Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Side 33
klofningi er upprunalega sú, að þeir, sem stofnuðu
þessar kirkjur, voru af mismunandi þjóðemum. Stofn-
endur L.C.A. eða þeir, sem mótuðu hana, komu frá
Þýzkalandi á dögum rétttrúnaðarins. Þeir, sem stofn-
uðu A.L.C. vom Norðmenn, en L.C.M.S. stofnuðu
þýzkir heittrúarmenn, seint á 18. öld. Hún er lang-
föstust fyrir og neitar öllu sambandi og samvinnu
við aðrar kirkjudeildir. Það, sem skilur A.C. og L.C.A.
að, er það, að A.C. hefur lokað altarisborð. Ef til vill
mun takast að sameina þær bráðlega, og mundu þá
einungis vera tvö kirkjufélög evangelisk-lútherskra
manna.
Við göngum nú til kirkjunnar. Hún er troðfull.
Samt tekst okkur að ná okkur í sæti. Verið er að
leika á orgelið, er við komum inn. Þegar klukkan
slær, er hætt, og inn kemur söngkórinn í skrúðgöngu
og sezt í sæti sín í stúku til hliðar við altarið. Aftast
í hópnum gengur drengur skrýddur „hempu“ og
hvítum stuttkyrtli utan yfir. Hann kveikir á kert-
unum, fyrst því, sem er hægra megin, en síðan því,
sem vinstra megin er. Síðan hneigir hann sig fyrir
altarinu og gengur til sætis síns. Allir í kirkjunni
standa upp, og byrjað er að syngja fyrsta sálminn.
Ekkert bólar á prestinum. Jú, þama kemur hann
inn, þegar búið er að syngja fyrsta sálminn. Hann
stanzar fyrir framan altarið og byrjar guðsþjónust-
una í nafni heilagrar þrenningar. Okkur finnst hann
einkennilega skrýddur. Hann er í svartri hempu, en
hefur engan kraga. Þá er hann í hvítu rykkilíni og
með stólu. En stóla er band, er getur verið mismunandi
að lit og liggur yfir axlimar og niður með síðunum.
Allir krjúpa niður og játa syndir sínar. Þá stendur
presturinn upp og boðar þeim, sem iðrast, fyrirgefn-
ingu allra sinna synda. Prestur gengur inn að altar-
inu, og söfnuðurinn syngur inngöngusálm, en eftir
hann miskunnarbæn og því næst dýrðarsöng. Dýrð
sé Guði í upphæðum . : . Þegar prestur hefur heilsað
söfnuði og lesið kollektu, setjast allir niður, og les-
inn er pistill. Menn standa upp undir guðspjalli og
trúarjátningu. Eftir trúarjátningu er svo prédikun,
en strax á eftir henni kemur það, sem okkur þykir
hvað undarlegast.
Fjórir menn ganga upp að altarinu og taka við
diski af presti. Síðan ganga þeir til fólksins, og hver
og einn lætur peninga á diskinn. Fylgdarmaður okkar
hvíslar því að okkur, að þar sem kirkjan njóti einsk-
is opinbers styrks, afli hún sér tekna eingöngu á
þennan hátt.
Fórnin er síðan borin upp að altarinu, og prestur-
inn blessar hana. Þá er beðin almenna kirkjubænin,
að efni til sú sama, sem prestar biðja hér heima af
stóli.
Þá hefst undirbúningur altarisgöngunnar með
bænagjörð og lofgjörð, en hann endar með Agnus
Dei, Guðs lamb. Við tökum eftir því, að fólk krýpur
ekki uppi við altarið, heldur stendur aðeins. Enn-
fremur tökum við eftir því, að leikmaður útdeilir
víninu, en prestur brauðinu.
Já, messan virðist ókunnugleg við fyrstu sýn. En
er við tökum að hugsa um það betur, sjáum við, að
þetta er sú hin sama messa, er við íslendingar not-
uðum frá siðbót og til þess tíma, er skynsemistrúar-
menn breyttu forminu og nýguðfræðingar „endur-
bættu“ svo til þess sama forms, er við höfum nú.
Bandarikjamenn hafa því getað varðveitt þann arf,
sem við týndum.
Við göngum út úr kirkju og tökum í hönd prests-
ins. Fylgdarmaður okkar býður okkur að koma með
sér heim og þiggja mat. Jú, við þiggjum það og ásetj-
um okkur að fræðast nú eitthvað um kirkjuna.
Það stendur ekki á gestgjafa okkar að svara spurn-
ingum okkar.
— Söfnuðinum stjórnar 15 manna ráð, sem er
kjörið til 3 ára í senn, og er prestur sjálfkjörinn 16.
maður og forseti þess. Einn þriðji ráðsins er kjörinn
á hverju ári. Undir því starfa ýmsar nefndir, og eru
þær ráðgefandi. Þær eru skipaðar 5—7 mönnum, og
er venjulega einn þeirra úr safnaðarráði. Þær koma
saman til fundar, og mega fundimir gera tillögur,
er síðan eru lagðar fyrir safnaðarráð til samþykktar
eða synjunar. Nefndimar em gagnlegar, því að þær
gera svo marga ábyrga um stjórn safnaðarins.
Auk nefndanna em svo starfandi ýmis félög.
Æskulýðsfélag er hér í tveim deildum, eldri og yngri.
Það mætir til fundar á hverjum sunnudegi. Einhver
meðlimanna heldur erindi um eitthvert ákveðið efni,
og síðan spinnast út umræður um það.
Nú, auk þess em bræðra- og systrafélög, er starfa
svipað og æskulýðsfélagið, nema þau em fyrir full-
orðið fólk, sem gengið er úr æskulýðsfélaginu. Svo
era áhugamannafélög, t. d. félag ungra manna um
kristniboð, Biblíulestrarhópar o. fl. Segja má, að nær
allir hafi eitthvert verk með höndum fyrir kirkju
sína, og reynt er að veita öllum einhver verkefni.
— Við lútherskir menn emm ekki fjölmennasta
kirkjudeildin hér. Og alls em um 250 mismunandi
kirkjudeildir í Bandaríkjunum. En segja má, að þær
allar starfi svipað, og sameiginlegt með þeim öllum
KRISTILEGT SKOLABLAÐ 31