Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Side 25

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Side 25
Kristileg 1 S 7 A i i skolamot Kristileg skólasamtök efna til skólamóts í sumarbúðum KFZJM í Vatnaskógi um bænadagana á hverju ári. Mót þessi eru sá þátturinn í starfi félagsins, sem vin- sælastur hefur orðið og gefið mestan ávöxtinn. Mótin eru alltaf vel sótt, og hefur oft fariS svo, að fœrri komust en vildu. Þarna gefast góð tækifœri til þess að anda áð sér heilnæmu ffallalofti og rétta úr bakinu eftir námsbókalestur. En tilgangur mótanna er fyrst og fremst sái að sameinast um boðskapinn um Krist og beina þeim til hans, sem hafa ■ekki fundið hann. Á kvöldin safnast þátttakendur saman fyrir framan arin- inn og halda kvöldvöku með ýmsu fróð- legu efni. En kvöldið fyrir heimferð er •orðið gefið laust, og stendur þá upp hvert ungmennið á fætur öðru og segir frá trúarlegri reynslu sinni. Á slíkum stundum hafa margir sannfœrzt um gildi fagnaðarerindisins um Jesúm Krist. Þeir sfá, að í trúnni á frelsarann er fólg- in hin sanna lífshamingfa. — I ár verð- ■ir mótið haldið samkvæmt venfu i Vatnaskógi. Lagt verður af stað úr Reykfavík miðvikudaginn fyrir páska, 13. apríl, en komið heim aftur laugar- daginn í sömu viklu. Eru nemendur framhaldsskóla hvattir til þess að kynna sér þessi mót. —• TJndanfarin ár hafa Skólasamtökin einnig gengizt fyrir mót- um í Vindáshlíð, sumarskála KFUK í Reykfavík, og í Kaldárseli, skála Kaldœ- inga KFUM í Hafnarfirði, og hafa þau líka verið mfög vel sótt. Vera má, að IÍSS efni til móta einnig á þessum stöð- um síðar á árinu. Oft eru ltyrrlátar stundir viS lestur og samræður. Fögur er Hlíðin — Vindáshlíðin! Hinn fagri skáli KFUK. Mótinu hefur verið slitið, og híllinn er að konia, og við verðum víst að fara heim, þótt við vildum helzl vera hér miklu lengur!

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.