Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 13

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 13
Boðberar í verksmiðjum. Árlega eru haldin námskeið í Mainz-Kastel fyrir guðfræðinema, sem síðar ætla að verða prestar í iðn- aðarhéruðum Þýzkalands. Einn liður þessa námskeiðs er sá, að stúdentamir verða að vinna fulla vinnu inn- an veggja í verksmiðjum og iðnfyrirtækjum í Mainz eða þar í grennd. Þar fá þeir tækifæri til að ræða við verkafólkið, boða því hjálpræðisveginn og bjóða því að koma á samkomur í æskulýðsheimilinu til þess að kynnast starfsemi þess. í því augnamiði eru hafð- ir sérstakir „Gossner-sunnudagar“. Þá er öllum gest- um boðið til hádegisverðar. Siðan er starfið ritskýrt fyrir þeim, og að lokum er hugleiðing út frá Guðs orði. Þessir sunnudagar hafa gefið undraverðan ár- angur og alltaf stækkar sá hópur, sem vill rétta heim- ilinu hjálparhönd við útbreiðslu Guðs ríkis. GuS er með í starfi. Gossner-stofnunin skilur vel hlutverk sitt gagnvart heimakirkjunni, en þar fyrir gleymir hún heldur ekki heiðingjatrúboðinu. Á æskulýðsheimilinu fá t. d. iðnaðarmenn, sem finna köllun Guðs til að starfa að ákveðnum verkefnum á kristniboðsakrinum, sérstaka þjálfun, áður en þeir halda til fjarlægra heimsálfa, Æskulýðsheimilið í Mainz-Kastel. þar sem þeir vilja hjálpa til að útrýma hungri, ör- birgð og neyð heiðingjanna. En á hverju byggist allt þetta starf, sem unnið er i Mainz-Kastel? Klukkan átta árdegis safnast nokkrir námsmenn saman og hafa bænastund. Þar eru Guði færðar þakkir og hann beðinn að varðveita og blessa starfið þann daginn. Þannig er öll starfsemin i Mainz- Kastel lögð fyrir Drottin á hverjum degi, enda verða ávextirnir eftir því. LITLA BIBLIAN Það mun hafa verið Lúther, sem kallaði ritningar- versið Jóh. 3, 16 Litlu Biblíuna. Lúther hitti þar nagl- ann á höfuðið eins og endranær, því að í þessu versi er fólginn í stuttu máli kjarni kristindómsins, fagn- aðarerindið sjálft: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf Skólafólk, sem lærir önnur tungumál, hefur áreið- anlega gaman af að sjá, hvernig þetta vers er orðað á útlendum málum. Hér eru nokkur dæmi: Þýzka: Also hat Gott die Welt geliebt, dass er sei- nen eingeborenen Sohn gab, aus das alle, die an ihn glauben, nicht verloren werden, sondern das ewige Leben habe. Franska: Car Dieu a tellement aimé le monde, qu’il a donné son Fils unique, afin que quiconque croit en lui ne périsse point, mais qu’il ait la vie éternelle. Enska: For God so loved the world, that he gave his only begotten Son that whosoever believeth in him should not perish, but have everlasting life. Danska: Thi sáledes elskede Gud verden, at han gav sin son, den enbárne, for at enhver, som tror pá ham, ikke skal fortabes, men have evig liv. Latína: Ita enim Deus dilexit mundum ut Filium suum unigenitum illum dederit, ut quisquis credit in eum, non pereat, sed habeat vitam æternam. Grœnlenzka: Sillarsúb innue Gudib taima assaki- gei, Emetue untniullugo taukkonunga, tamarmik taursomunga opertut tammarkonnagit, naksaungit- somigle innursúterkarkollugit. Spænska: Porque de tal manera amó Dios al mundo, que ha dado á su Hijo LTnigénito, para que todo aquel que en él cree, no se pierda, mas tenga vida eterna. KRISTILEGT SKOLABI.AÐ \ \

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.