Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Síða 5

Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Síða 5
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ $ig. Magnússon: KRISTILEGT STARF I SKÖLUM Það má segja, að starfið fyrir Krist byggist aðallega á tvennu auk lifandi trúar. Hið fyrra er bœnin, þetta bitra og ósigrandi vopn, sem enginn kristinn maður getur án verið, en hið síðara er vitnisbur'Surinn, sem hver sá, er þekk- ir náð Drottins vors Jesii Krists, hlýtur ávallt að hafa til taks. Bænin. Sá maður, sem biður einlæglega til hins lif- anda Guðs, má undir flestum kringumstæðum treysta bænlieyrslu- Það hefir líka sýnt sig, að sá maður fékk alltaf bænheyrslu, sem treysti því, að liann yrði bænheyrðnr, og þorði að leggja allt í liendur Guðs. Jesús segir á einum stað í Biblíunni: „Og sérhvað það, er þér beið- izt í bæninni trúaðir, munuð þér öðlast“ (Matt. 21, 22). Og nú þegar minnzt er á kristilegt starf í skólum, fer ekki hjá því, að bænin sé nefnd. Bænin er það, sem heldnr ölln starfi í þágu Guðsríkis uppi, og allt það, sem ávinnst í starf- inu, er fyrir bæn. Hvergi er hægt að benda á kristindóm án bænar, því að kristilegt starf eða líf án bænar er ekki til. Bænin má segja, að sé andardráttur kristins manns, líkt og Guðs orð er honum nauðsynleg fæða. Hver, sem hættir að nota hana dofnar og veikist, og deyr svo innan skamms, andlega talað. En sá, sem biður Guð, verður að biðja samkvæmt vilja hans, ef hann vill eiga von á bænheyrslu. ,,0g þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans, að ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja. þá heyrir liann oss“ (I. Jóh. 5, 14). En þá kann einhver að spyrja: Hver er þá kominn til þess að dæma eða segja til um, hvort ég bið samkvæmt vilja Guðs eða ekki? Þessu er auðsvarað fyrir þann, sem þekkir Guðs orð. Guð hefir af hinni óumræðilegu náð sinni gefið okkur syndugum mönnum sitt heilaga orð, og í því framsetur hann vilja sinn, og í því svarar hann þessari spurningu. Sá, sem biður af einlægu og auðmjúku lijarta, fær bæn sína uppfyllta, svo framarlega sem Guð hefir ekki ákveðið eitthvað annað betra. Því að Guð bænheyrir langt fram yfir það, sem hann er beðinn um. Hann veit, livað er okkur fyrir beztu. Þess vegna leggur trúaður maður allt í hans almáttugu hendur og treystir honum Þýðingarmesta bæn kristindómsins er því: Verði þinn vilji! Einnig fær hver sá, er séð hefir sekt sína og synd, fyrirgefningu, og hverj- um manni er hennar þörf- Það er því dagleg þörf og dagleg venja kristins manns að biðja Guð fyrirgefningar, um leið og hann leggur fram fyrir hann hugðarefni sín og lofar hann. Bænin er sem sé samtal við Guð, sem held- ur samfélaginu milli hans og mannsins stöð- ugu og stvrkir trúna, um leið og liún gerir liana lifandi. Sá maður, sem vill komast í persónulegt sam- félag við Guð og eignast lifandi trú, tekur sér fyrst Biblíuna í hönd og kynnir sér vilja hans. krýpur síðan frammi fyrir hinum ósýnilega, en þó lifandi Guði og fær hjá honum blessun og frið, sem veitist hverjum þeim, er leggur líf sitt í hendur hans og veitir hjálpræðinu 3

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.