Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Side 35

Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Side 35
VERK GEÐS Framh. af bls. 7: Það, sem við þurfum því að gera, er að trúa. „Þeir sögðu því við hann: Hvað eigum vér að gjöra, til þess að vér vinnum verk Guðs? Jesús svaraði og sagði við þá: Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann, sem hann sendi“ (Jóh. 6,28—29). Hér sjáum við, að lífið veit- ist af náð fyrir trú, en ekki fyrir eigin verk. Það eina, sem maðurinn getur, er að trúa á Jesúm Krist. Og svo er það blóð Krists, sem hreinsar af allri synd þannig, að syndin er ekki lengur til aðskiln- aðar milli Guðs og okkar mannanna, ef við trúum. En allt gerir Guð fyrir okkur, án hans megmun við ekkert. Við getum ekki skapað í okkur trúna, því að hún fæst aðeins fyrir gjöf heilags anda. Orð Guðs þarf að fá að hljóma til okkar inn í hjörtu okkar og skapa þar trúna fyrir heilagan anda. Og þá munum við eignast frið og staðfestu. Án Guðs, erum við villuráfandi og óánægð, fáum aldrei fullnægt innstu hjartans þrá okkar, en Guð getur gefið friðinn í hjartað, einmitt þann frið, sem það þráir. Þessi grein er skrifuð af því, að eitt sinn gaf Jesús Kristur lærisveinum sínum skipun um að fara út um allan heiminn og boða mönnunum fagnaðarerindið um hann, sem tók á sig syndir allra manna. Nú hef- ur þessi boðskapur borizt þannig kynslóð eftir kyn- slóð, í bráðum tvö þúsund ár. Hann kemur nú til þín, og ég vil vekja athygli þína á honum, því að hann hefur reynzt mér sannur og þess virði, að við honum sé tekið. Lestu Biblíuna, og í henni muntu finna orð lífsins, sem veitir þér það, sem þú þarfnast. Guð gefi þér náð til þess að eignast trúna á frelsar- ann, Jesúm Krist, og frið í sálu þinni. KRISTILEGT SKOLABLAÐ 33

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.