Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 29
grafnar hafa verið upp, og látið hugarflugið bera sig
aftur í aldimar. Mannvirki Salómons í Megiddó og
öðmm borgum hafa aftur séð dagsins ljós (eða rétt-
ara sagt rústir þeirra), og nú er vitað, að hann rak
velheppnaðan málmbræðsluiðnað við Aqabaflóann,
því sjálfir málmbræðsluofnarnir eru fundnir. En um
musterissmíð hans verður ekkert annað ráðið en það,
sem vitað er úr Biblíunni með samanburði við must-
erisgerð nágrannaþjóðanna. Fílabeinsskurðurinn frá
Samaríu vitnar um auðlegð höfuðborgar Norðurríkis-
ins, en jafnframt um spillingu hennar, sem spámenn-
irnir töluðu í gegn, og Lakís-„bréfin“ (árituð leir-
kerabrot) veita okkur innsýn í angist hinna síðustu
daga fyrir fall Jerúsalem. Daglegt lif ísraelsmanna,
trúarsiðir þeirra, saga og menning hefur þannig
færzt undarlega nálægt okkur við uppgötvanir fom-
leifafræðinganna. —- Og þannig mætti lengi telja.
Hér gefst ekki ráðrúm til þess að lýsa einstökum
þáttum þessa máls. En að lokum skulu hér rædd
stuttlega nokkur höfuðatriði, er snerta rétta túlkun
á hinu sögulega gildi Biblíunnar.
Eins og að ofan greinir, hefur fomleifafræðin leitt
í ljós, að rit Biblíunnar eru hinar beztu sögulegu
heimildir. Það gefur að skilja, að fomleifafræðin
sannar ekki trúarlegt gildi Biblíunnar. En samt eru
nokkur tengsl milli hins sögulega gildis og hins trú-
arlega. Það skiptir þannig miklu máli, að lýsingar
Samúelsbókanna (svo að dæmi sé tekið), sem miða
að því eins og önnur rit Biblíunnar að sýna fram á
handleiðslu Guðs á lýð sínum, em gmndvallaðar á
sögulegum staðreyndum. Það skiptir máli, að lof-
gjörðarsálmar meðal Davíðssálma, sem hafa yfir
„hina heilögu sögu“ allt frá Abraham, um Móse til
fyrirheitna landsins, segja frá höfuðviðburðum, sem
við vitmn, að áttu sér stað. Trúin þarf þannig ávallt
að grundvallast á því, sem er raunverulegt, á sér
stað og stund. Því að hér ríkir sérstakt samband sögu
og trúar, sem er sérstætt fyrir Biblíuna og sér í lagi
Gamla testamentið. Trúin er ekki innri hugarsýn
eingöngu. Hún er ekki aðeins „andleg“ vitund. Trúin
og jarðneskt þjóðlíf og einstaklingslíf em tengd órofa
böndum í Biblíunni. í hinni biblíulegu guðfræði,
sem áður var drepið á, að þyrfti að tengjast fom-
leifafræðinni og öðmm greinum Biblíufræðanna,
hefur þessi áherzla á „söguna“ mikla þýðingu. Hún
mergir hin nánu tengsl, sem em milli prédikunar-
innar (t. d. prédikunar Jesaja eða prédikunar Jesú)
annars vegar og hins lifaða, „daglega“ lifs mannsins
hins vegar. Fornleifafræðin varpar nú ským ljósi á
Lakís-„bréfin“.
samtíð þá og samtíðarvandamál, bæði stjórnmálaleg,
menningarleg, efnahagsleg og önnur þau „daglegu“
vandamál, sem t. d. Jesaja gerði að umtalsefni. Við
skiljum nú miklu betur en áður merkingu þeirrar
trúarkenningar, sem flutt er í hinum ýmsu og marg-
víslegu ritum Biblíunnar. Það mannlega, „daglega"
líf, sem trúarkenningin beinist að og miðast við, er
nú betur þekkt en áður. Og jafnframt erum við
minntir á cðli hins hebresk-kristna trúarhugtaks, sem
er fjarri því að vera dulrænt, cn setur í öndvegi þjón-
ustuna við náungann, ábyrgðina gagnvart samborg-
urunum, samfélaginu.
Hin mikla áherzla, sem stundum er lögð á hið bók-
staflega „sannleiks“-gildi, er villandi í sumum sam-
böndum. Þannig felst gildi sköpunarsögunnar ekki í
lýsingu hennar á því, hvcrnig heimurinn varð til.
Við vitum í dag, að heimurinn var ekki skapaður á
sjö dögum, heldur á milljónum ára. Það haggar ekki
gildi sköpunarsögunnar, sem segir frá því, að Guð
stendur að baki heimsrásinni og gefur henni tilgang.
Tilgangur heimsins, lífsins, sögunnar, er rauði þráð-
urinn, sem gengur í gegnum Biblíuna alla, allt frá
Framh. á bls. 32.
KRISTILEGT SK.OLABLAÐ 27