Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Blaðsíða 7

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Blaðsíða 7
Keisari Eþíópíu, Haile Selassie, er kristinn og mikill stuðn- ingsniaSur kristniboSsins. Myndin sýnir, er hann ritar nafn sitt í „Bókina gullnu“ í tilefni af stofnun háskóla í Addis Abeba á dögunum. markaðstorginu, og var ekki að sjá, að hann kenndi sér nokk- urs meins. Gebbino lieyrði liaft eftir honum, að Jeso væri Frelsari mannanna, máttugri en allir ill- ir andar, liefði sigrað foringja þeirra og gæti losað menn úr viðjum þeirra. Og hann hefði sagt: „Ivomið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðn- ir, og ég mun veita yður hvíld.“ I trausti til þessara orða hefði hann afneitað djöflinum, og Jesús hefði reynzt sannorður. En faðir Gebbino vildi ekki heyra á þetla minnzt. Barsja mundi deyja voveiflega, þó síð- ar yrði, og sjálfur sæi hann enga ástæðu til að leggja líf sitt í hættu, þótt Barsja, afglapinn, hefði látið kasta ryki í augu sér. Og þeirri skoðun hélt liann, þótt margir fylgdu fordæmi Barsja og vottuðu Ijóslifandi, að þeir væru lausir úr ánauð andanna, sem höfðu hrjáð þá. Gebbino var bannað að hafa nokkur afskipti af þessum Jeso- mönnum. Og sjálfur var liann líka smeykur, því það var al- talað, að fólk, sem liefði ánetj- azt kenningu hvítingjanna, væri sent í önnur héruð undir því vfirskini, að þeir ættu að fara í skóla, en sæist aldrei framar á heimaslóðum og ekkert hevrð- ist frá því. Og einhvern liafði hann heyrt fleipra því, að þetta fólk væri ekki lengur lífs. Hann ákvað því að fara sér að engu óðslega, rasa ekki um ráð fram, en sjá heldur, livað satt reyndist. En brátt fóru leikbræður hans að stelast á samkomur út- lendinganna í leyfisleysi, og lík- legast væri ekkert hæft í því, að þeir gerðu mönnum mein. Þeir væru vingjarnlegir við alla. Aldrei sæjust þeir berja neinn, og aldrei hefðu þeir fé af mönn- um, þótt sagt væri, að þeir ætl- uðu að stela ökrum Konsó- manna. Og' boðskapurinn, sem þeir fluttu, virtist sannur. Það vottuðu margir, sem færu að ráðum þeirra. En enn fannst Gebbino ráðlegast að bíða og sjá, hverju fram yndi. Óttinn við reiði föðurins og hefnd andans var honum enn- J)á fjötur um fót. En hann Jiráði að losna úr áþján, og Jietta var fyrsta vonarskíman, sem liann eygði. Fátt gat verið verra en þau örlög, sem biðu hans, og lengi börðust óttinn og vonar- skíman um yfirráðin í huga hans. Dag einn varð vonin óttanum yfirsterkari, og hann liætti sér á samkomu með leikfélaga sín- um. Útlendingurinn talaði um, að Guð elskaði aíla menn og hefði sent son sinn, Jesúm Krist, tií að bjarga Jjeim úr ánauð synda Jieirra. Jesús liefSi dáið fyrir syndir Jieirra og fyrirgæfi öllum, sem kæmu til hans, jafn- vel þeim, sem væru í Jjjónustu Satans. Útlendingurinn hélt á hók, sem hann sagði, að væri orð Guðs, og nokkra Konsó-pilta og stúlkur sá Gebbino líka, sem lásu úr bókinni. Allt í einu skaut Jieirri hug- mynd eins og eldingu niður í huga hans, að lœrði hann að lesa, gæti liann sjálfur kynnt sér þau furðutíðindi, sem hún liefði KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 5

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.