Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Qupperneq 27
vísindin sjálf drjúgan skerf í þessari þróun og þeirra
á meðal fomleifafræðin.
Rétt er að benda á það hér, að sögugildi Biblíunn-
ar er ekki einhlítt sem vísbending um trúarlegt gildi
hennar. Mörg em þau rit fomaldar, er mikið sögu-
gildi hafa sem heimildir, en flytja okkur engan boð-
skap um tilgang lífs okkar, —- enga þá kenningu, er
við getum byggt líf okkar á. Það er kenning Biblí-
unnar, boðskapur hennar um Guð og elsku hans í
lífi Krists, í lífi hinnar útvöldu þjóðar — og sem fyr-
irheiti — í lífi hverrar kynslóðar kristinnar kirkju,
sem gefur henni hið eina raunverulega gildi, er hún
hefur sem trúarbók. Fomleifafræðin getur ekki
„sannað“ neitt um réttmæti boðskaparins, sem Bibl-
ían flytur. Tilvera Guðs verður aldrei „sönnuð“ með
þeim hætti, sem menn sanna náttúrulögmál. Hin
eina sönnun trúarinnar er sönnun anda og kraftar.
Það er trúarreynslan ein, sem sannfærir manninn
um synd hans og náð Guðs. Og reynslusönnunin er
hið eina, sem gerir okkur kleift að heyra Guð tala til
okkar í þeim dæmum, sögum og ræðum, sem við les-
um á blöðum Biblíunnar. —- — Engu að síður er
fomleifafræðin forvitnileg; og athyglisvert er það,
hvemig hún sýnir okkur Biblíuna í nýju ljósi sagn-
fræðinnar.
Fomleifafræðin fjallar rnn fomar minjar hvers
konar, einnig ritaðar heimildir. En aðallega rann-
sakar hún byggðasögu og les úr leifum byggðra bóla
margvíslegar upplýsingar, sem að haldi koma al-
mennri sagnfræði, menningarsögu og trúarsögu hvers
tímabils. Biblíuleg fornleifafræði fjallar sérstaklega
um sögu Biblíulandanna, en auk þess er hún svo ná-
tengd þeirri sögu sjálfri, sem Biblían segir, að niður-
stöður hennar nýtast þá fyrst til fulls, þegar þær eru
skoðaðar í Ijósi annarra greina Biblíuvísindanna, svo
sem menningarsögunnar, trúarsögunnar, málsögunn-
ar. Það má því segja, að biblíuleg guðfræði sé tvinn-
uð þessum þráðum, en uppistaða sé hin guðfræði-
lega hugsun.
Hvenær hefst saga fomleifafræði Biblíulandanna?
Erfitt er að setja upphafinu tímamörk. En skömmu
eftir aldamótin 1600 bárust til Evrópu fyrstu fom-
menjar, er veittu upplýsingar um forn menningar-
ríki Mesópótamíu. Nútíma fornleifafræði hefst samt
miklu síðar og hin vísindalega aðferð er ekki komin
á fastan gmndvöll fyrr en undir lok 19. aldar. Hinn
frægi Rósetta-steinn, er franskur yfirmaður í her
Napóleons fann í Nilardeltunni um aldamótin 1800,
varð lykillinn að hinu foma máli Egyptanna. Það
var franskur maður, Champollion, sem leysti gátu
híeróglýfursins. Um miðbik 19. aldar voru fyrst ráðn-
ar rúnir Akkadískunnar (assýrísku og babýlónsku),
en mestum tíðindum sætti það, er fannst „bókasafn“
Assúrbanapals konungs Assýríumanna (d. um 633
f. Kr.). Rannsóknir þeirra texta, er þá fundust, leiddu
í ljós hinar babýlónsku sögur um sköpun heims og
flóðið mikla, er komu af stað miklum umbrotum í
guðfræðiheiminum.
Mikið starf var unnið á þessu lokaskeiði 19. aldar-
innar, en fornleifakönnun var ærið persónubundin
um niðurstöður sínar, þar eð örugga aðferð, til ald-
ursákvörðunar skorti. Það var Sir Flinders Petrie,
sem fann lykilinn að tímasetningunni árið 1890, og
lagði þannig grundvöllinn að nútíma-fornleifafræði
Biblíulandanna. Hann veitti því athygli við uppgröft
borgarinnar Hell el-Hesi, að gerð leirkera, sem lesa
mátti úr leirkerabrotum jafnt sem heilum kerum,
var síbreytileg. En breytingamar fylgdu ákveðnum
reglum eftir því, hvar leirkeraleifarnar voru stað-
settar, — hversu ofarlega eða neðarlega. Stílbreyt-
ingar þessar gátu því orðið til leiðbeiningar um ald-
ur hvers jarðlags. Og nú er svo komið, að þekking
manna á stílsögu leirkeragerðarinnar er orðin svo
nákvæm, að hægt er að kveða nákvæmlega á um ald-
ur leirkera og leirkerabrota og þess umhverfis, sem
þau finnast í. Aldursákvörðun með hinni svokölluðu
Carbon 14-aðferð, sem er byggð á mælingu geisla-
virkni lífrænna leifa, staðfestir algjörlega nákvæmni
aldursákvörðunar eftir leirkeragerð. Og það er
skemmtilegt í þessu sambandi, að þegar leirker hef-
ur brotnað í brot, sem eru ekki stærri en lófi manns,
varðveitast brotin um aldur. Þannig geta menn far-
ið fótgangandi um sumar fornar byggðir þessara
landa og lesið byggðasöguna úr þeim leirkerabrot-
um, sem liggja á yfirborði. Hinn kunni bandaríski
fomleifafræðingur, Nelson Glueck, hefur einmitt gert
furðulegar uppgötvanir um byggðasögu Negeb-auðn-
arinnar (sem eitt sinn var í rækt) með þessu móti.
Fram yfir aldamótin 1900 var fornleifafræðin að
mestu leit að fomum dýrgripum, safngripum. Nú er
hún orðin nákvæm vísindagrein, þar sem beitt er nú-
tíma tækni við könnun, skrásetningu, ljósmyndun og
flokkun. Mér hefur ávallt fundizt starf fornleifafræð-
ingsins líkjast þolinmæðisverki leynilögreglumanns-
ins, sem rannsakar með stækkunargleri sinnar ýtr-
ustu nákvæmni öll verksummerki á þeim stað, þar
sem verknaðurinn var framinn! Allt, jafnvel hið
smæsta, —- kannske eitt mannshár -—• getur gefið
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 25