Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 26

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 26
Dr. ÞÓItm Klt. I»ÓmiARS©3V, próíessor Fornleifafrædin og Biblían Gildi Biblíunnar í augum almennings er nokkuð annað í dag en það var allt fram til síðustu alda- móta. Hið sama má segja um notkun hennar, bæði í guðsþjónustunni og í einkalífi. Hefur hvoru tveggja farið hrakandi, bæði gildismati og notkun, og ber margt til. Hinn forni tíðasöngur, sem nú hefur lagzt af, byggðist á biblíutextum, er sungnir voru. Og notk- un Saltarans (Davíðs sálma) var mikil í guðsþjón- ustunni sjálfri og er raunar enn i þeim kirkjudeild- um, sem varðveitt hafa guðsþjónustuhefðina, eins og til dæmis í ensku kirkjunni. f hinum kristna heimi var Biblían fyrr mikið lesin og til hennar vitnað. Hér á landi hefur sennilega engin bók önnur reynzt drýgri til varðveizlu íslenzks máls en hin íslenzka Biblía, sem út kom i fyrsta sinn árið 1584; og áhrif hennar hefðu ekki orðið þau, sem menn telja, hafi hún ekki verið lesin. f enska heiminum eru áhrif Biblíunnar á bókmenntamálið alkunn, og stafa þau af almennum lestri Biblíunnar fyrr á tímum. Loks má geta þess, að Biblian var á fyrri öldum undir- staðan og viðmiðunin í guðfræðilegri hugsun, og verk- aði hún ekki ávallt til íhaldssemi! Til dæmis varð hún og rannsókn hennar Marteini Lúther aflgjafinn til uppreisnarinnar miklu gegn trúarhugmyndum samtíðarinnar. Breyting varð á þessu i upphafi tuttugustu aldar, eða um aldamótin síðustu, og veltur á um tima- ákvörðun, við hvað er miðað. Þess er þó skylt að geta þegar í stað, að í nýguðfræðinni, þ. e. nútíma guð- fræði líðandi stundar, hafa orðið aldahvörf í þessu efni, ef miðað er við hina gömlu nýguðfræði alda- mótaáranna síðustu. Fyrstu verulegu fornleifafræðilegu uppgötvanim- ar, sem gerðar voru i lok 19. aldar og snertu Biblíuna, svo og túlkun manna á þeim út frá hinni takmörk- 24 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ uðu þekkingu þeirra tíma, og ennfremur ný viðhorf í guðfræði, sem ýmist voru þá upp komin eða hófust af þessum sökum, gerðu það að verkum, þegar til lengdar lét, að sú skoðun varð almenn um hinn sið- menntaða heim, að sögugildi Biblíunnar, þó einkum Gamla testamentisins, væri tiltölulega lítið. Hið al- menna gildi þessarar bókar rýmaði þar með í aug- um alls þorra manna. Var það af þeim sökum, að menn telja sögugildi og sannfræði rita til höfuðkosta þeirra, — em jafnan glámskyggnir á hin margbreyti- legu gervi, sem sannleikurinn getur bmgðið sér í. Það er skemmst frá að segja, að uppgötvanir nú- tíma fomleifafræði Biblíulandanna hafa gjörhreytt skoðunum vísindanna á sögugildi Biblíunnar. En nið- urstöður rannsókna eiga einatt ógreiða og seinfama leið út til almennings, og því er það, að hið rétta gildismat á Biblíunni, skoðaðri frá sögulegu sjónar- miði, er ekki enn orðið almenningi fullkunnugt. Sögugildi Biblíunnar er þann veg farið, að forn- leifafræðin sýnir i stómm dráttum hinn sama gang sölulegrar þróunar og gengið er úr frá í Biblíunni. Er þar með auðsýnt, að Biblían er eitt hið merkasta sögurit veraldar, þar sem hún, auk þess að vera góð heimild um flest það, er hún ræðir, spannar yfir um það bil þrettán aldir, þótt hún segi raunar enn lengri sögu. Það er rétt og skylt í hverju máli að hafa það, sem sannara reynist. En í þessu efni er það sérstök skylda vor að koma sannleikanum áleiðis, þar sem hér er um að ræða þá bók, sem er undirstaða og lífs- uppspretta kristindómsins og kirkjunnar. Rétt skilin og rétt metin er Biblían lind endurnýjunar, nýs lífs. Og sannar það reynsla kristinna bræðra vorra um heim allan. Biblíu-„renaissance“ er um margt ein- kunnarorð nútíma kirkjulífs og guðfræði. Eiga Biblíu-

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.