Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 10
$n.Kí»rn
PÉTUKSDÓTXIK,
Verzlunarskéla
klands
Hefuk þú nokkurn tíma hugsaS um það, hvers
vegna Jesús Kristur lifði hér á jörðinni, gekk um og
læknaði og prédikaði um Guð? Eða hvers vegna það
var svo mikill viðburður, að hann kom í heiminn,
að menn jafnvel miða ártalið við það? Þú hugsar ef
til vill sem svo, að Jesús hafi fæðzt á jólunum og þú
hafir heyrt, að hann væri frelsari mannanna. Það
cru margir, sem hugsa þannig og þekkja Jesúm því
nðeins af afspurn. En ég hef fengið náð til að taka á
móti honum sem mínum persónulega frelsara og
fengið að finna, að ég þarfnast hans.
í Biblíunni stendur: „Því að svo elskaði Guð heim-
inn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver,
sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“
(Jóh. 3, 16). Svo mikið elskaði Guð heiminn, þennan
syndumhlaðna heim, að hann gaf einkason sinn,
mönnunum til frelsunar. Mennirnir eru í eðli sínu
svo miklir syndarar, að þeir geta ekki fyrir eigin verð-
leika orðið hólpnir og eignazt eilíft líf, þegar lífinu
er lokið hér á þessari jörð. „Hann var særður vegna
vorra synda, kraminn vegna vorra misgjörða; hegn-
ingin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á hon-
um, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir“ (Jes.
53,5). Jesús Kristur var krossfestur af mönnunum.
En það, sem hélt honum við krossinn, voru syndir
alls mannkynsins, einnig mínar og þínar syndir.
Hegningin, sem við höfðum til unnið, kom niður á
honum. Honum, sem drýgði ekki synd; og svik voru
ekki fundin í hans munni. Hann er eini maðurinn,
sem lifað hefur syndlaus á þessari jörð, af því að
hann er Guðs eingetinn sonur. Það þurfti einn rétt-
látan mann til þess að láta lífið fyrir syndir alls
heimsins. Því að „einn er og meðalgangari milli Guðs
og manna, maðurinn Jesús Kristur", segir Biblían
(I. Tím. 2, 5). Og Guð, skapari himins og jarðar, gaf
af náð sinni son sinn syndugum mönnum til sálu-
hjálpar. Einnig þér, lesandi góður.
En það er ekki nóg að vita þetta, heldur verður
einnig að taka á móti því í trausti til heilags anda.
Þú, sem lest þetta og hefur ef til vill ekki tekið á
móti Jesú Kristi, þú skalt koma til hans í bæn og
biðja hann um fyrirgefningu á allri þinni sekt og
synd, og hann mun veita þér hana, því að hann þrá-
ir ekkert heitar en að þú gerist lærisveinn hans. Þú
skalt ekki slá því á frest, en gerðu það í dag, því að
„í dag er hjálpræðisdagur“, stendur í Guðs orði.
Komdu til Guðs, taktu á móti hans gjöf og játaðu
syndir þínar fyrir honum, og þá muntu öðlast þann
frið, sem æðri er öllum mannlegum skilningi, og þú
munt eignast hið eina, sanna líf.
En ef þú hafnar gjöf Guðs, hvemig ætlar þú þá
að fara að, þegar lífinu er lokið í þessum heimi? í
Guðs orði stendur: „Sá, sem trúir á soninn, hefur
eillíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, skal ekki
sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum“ (Jóh.
3, 36). Hefur þú í raun og veru ráð á að hafna gjöf
Guðs? Gætir þú staðið frammi fyrir augliti hins lif-
anda Guðs og hrósað þér af þvi lífi, sem þú hefur
lifað á jörðinni? Það getur enginn maður. Þess vegna
skalt þú koma til Jesú. Þú munt ekki sjá eftir því.
Þú getur komið til hans með allt, sem þér liggur á
hjarta, og hann mun leysa úr því eins og þér er fyrir
beztu. Og að lokum mun hann leiða þig til Guðs,
þegar lífi þínu lýkur hér á jörð. Því að Jesús sagði:
„Sá, sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi
mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur
hefur hann stigið yfir frá dauðanum til lífsins“ (Jóh.
5,24).
8 KRISTIUEGT SKOLABLAÐ