Skák


Skák - 15.04.1956, Blaðsíða 3

Skák - 15.04.1956, Blaðsíða 3
SKÁK Ritatjóri oq útgefandí: Birgir Siourösson — Ritnefnd: Inoi R. Jóhannsson, Eínar Þ. Mathieaen, FriöriTc ólafsson oq Arinbjörn Guö- mundsson — Blaöiö kemur út 8 sinnum á ári, 16 síöur í hvert sinn — Áskriftarverö þess er kr. 65.00 — Einstök blöö kr. 10.00 — Gjalddaoi er 1. janúar — Aforeiösla blaösins er á Roltsoötu 81 — Prentaö i ísafoldarprentsmiöju h.f. Friðrik sigurvegari í Guðjóns-mótiiiu Taimanov og llivitsky jafnir i 2. sœti Nú hefur rætzt sá óskadraumur íslenzkra skákunnenda, að fá hing- að til lands rússneska skákmeist- ara til keppni við íslenzka skák- menn. Snemma á s.l. hausti skrifaði stjórn T.R. rússneska skáksam- bandinu og bauðst til að greiða allan kostnað við komu tveggja rússneskra skákmanna til Reykja- víkur, og í febrúar-byrjun var endanlega ákveðið, að íslenzkt- rússneskt skákmót skyldi fara fram í Reykjavík í marz-mánuði. Rússneska skáksambandið valdi til keppninnar stórmeistarann Tai- manov, sem er núverandi skák- meistari Sovétríkjanna, og hinn kunna alþjóðlega meistara Ilivit- sky. Ákveðið var, að mótið skyldi haldið til minningar um Guðjón M. Sigurðsson, og var flestum kunnustu skákmönnum bæjarins gefinn kostur á að reyna þar hæfni sina. Því miður sáu ýmsir beztu skákmennimir sér ekki fært að keppa. Einkum verður að harma, að Guðmundur Pálmason, Ingi R. Jóhannsson og Guðmund- ur S. Guðmundsson voru ekki meðal þátttakenda. Þrátt fyrir fjarveru þeirra verð- ur að telja Minningarmót Guðjóns M. Sigurðssonar hörðustu skák- keppni, sem fram hefur farið hér- lendis. Um árangur einstakra keppenda vii ég fátt eitt segja. Þar talar vinningaskráin skýrustu máli, og sýnir glöggt, að keppendur skipt- ust í tvo flokka eftir styrkleika. 3% vinningur skildi að 3. og 4. mann og er sá munur ærið um- hugsunarefni. Mikla ánægju vakti það, að Friðrik Ólafsson bar sigur úr být- um. Hann hefur ekki fyrr en nú tekið þátt í skákmóti innanlands síðan árið 1953, er hann vann nauman sigur í Landsliðskeppn- inni. Allir vita, að hann ber nú ægishjálm yfir aðra íslenzka skák- menn, en mörgum hefði samtþótt það ótrúleg spá fyrirfram, að Frið- rik myndi sigra alla hina íslenzku keppinauta sína og ná hærri vinn- ingatölu en sjálfur Sovétmeistar- inn. En þessi árangur kostaði mikla vinnu, — og söknuðu marg- ir þess skákstíls, sem mestan ljóma hefur varpað á skákkónginn okkar. Taimanov virtist minnst þurfa fyrir sínum vinningum að hafa. Hann komst aldrei í taphættu, en Benóný reyndist honum erfiðast- ur að þessu sinni. Ilivitsky tefldi mjög vel og ör- ugglega, en hefði átt skilið að tapa fyrir Benóný. Aðeins 1% vinningur greindi að 4. og 10. mann í mótinu, og sýnir það glöggt hve hörð baráttan var milli hinna 7, sem skiptu með sér óæðri sætunum. Gunnar Gunnars- son tók í fyrsta sinn þátt í erfiðu skákmóti. Vakti frammistaða hans talsverða athygli, og verða fram- vegis gerðar til hans miklar kröf- ur. Benóný Benediktsson jók mjög hróður sinn sem skákmaður með því að ná jöfnu móti báðum Rúss- unum. —• Aðrir keppendur bættu engu við vöxt sinn að þessu sinni. Mótið fór fram í Sjómannaskól- anum dagana 12.—25. marz. Til- högun þess var með öðrum hætti en áður hefur tíðkast á skákmót- um hérlendis. Mér er ekki kunn- ugt um að 10-manna skákmót hafi áður veriö haldið á jafn skömm- um tíma í Reykjavík. Skylt er að geta þess, að þessi mikli hraði hafði óheppileg áhrif á tafl- mennsku þeirra keppenda, sem erfiða vinnu stunda. Taflféiagið færði sér í nyt þær nýjungar, sem fram komu í ein- víginu um meistaratitil Norður- landa í janúar s.l. — Allar skák- irnar voru sýndar á veggtöflum 1 taflsalnum á neðstu hæð, en auk þess voru þær sýndar og skýrðar í forsal á næstu hæð fyrir ofan. Hljóðnema var komið fyrir í neðri salnum, en hátalara í þeim efri, og var öllum leikjum „útvarpað" til efri salarins, jafnskjótt og þeir bárust þulnum niðri. Var þannig reynt að auðvelda áhorfendum að fylgjast með gangi skákanna. Sér- stakur maður var ráðinn til þess að flytja blöðum og útvarpi fregn- ir af mótinu. Þessi tilhögun krafð- ist mikillar vinnu, enda voru starfsmenn nærri 20 að tölu, og máttu ekki færri vera. Helztu starfsmenn voru þessir: Mótstjóri: Jón Böðvarsson. Skákstjórar: Hafsteinn Gíslason og Óli Valdimarsson. Aðstoðarmótsstjóri: Bjarni Fel- ixson. Þulir: Gísli ísleifsson og Grétar Haraldsson. Blaðafulltrúi: Haraldur Sæm- undsson. Helztu skákskýrendur: Eggert Gilfer, Guðm. S. Guðmundsson og Haukur Sveinsson. Ljósmyndari: Arinbjörn Guð- mundsson. Forseti Skáksambandsins, Sig- urður Jónsson, veitti T.R. marg- s kak 33

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.