Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 22

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 22
Oh, roll Jordan, roll, I ivant to go to heav’n When I ’die, To hear sweet Jordan roll. (Ó, streym þú, Jórdan, streym, eg vil komast til himins, þegar eg dey, til þess að heyra hina Ijúfu Jórdan niSa.) I þessum sálmi syngja konurn- ar: „Oh, brother, you ought to be there“ (ó, bröÓir, þú ættir áS vera þar), og karlmennirnir: „Oh, si- ster, you ought to be there“, og loks allir: „Oh, preacher, you’d better be there“ (ó, prestur, þú verður aS sjá til þess, aS fm verS- ir þar). Þessi söngur er hrífandi og fullur af eldmöSi. Annar söngur lætur i Ijósi hina miklu gléSi, sem ríkir á himnum. Og tökum eftir því, aS þar eru nefndir hlutir, sem þrælarnir fóru á mis viS: I got a robe, you got a robe, All God’s children got a robe. When I get to heaven Goin’ to put on my robe, Goin’ to shout all over God’s heaven . . . (Eg á (sunnudaga)föt, þú átt (sunnudaga)föt, öll GuSs börn eiga (sunnudaga)föt. Þegar eg kem til himins, œtla eg aS fara í (sunnudaga)fötin mín, og síSan œtla eg aS hrópa (af gleSi) um allan himin GuSs.) 1 nœstu versum segir: „I got a shoe (skö), I got a song (söng), I got a crown (kórónu)“. Hér á jörS var söngurinn eiginlega þaS eina, sem þeir áttu. 1 raun og veru bera sálmarnir vott um djúpa og sterka biblíu- lega, kristna trú. Þar er talaS um GuS, skapara og herra jarSarinn- ar, og um Jesúm, frelsarann og konunginn, sem einu sinni gekk um á jörSunni. Þar hljómar hvatning til nýs lífs, til aS gefa sig GuSi á vald, luta honum í auSmýkt. „God is God“ er sérlega ■einfaldur, en áhrifamikill söngur 20 kristilegt skólablað um almætti og óbreytanleik GuSs: God is God. God never change. He made the stars to show the light, The moon to shine by night. J he whole creation, all his own ... (GuS er GuS, GuS breytist aldrei. Hann skapaSi stjörnurnar til þess aS bera birtu, tungliS til þess aS lýsa á nóttunni. Öll sköpunin, allt, sem hann á . . .) Þá gœtir margra tilbrigSa, þeg- ar fjallaS er um fœSingu frels- arans, allt frá hinum volduga söng: „Go, tell it on the moun- tains“ (fariS, boSiS þaS á fjöllun- um), til sálmsins fallega, sem lík- ist einna helzt vöggusöng: „Glory, glory to that newborn King“ (dýrS, dýrS sé hinum nýfædda konungi). I mörgum sálmum ræSa þrœl- arnir svo um Jesúm, aS hann sé sá, er leysir þá úr böndum, hann elskar þá, hann er trúr. Þótt Svertingjarnir vœru ánauSugir, þjakaSir og þrautpíndir, voru þeir samt frjálsir í anda. 1 hjarta sínu voru þeir engum bundnir nema Marian Anderson hefur áunnið sér lieimsfrægð fyrir óvenjufagra söng- rödd og frábæra túlkun — m. a. á negrasálmum. frelsaranum, þeir sem áttu trúna á hann. Já, það var í rauninni hann einn, sem þeir tilheyrSu. Þeir kvarta ekki yfir húsbœndum sínum, en hjartáS er fullt af söng um Jesúm. Þess vegna verSa þeir aS syngja um hann. Oft tala þeir um dauSa Jesú og upprisu og um hlýSni hans. Þar má einnig sjá mikla marg- breytni. I einum sálminum fáum viS áS heyra, aS englarnir lutu niSur, þegar Jesús hékk á kross- inum; talaS er um storminn, sem gekk yfir; um forhengiS í must- erinu, sem rifnáSi; um tungliS, sem varS rautt sem blóS. 1 öSrum sálmi hafa vottarnir orSiS og spyrja: Were you there When they crucified my Lord? (Varst þú þar, er þeir krossfestu Drottin minn?) Trú Svertingjanna var ekki dauS trú, heldur lifandi. Þess vegna skipar hi& kristna líf veg- legan sess í sálmum þeirra. Sér- staklega er oft talaS um gleSina, sem veitist þeim, er eignast hiS nýja líf í samfélagi viS frelsar- ann. En þaS er líka minnzt á skyldur og erfiSleika, eins og í „Jacob’s Ladder“: Sinner, do you love my Jesus? If you love him — Why not serve him, Soldiers of the cross? (Syndari, elskar þú Jesúm minn? Ef þú elskar hann, hví þá ekki aS þjóna honum, þér hermenn krossins? ) Fátt er eins hrífandi viS þessa sérkennilegu sálma og þaS, hvern- ig tjáS er hiS persónulega sam- band hins trúáSa viS frelsarann. Þetta verSur enn áhrifarikara, þegar þess er minnzt, aS hér tal- ar fólk, sem var í fjötrum: It’s me, oh Lord, Standing in the need of prayer. Not my brother, nor my sister, But me, oh Lord.

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.