Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Side 18
FRELSARIER HA
KiJCIIIA s.
biiuvik,
fía|<iifræ<laNkólu
vrrknáms
Kæri vinur. Þér, sem lest þessa grein, vil ég segja,
að hún er til þín, hver sem þú ert og hvar sem þú ert.
Yfirskriftin er: „Frelsari er hann“.
Við vitum, hver frelsarinn er, því að á hverjum
jólum minnumst við Jesú Krists, frelsara okkai' mann-
anna. „Því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er
Kristur Drottinn í borg Daviðs“ (Lúk. 2, 11).
Ef til vill ert þú einn af þeim, sem finnst skrítið
eða jafnvel hlægilegt, þegar þú heyrir talað um frels-
ara og frelsun. En hefur þú nokkurn tíma hugsað
um Jesúm Krist sem hinn persónulega frelsara og
að þú þarfnast hans?
Eða hefur þú nokkum tíma beðið til Guðs, þegar
þú hefur verið í nauðum staddur og enginn er til að
hjálpa? Ég veit ekki, hverju þú svarar þessum spurn-
ingum, kæri lesandi. En mig langar aðeins til að biðja
þig að hugleiða þær.
Til hvers kom Jesús eiginlega til okkar mann-
anna? Jú, hann kom vegna þess, að við erum synd-
.-------------------------------------------------------
Stjórn K.S.S.:
ÞórSur Búason, Menntaskólanum, formaióur,
Stína Gísladóttir, Menntaskólanum, ritari,
Valgeir ÁstráSsson, Menntaskólanum, gjaldkeri,
Gunnar Jórtsson, Kennaraskólanum, meSstjórnandi,
Bertha Bruvik, GagnfrceSask. verknáms, meSstjórnandi,
Benedikt Arnkelsson, cand. theol., fulltrúi IÍ.S.F. og K.F.U.M.
Ritnefnd Kristilegs skólablaðs:
Valgeir AstráSsson, Menntaskólanum, ritstjóri,
Gunnar Jónsson, Kennaraskólanum,
Edda Gísladóttir, Fóstruskólanum,
ValgerSur Hrólfsdóttir, Verzlunarskólanum,
Bertha Bruvik, GagnfrœSaskóla verknáms.
V.______________________________________________________
arar. Hann kom til þess að frelsa okkur úr glötun
heimsins. Við erum syndarar eins og stendur í Róm.
3 23: „Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs
dýrð.“ Þú getur kannski ekki trúað, að þú og ég sé-
um syndarar og þurfum á náð Guðs að halda eða
vilt ekki trúa því. Þá skal ég segja þér, að það er satt.
Við erum öll syndarar og brjótum gegn Guði á hverj-
um degi.
Kæri vinur, ef til vill ert þú einn af þeim mörgu,
sem hugsa sem svo: Þig langar til að skemmta þér,
á meðan þú ert ungur. En að trúa á Guð, það er bara
fyrir gamla fólkið. En þá vil ég segja þér eitt. Það
hræðilegasta er, að þú hefur gleymt, að þú ert fjötr-
aður af syndum þínum. Þú ert þræll syndarinnar.
Og liver er hamingjusamur, sem er þræll syndar-
innar og fjötraður að eilífu? Þú getur horft á sjálf-
an þig. Ertu hamingjusamur, hefur þú fundið þá
sönnu hamingju, sem hægt er að eignast?
En hvernig getum við þá losnað við þessa fjötra?
.Tú, það er aðeins einn, sem getur losað hlekkina, og
það er Jesús Kristur. Hann einn getur frelsað okkur.
Hann hefur þegar dáið fyrir okkur mennina, með
því að vera negldur með syndum okkar á krossinn,
— sjálfur Guðssonurinn.
„Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son
sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3, 16). Fyrir
trúna á hann frelsumst við og eignumst eilífa lífið í
stað glötunar. „Hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgjörða, hegningin, sem vér
höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans
benjar urðum vér heilbrigðir“ (Jes. 53, 5). Hefur þú
efni á að hafna honum, sem vildi leggja líf sitt í söl-
16 KRISTILEGT SKOLABIAÐ