Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Blaðsíða 30
CISLI II. I IEIiN.EIlSSSOV.
>l<‘iml aNkúlnmim I Rpykjavík
Sekt og sáluhjálp
„Takið meS hógvœrS ú móti hinu gróSursetta
orSi, er frelsaS getur sálir ySar“ (Jak. 1,21).
H vort skyt.di bctur hæfa breyskum mönnum að
vera gjörendur orðsins eða setjast í dómarasæti gagn-
vart bví?
Mörgum finnst þeir vel hafa efni á því að gerast
dómarar yfir Guðs orði og hafa aðeins það, sem þeim
hentar bezt, en slík afstaða leiðir frá Guði og for-
herðir hjörtun.
í ofangreindu versi talar Biblían um frelsun sálar-
innar — hvað er nú það?
Er ekki allt í lagi með okkur?
Margir skilja ekki þetta „frelsunartal“, finnst þeir
raunar einskis frelsara þarfnast. Við skulum íhuga
það örlítið nánar.
„Því að þótt einhver héldi allt lögmálið, en hras-
aði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boð-
orð þess“ (Jak. 2, 10): Hversu margir standast þenn-
an dóm? I^ykist einhver vera saklaus? Þá skulum við
bara líta á annað vers, Jak. 4, 17: „Hver, sem því
hefir vit á gott að gjöra og gjörir það ekki, honum
er það synd.“
Eg held, að enginn, sem tekur þessi orð alvarlega,
komist hjá því að líta á sjálfan sig sem syndara.
Nú kann að vera, að þú, sem þessar línur lest, við-
urkennir það vera rökrétta niðurstöðu, en finnir þó
ekkert til þess sem persónulegrar staðreyndar.
Minnztu þá þess, að vegna þessarar syndar þinnar
gaf Guð son sinn í dauðann. Vegna þín drakk frels-
arinn þann kaleik, sem Faðirinn rétti að honum, var
hæddur og svívirtur og festur upp á krossins tré.
Jafnvel allt þetta verður þér gagnslaust, ef við-
brögð þín eru röng, en takir þú við Jesú í trú, er sál
þin frelsuð frá afleiðingum syndarinnar, því að þján-
inguna, sem þér bar, tók hann á sig með krossdauð-
anum.
Vera kann, að þú segir í vonleysi eða örvæntingu:
„En ég get ekki trúað.“ Það er aðeins eðlileg afleið-
ing, en jafnframt staðfesting á synd þinni.
Hafðu ekki áhyggjur af því, vinur, ef þú aðeins
vilt fylgja Jesú, það nægir. Guð sér um hitt. Hann
hefur lofað þvi, að hver, sem leiti hans af öllu hjarta,
muni finna hana, og Jesús sagðist engan skyldu burt
reka, er til hans kæmi.
Heilagur andi mun sýna þér, að syndin er rótföst
í þínu innsta eðli og þér verður ljóst, að Kristur er
þín eina von, „og með fögnuði munt þú vatn ausa
úr lindum hjálpræðisins“ (Jes. 12,3).
Þessi var að minnsta kosti mín reynsla. Það eina,
sem ég þurfti að gera, var að koma í einlægni fram
fyrir auglit Guðs og biðja hann að taka mig að sér
og gera mig að sínu bami. Síðan hefur trú mín lif-
að af hans náð.
Stundum hefur það fengið mér skelfingar að horfa
fram á lífsleiðina, ég hef óttazt að geta ekki staðið
stöðugur allt til enda, en náð hans nægir og er ný
með hverjum degi, og lausnin hefur verið sú að varpa
öllum áhyggjum á Drottin og láta hverjum degi
nægja sina þjáningu.
Þannig lærist okkur „að taka með hógværð á móti
hinu gróðursetta orði“, því það verður okkar „matur
og drykkur“, og þegar við lærum að þekkja okkur
sjálf, hættum við að dæma orðið.
„Auðmýkið yður fyrir Drottni,
og hann mun upphefja yður.“
28 KRISTILEGT SKOLABLAÐ