Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Qupperneq 12

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Qupperneq 12
Hvíta húsið reist á bökkum Rínar. nowsky hafði forystu um allar byggingarframkvæmd- ir og hann hefur verið forstöðumaður æskulýðsheim- ilisins frá upphafi til þessa dags. Húsið var reist á vegum Gossnertrúboðsins og hefur það allan rekst- ur heimilisins með höndum. Á skömmum tíma varð Gossner-stofnunin þekkt víða um lönd. Hver var Gossner? Um aldamótin 1800 var skynsemisdýrkunin alls ráðandi í þýzkri guðfræði. Sjónarmið „skynsemistrú- armanna" voru þau, að þeir létu vitandi og viljandi mannlega skynsemi skipa æðsta dómarasætið um trú- málin. Jesús Kristur var ekkert annað en hinn góði kennari og leiðtogi, sem allir áttu að líta upp til. Kraftaverkum Krists var hafnað og einnig friðþæg- ingarverki hans. Fagnaðarerindið um hinn kross- festa og upprisna Drottin heyrðist vart lengur í þýzk- um kirkjum. Þess í stað voru ýmis almenn hugtök innihald allrar boðunar. Höfuðáherzla var lögð á fagrar dyggðir og ódauðleika mannssálarinnar. Krist- indómsskoðun skynsemisdýrkenda var mjög greiðfær en grunnskreið. Hún var tilraun til að leggja kenn- ingar takmarkalauss vísdóms undir gagnrýni tak- markaðrar dómgreindar mannsins. Getur nokkuð ver- ið óskynsamlegra en það? I raun og veru má segja, að kristindómurinn hyrfi, en í staðinn kæmu andleg búvísindi, sem aldrei hafa, hvorki fyrr né siðar, sval- að mannssálinni. Fáeinir, litlir hópar slógu skjaldborg um fagnaðar- erindið í landinu, en þeir urðu að þola háð og spott og jafnvel ofsóknir. Um þetta leyti kom fram maður, sem varð verkfæri Guðs til þess að koma af stað vakn- ingu, sem átti eftir að ná út yfir landamæri Evrópu. Þessi maður var Johannes Evangelista Gossner. Að loknu guðfræðiprófi var hann víða prestur í Þýzka- landi og Rússlandi. Gossner boðaði af djörfung fagnaðarerindið um hjálpræðisveg Guðs í Jesú Kristi: „Hann er friðþæg- ing fyrir syndir vorar, og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins (I. Jóh. 2, 2). Af gnægð hans höfum vér allir þegið og það af náð á náð ofan. Þegar sú náð Guðs lýkst upp fyr- ir mér, að hann geti fyrirgefið mér mínar syndir, eignast ég frið við Guð. Þá er sál mín leyst undan valdi hins illa, fjötrum synda og dauða. Hver hefur komið þessu til leiðar? Aðeins Jesús, Jesús. Allir sætt- ast fyrir hann. Þetta er undirstaðan, sem kirkja Krists hvílir á. Þennan boðskap þarf að boða Gyðingtnn, heiðingjum og öllum heimi. Þetta skyldi grópað skýr- um stöfum í hjarta sérhvers manns.“ Tólfta desember 1836, þegar Gossner var prestur í Berlín, komu þrír ungir menn til hans og kváðust fúsir til að starfa fyrir Drottin. Gossner hafði bæna- stund með þeim og á henni sannfærðist hann um það, að Guð vildi nota þá til þjónustu á kristniboðsakrinum. Þetta var upphafið að „Gossner-Mission“, sem nú hef- ur sent á f jórða hundrað kristniboða út um allan heim. Starfið í livíta húsinu. Æskulýðsheimilið í Mainz-Kastel rúmar hálft ann- að hundrað æskumenn, stúdenta og framhaldsskóla- nemendur. Um helmingur þessara skólanema eru flóttarnenn frá Austur-Þýzkalandi, heimilislaus ung- menni, sem hefðu e. t. v. að öðrum kosti komizt á vonarvöl. En á heimilinu eiga þeir athvarf og finna þar samfélag kristinna manna, sem þeir kunna að meta. Nemendurnir stunda nám í ýmsum skólum í Mainz, svo sem gagnfræða- og menntaskólum, verzl- unar- og iðnskólum, og stúdentamir nema við allar deildir Háskólans. Á heimilinu em einatt kvöldvökur. Þær em með ýmsu móti og oft af léttara tagi. En þungamiðjan eru uppbyggilegar samvemstundir. Þá em Biblíu- lestrar og samræður inn trúmál. Unglingamir em ófeimnir að spyrja um ýmis vandamál mannlegs lífs, og leysir sá, sem leiðir hverju sinni, vel úr spurning- um þeirra. Þá má ekki gleyma útilífi nemendanna. Skólaæskan skemmtir sér við alls konar leiki á flöt- inni fyrir framan húsið. Þar eru bæði knattspymu- og handknattleiksvellir, þar sem piltarnir heyja marga hildi. 10 KRISTILEGT SKOLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.