Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Qupperneq 32
Í IWIÍ Sli;rilll.lÖll\SSOV. Menntaskólannm í Reykjavik
í BANDARÍKJUNUM
Það er sunnudagnr, og við erum stödd í smábæ ein-
um í Bandarikjunum, nánar tiltekið í suðurhluta
Pennsylvaníurikis. Klukkan er um 9, og við heyrum
kirkjuklukkur hringja. Við rennum á hljóðið og sjá-
um lútherska kirkju. Margt fólk stefnir til hennar,
fjölmargir bilar eru umhverfis hana.
Við tökum eftir því, að fólkið fer ekki inn um aðal-
inngang kirkjunnar, heldur inn um hliðardyr, inn í
einhverja hliðarbyggingu. Okkur þykir þetta undar-
legt, en göngum þar samt inn sjálf. Okkur sýnist
þetta vera skólabygging. Skólabygging? Hvað á það
nú að þýða að hafa skólabyggingu byggða við kirkju?
Við stöndum þarna eins og glópar og vitum ekki,
hvað við eigum að gera. Allt í einu kemur til okkar
vingjarnlegur maður, sem kynnir sig. Við segjum
deili á okkur. Hann býður okkur velkomin til messu,
en á undan verði sunnudagaskóli.
Nú-já. Heima hjá okkur eru þeir nú venjulega
bara fyrir börn, en okkur sýnist þama vera þó nokk-
uð af fullorðnu fólki. Svo eru margar kennslustofur.
Já, segir þessi nýi vinur okkar. Kirkjan í Banda-
ríkjunum er ekki ríkiskirkja, og er trúarbragða-
fræðsla í almennum skólum því bönnuð. Kirkjan
verður því sjálf að sjá fyrir kristinfræðikennslu og
gerir það í sunnudagaskólum, sem bæði eru fyrir
unga og gamla.
Hann tekur okkur með sér inn í sal, þar sem jafn-
aldrar okkar sitja. Við setjumst þar inn og bíðum.
Nákvæmlega kl. 9,15 er hringt bjöllu í hverri stofu,
og einn maður stendur upp og tilkynnir sálmnúmer.
30 KRISTILEGT SKOLABLAÐ
Eftir sálminn er lesin ritningargrein og beðið bænar.
Þá hefst kennslan.
Námsgreinin er saga kristinnar kirkju, og er tíma-
bilið siðbótin. Kennarinn heldur stuttan fyrirlestur.
Síðan spyr hann spuminga, og umræður spinnast út.
Fyrr en varir er tíminn búinn, og er skólanum slit-
ið með þvi, að allir biðja saman Faðir vor, og síðan
ganga allir út.
Við hittum vin okkar frá því áðan, og hann býður
okkur að verða viðsödd messu, sem byrja eigi eftir
nokkra stund.
Hann segir, að það eigi að vera altarisganga. Hún
færi reyndar ekki fram alltaf í hverri guðsþjónustu,
heldur hér einungis átta sinnum á ári. Sá, sem telj-
ast vill virkur meðlimur kirkjunnar, skal fara til alt-
aris a. m. k. einu sinni á ári. Sums staðar færu þær
þó fram einu sinni í mánuði eða jafnvel oftar. Okkur
væri velkomið að ganga til altaris, þó að við værum
ekki meðlimir.
— Nú, eru til kirkjur mótmælenda, sem ekki leyfa
öðrum að koma til altaris en meðlimum?
— Já, segir hann. Nokkrar lútherskar kirkjur hafa
svokallað lokað altarisborð, þ. e. a. s. leyfa ekki öðr-
um að ganga til altaris en þeim, sem áður hafa skrift-
að. Lútherska kirkjan hér, heldur hann áfram, er
klofin í þrjú félög. Er það okkar félag, er nefnist The
Lutheran Church in America (L.C.A.). Hún er lang-
stærst. Önnur kirkjan er The American Lutheran
Church (A.C.). Þriðja kirkjan er Lutheran Church,
Missoury Synod (L.C.M.S.). Ástæðan fyrir þessum