Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Page 6
viðtöku. Af þessu sést, að bænin er hið mikla
aðalatriði í lífi og starfi kristinna manna.
Vitnisburðurinn.
Vitnisburðurinn getur verið margs konar.
Fyrst og fremst vitnar kristinn maður með
framkomu sinni. Enginn maður er fullkom-
inn, og því er ekki bægt að krefjast þess af
neinum, að bann sé óaðfinnanlegur og flekk-
laus. En sá, sem á frelsið í Kristi og hefir
endurfæðzt til lifandi trúar, keppir eftir því
að helgast og verða fullkominn. Hann getur
því tekið sér orð Páls postula í niunn í bréfi
hans til Filippímanna (3, 12): — „Ekki ei
svo, að ég hafi þegar náð því eða sé þegar full-
kominn, en ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta
höndlað það, með því að ég er höndlaður af
Kristi Jesú“.
En enda þótt enginn kristinn maður sé full-
kominn, hefir hann þó aflagt sinn fyrri mann
og íklæðzt nýjum og betri manni, og þess vegna
er það skylda hans að vera til fyrirmyndar.
„Þér vitið, að í Jesú liafið þér lagt af, ásamt.
með hinni fyrri breytni hinn gamla mann, sem
spilltur er af tælandi girndum, en endur-
nýjazt í anda hugskots yðar og íklæðzt hinum
nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í rétt-
læti og heilagleika sannleikans“ (Efes. 4,
22—24).
I fyrsta kapítula Jóhannesarguðspjalls í sjö-
unda versi stendur skrifað um Jóhannes skír-
ara: „Þessi maður kom til vitnisburðar, til
þess að vitna um ljósið, til þess að allir skyldu
trúa fyrir hann“. Þetta er eða ætti að vera
yfirskriftin yfir lífi allra kristinna manna.
Þeir hafa fengið hið sanna ljós, ljós lífsins, i
hjörtu sín og vita, að þeim ber skylda til að
segia meðbræðrum sínum frá því ljósi, sem
lýsir veg þeirra og gerir hann bjartan og hrein-
an. Á öllum þeim, sem eiga hjálpræðið í Kristi,
hvílir vitnisburðarskyldan. „Sá sem trúir á
Guðs son, hefir vitnisburðinn í honum“ (I.
Jóh. 5, 10)- En þó er það ekki ætíð skyklan.
sem knýr þá til vitnisburðar, heldur er það
^kærleikurinn til náungans og þráin til þess
að gera fleiri liamingjusama. „Því að kærleiki
Krists knýr oss“ (II. Kor. 5, 14).
Það er kærleikurinn, sem er svo mikils virði.
því að trúin er ónýt, ef kærleikann vantar, en
hins vegar sprettur kærleikurinn af hreinni
trú og „kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“
(I. Kor. 13, 8.).
★
Nú hefir að nokkru verið gerð grein fyrir
viðhorfi kristins manns til hinna tveggja meg-
inatriða í kristilegu starfi: hænar og vitnis-
burðar, og þá getum við snúið okkur að því
starfi, sem rekið er í skólum almennt. Því fer
fjarri, að skólalífið beri þess vott, að því sé
lifað í kristnu landi. En þó eru í öllurn skólum,
að minnsta kosti í Reykjavík, lærisveinar
Krists, sem vinna að því leynt og Ijóst að út-
breiða ríki hans, bæði með bæn og vitnisburði.
En þetta fer ekki allt hljóðalaust hjá. Óvinur-
inn á víða dygga fylgismenn, sem róa að því
öllum árum að útrýma kristindóminum úr
skólunum. Þetta er eðlilegt. Hvergi eru gerðar
jafn miklar kröfur til mannlegs siðgæðis og
hvergi eru gerðar jafn miklar kröfur til hreinn-
ar og falslausrar trúar. Þess vegna vill enginn
vantrúaður maður hafa kristindóminn því til
fyrirstöðu, að hann geti lifað eftir sínum eigin
fýsnum og hugsunum. En ekki verður sneitt
hjá raunveruleikanum. Guð er til. Guð er ei-
lífur kærleikur, sem elskar svndarann, en hef-
ir viðbjóð á syndinni. Hann vill leysa liinn
gjörspillta mann úr viðjum syndarinnar, en
maðurinn vill ekki frelsi. Ánauðin er orðin
honum svo eðlileg, að hann á bágt með að
hverfa aftur til frelsisins. En hvað er þá hægt
að gera til þess að maðurinn láti snúast? Bæn-
in ræður hér, sem annars staðar, úrslitum.
Hvar sem andstaðan kemur fram, er þessu
skæða vopni kristinna manna beitt, og hún
vinnur bug á erfiðleikunum og sigrar freist-
ingarnar. Bæn, beðin af einlægu og auðmjúku
hjarta, getur megnað meira en heilar hersveitir
stríðandi manna. Eg, sem þetta skrifa, hefi