Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Blaðsíða 8

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Blaðsíða 8
< v ;;: að í’Iytja. Kannski léti faðir hans til leiðast að leyfa Iionum að læra að lesa. En vonlítill var hann um, að það yrði auðsótt. Þegar hann færði þetta í iai við föðnr sinn, heyrði hann sér til mikillar furðu, að faðir hans féllst á, að það gæti verið hag- ur í að kunna að lesa. Son- ur þorpsliöfðingjans í Gand- ima hefði lært að lesa hjá Koptaprestinum, og liann héldi vel á málum föður síns. Það væri síður hætta á, að maður yrði gabbaður, ef maður vissi, hvað lögin segðu. Hann hefði verið að velta þessu fyrir sér, og úr því að Gebbino hefði sjálf- ur áhuga á að setjast á skóla- bekk, þá væri sér ekki óljúft að leyfa honum það. „En ekki í skóla útlending- anna.“ Það væri ófrávíkjanlegt skilyrði. „Þú ert sonur særinga- manns, en kristniboðarnir hvetja fólk til að segja skilið við Satan, sem forfeður okkar liafa þjónað mann fram af manni. Reiði lians mun koma í Ijós, þótt síðar verði.“ Gebbino lét ekki segja sér tvisvar að fara í skóla. En hann þagði um ástæðuna fyrir áhuga sínum. í tvö ár sótti hann ríkis- skólann í Baqawle, og gekk f ramúrskarandi vel. Á þeim tíma varð hann sér úti um minni fræði Lúthers, sem eru kennd skírnþegum, og gladdist yfir því, sem hann las þar. Föð- ur hans grunaði sízt, að hann notaði sér lestrarkunnáttuna til þess að nema kristin fræði. Sumarið 1960 opnaðist Geb- bino leiðin til náms í barna- skóla kristniboðsins, á nokkuð óvæntan liátt. Og þótt undar- legt megi virðast af því, sem áð- ur er sagt, varð faðir hans vald- ur að þessari gjörbreytingu á högum hans. Foreldrum hans varð sundurorða, og sættir tók- ust ekki með þeim, og rak hann því mæðginin að heiman frá sér. Þau settust því upp hjá ætt- ingjum konunnar í sama þorpi. Nú var Gebbino ekki lengur undir áhrifavaldi föður síns, og gat því sjálfur valið sér skóla. Móðir hans gaf samþykki sitt við því, að hann færi í skóla kristniboðsins, og þar drakk hann í sig af hjartans lyst all- an þann fróðleik, sem kristnir kennarar gátu gátu miðlað hon- um. Framh. á bls. 32. Kofar svertingja eru yfirleitt ekki vandaðir mannabústaðir. En oft eru þeir fallegir á að Hta og falla vel inn í umhverfið. ------- Myndin fyrir neðan er af Benedikt Jasonarsyni, kristniboða, er hann skírir Konsópilt. t Islenzka kristniboðsstarfið í Konsó hófst árið 1954 og hefur þegar hor- ið fagra ávexti. Kristniboðarnir ánn- ast fræðslu- og líknarstörf og boða fagnaðarerindið um Krist, og liafa margir Konsómenn tekið trú og látið skírast. 6 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.