Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Qupperneq 11
ÆSKULÝÐSHEIMILIÐ
í MAINZ - KASTEL
FltANH
IIALFDÓRSSOIV,
csiimI. Ibcol.
Á bökkum Rínar.
Borgin Mainz í Þýzkalandi stendur á vestri bakka
Rínar, þar sem fljótið Main rennur í hana. Rínar-
fljót ryður sér þar ekki áfram eins og íslenzkar jök-
ulár, sem þekktar eru fyrir ólgandi straumþunga,
er þær bregða á leik yfir flúðirnar og byltast í hylj-
unum. Nei, Rín líður áfram, hæg og hljóð, eins og
mikilli móðu sæmir, djúp og dularfull, án þess að
truflast á nokkurn hátt. Þarna er áin breið og nokk-
uð lík stöðuvatni, og er mikil skipaferð um hana. En
nokkru fyrir norðan Mainz þrengist farvegur Rínar.
Þar liggja hæðadrög að henni á báðar hendur. Hæð-
imar umhverfis fljótið eru gróðurríkar og víða mikil
vínviðarrækt. Uppi á þeim standa allnhklar bygg-
ingar. Þar má sjá gamla kastala eða rústir af þeim
frá löngu liðinni tið. Einnig eru veitingahús, sem
hafa auðsjáanlega verið byggð vegna útsjónarinnar,
enda laðar fagurt útsýni jafnan ferðamanninn til sín.
Mainz er nokkuð stór borg (íbúar eru tæpar 200
þúsundir). Margar meiri háttar byggingar prýða
hana. Má þar nefna gamla dómkirkju, sem er byggð
í rómverskum stíl. Talið er, að elztu hlutar hennar
séu frá síðari helmingi 10. aldar. Gutenberg, sem
fann upp prentlistina, fæddist í Mainz. Hann stofn-
aði, ásamt fleirum, prentsmiðju í borginni. Fyrsta
bókin, sem þeir prentuðu, voru Davíðssáhnar. Þeir
komu út fyrir 500 árum, nánar tiltekið 1457. Á torgi
einu í borginni er standmynd af Gutenberg, er Thor-
valdsen gerði og gaf bænum. Hann hlaut heiðurs-
borgaratitil fyrir gjöfina.
Hvíta steinhúsiS.
Skammt frá hinni fornu dómkirkju liggur fögur
brú yfir Rinarfljót. Ekki langt frá brúnni, í því út-
hverfi borgarinnar, sem kallast Mainz-Kastel, stend-
ur hvítt, stórt steinhús. Fyrir þrettán árum var þar
ekkert hús að sjá, en í nágrenninu voru rústir einar
af völdum síðari heimsstyrjaldar. 1 marz árið 1949
hélt séra Horst Symanowsky, sem er starfsmaður
Gossnerkristniboðsins, fyrirlestur við Háskólann í
Mainz. Fyrirlestur hans fjallaði um „Kristniboðs-
ábyrgð þýzku kirkjunnar". Þar segir m. a.: „Kirkja,
sem vill ekki fara til fólksins, sem býr í rústum og
kjallaraholum, hefur fyrirgert rétti sínum til að berja
að dyrum húsanna, þegar sár styrjaldarinnar eru
gróm og húsin risin aftur af grunni. Við verðum að
fara til fólksins, setjast við borð þess og jafnvet
stunda þess störf. Við þurfum að eignast í Þýzka-
landi erindreka í Krists stað, boðbera, sem eru fúsir
að fara til þeirra, sem standa fjarlægir kirkju og
kristni.“ Það leið ekki á löngu, þangað til þetta
kali hreif. Strax í marz kom skólafólk bæði úr Há-
skólanum og framhaldsskólum borgarinnar til að
reisa æskulýðsheimili á bökkum Rinar. Þetta unga
fólk lét sig ekki muna um að fara í verksmiðjur,
þar sem byggingarefni er framleitt, og vann þar til
þess að fá nægilegt efni til húsbyggingarinnar. Síðan
var húsið allt byggt i sjálfboðavinnu. Sífellt fleiri
bættust í hóp sjálfboðaliðanna, og áður en lauk, höfðu
fimm hundruð æskumenn hvaðanæva að átt sinn
þátt í að reisa hvíta húsið af grunni. Séra H. Syma-
KRISTILEGT SKOLABLAÐ 9