga að geta leiðbeint skipum um, hvar þau eru stödd, og gefið þeim til kynna stefnur af á- kveðnum stöðum. Mál þetta er enn í undirbúningi og ekki fullrannsakaö, hvort stöð á Vesturlandi getur kom- ið að fullum notum. Brunaiiðið var gabbað inn að Laugavegi 76 ,• nótt kl. tæplega 2. Maður, sem grunaður er um gabbið, var tek- inn fastur og fangelsaður. Aðgöngumiðar að söngskemtun Eggerts Stefáns- sonar, sem eftir kunna að verða í dag, verða seldir í Gcod-Templara- húsinu eftir kl. 2 á morgun. Þetta er allra síðasta tækifæri til þess að heyra þenna ágæta söngmann Veðrið. Hiti mestur 5 stig; minstur 5 st. frost. Att víðast austlæg. SnarpUr vindur í Vestmannaeyjum. Annars staðar lygnara. Loftvægislægð fyrir sunnan land. Veðurspá: Suðaustlæg, sí|ðar austlæg átt. I nótt: allhvöss austanátt og úrkoma á Suður- og' Suðvestur-landi. Hægur á Norður- og Vesturlandi. Sunnudagsblaðið hefir stækkað ö þann hátt, að það er nú 6 síður á hverri helgi (2 siður eingöngu myndir). Jafnaðarmannafélag íslands heldur aðalfund í kvöld kl. 8 í kaupþingssalnum. Félagar, fjöl- mennið! Dánarfregn. Gunnlaugur Magnú,sson sjómaður og kona hans, Soffía Bjarnadóttir, á Skólavörðustíg 16 hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa dóttur sina, „SRUTCLL" blað alþýðumanna og jafnaðar- manna á Isafirði, kemur út einu sinni í viku. Skemtilegar og ágætar árásargreinar. Fræðandi greinar o. fl. o. f 1. — Blaðið kostar kr. 5,00 árg. Gerist áskrifendur! Lftið hús til sölu í Hamarfirði. Upplýsingar um söluskilmálana gefur Júlíus Sigurðsson, Sjómannaskrif- stofan, sími 170. Nýtt hús til sölu í Hamarfirði á ágætis stað. Uppl. á skrifstofu Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar, sími 170. Bjarneyiu Gíslínu, 15 ára gamla. Hún dó á Vífilsstöðum í gær. Er þetta 5. barn þeirra hjóna, sem þau missa á fáum árum Um kaup stýrimanna á skipum Eimskipafélags Islands varð samkomulag rétt áður en Gull- foss fór til útlanda. Samið er til þriggja ára. Kaupið lækkaði nú um 2,35 prósent. Eiga þá vélstjórarnir einir ósamið af þeim, sem vinna á skipunum. „Fleygur gesíur". Greinin er eftir Ó. Sv. frá Sandi, vitavörð á Reykjanesi. Hið isl. náttúrufræðifélag heldur aðalfund sinn kl. 5 í dag í Safnahúsinu. Sjö þingmenn eru enn ókomnir, en koma aneð íslandi í nótt eða á morgun. Gengu sumir þeirra af Goðafossi á Akur- eyri. — Slíkir eru hinir þjóð- ræknu þingmenn, að ganga af ís- lenzku skipi á danskt og verða fyrir bragðið of seinir til þings. Alpýðublaðið er sex síður í dag <r- meðfram til uppbótar óhjákvæmilegri seinkun, sem verið hefir á útkomu þess und- anfarna daga og hér með er beiðst áfsökunar, um leið og vonandi er séð' fyrir endann á slíku. Eappteflið norsk-islenzka. (Tilk. frá Táflfélagi Reykjavíkur.) Borð I: 42. leikur íslendinga (hvítt), a4—-a5. 42. leikur Norðmanna (svart), R c5 —b3. Borð II: 40. leikur íslendinga (svart), H dl — c 1. 41. leikur Norðmanna (hvítt), R c4 —d6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.